Morgunblaðið - 21.04.2009, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.04.2009, Qupperneq 16
16 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 Reykjanesbær og nágrannasveit- arfélög taka í fyrsta sinn þátt í hátíð- inni List án landamæra, sem hefst á sumardaginn fyrsta, 23. apríl með leik, söng og dansi í Frumleikhúsinu. Á hátíðinni vinna fatlaðir og ófatlaðir saman að ýmsum listtengdum verk- efnum. Meðal annarra dagskrárliða er opið hús í Hæfingarstöðinni, vinnustað fatlaðra, dagana 27.-30. apríl þar sem listaverk þjónustunot- enda verða sýnd.    Vallarheiði heitir ekki lengur Vall- arheiði heldur Ásbrú. Breytingin er gerð til þess að skapa nafn um þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað á gamla varnarsvæðinu eftir að Banda- ríkjaher yfirgaf landið og einnig til að skapa eitt sameiginlegt nafn á svæði sem að undanförnu hefur gengið undir hinum ýmsu nöfnum. Nafnið Ásbrú kemur úr goðafræði og táknar brúna á milli goðheima og mann- heima.    Opinn dagur verður í Ásbrú laug- ardaginn 25. apríl, þar sem aðilar á svæðinu munu kynna starfsemi sína. Hjá Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs verða kynntar þær náms- brautir sem í boði verða næsta haust og sú þjónusta sem námsmönnum býðst. Gestir geta einnig skoðað námsmannaíbúðir og kynnt sér að- stöðuna á háskólasvæðinu. Frí- stundahátíð Reykjanesbæjar verður einnig á Ásbrú þessa helgi, en þar verða tómstundafélög og handverks- fólk í Reykjanesbæ með kynningu á starfseminni. Nýjasta nýtt á Ásbrú er uppbygging rannsóknarseturs í orkuvísindum í húsakynnum Keilis.    Árlegt framkvæmda- og skipulags- þing bæjarins er í dag. Þar verða m.a. kynntar tillögur að nýju að- alskipulagi Reykjanesbæjar 2008- 2012 og farið yfir framkvæmdir í bænum. Það þarf ekki að tíunda um árferðið, svo oft hefur það borið á góma í fjölmiðlum að undanförnu, en þess má geta að smiðshöggin í Hljómahöllinni eru hljóðari en áður vegna erfiðleika við fjármögnun. Hugmyndir eru uppi um að taka framkvæmdina í fleiri áföngum, klára breytingar á Stapa, síðan Hljómahöllina og loks Tónlistarskól- ann.    Reykjanesbæingar og reyndar Suð- urnesjamenn allir hafa fengið Nettó- verslun. Samkaup breyttist rétt fyrir páska í Nettó og í kjölfarið bauðst íbúum nýr valkostur í lágverðs- verslun. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ásbrú Nýja heitið á gamla Varnarsvæðinu. Nafninu er ætlað að skapa eitt sameiginlegt nafn á svæðinu, sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum. REYKJANESBÆR Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þær eru mjög ánægðar í þessu námiog það er gaman að fá svona við-brögð,“ segir Margrét DórótheaSigfúsdóttir, skólameistari Hús- stjórnarskólans í Reykjavík. Það var nóg að gera í eldhúsi Hússtjórn- arskólans er ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við, sá hópur nemenda sem nú er í eldhúshluta námsins var önnum kafinn við að elda karrífiskrétt sem upphaflega er kom- inn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Enda í fullu samræmi við þá hagsýni sem er í hávegum höfð í skólanum og nú nýtur meiri vinsælda hjá landanum en undanfarin ár. Ostafgangar sem rifnir hafa verið niður og geymdir í frysti henta vel í slíka rétti og an- anasdós má finna á flestum heimilum. Annars hafa nemendur í eldhúsi í nógu að snúast þessa dagana því á morgun, sum- ardaginn fyrsta, bjóða þeir foreldrum sínum til veislu. Þá hefur komið sér vel að geta gripið til frosinna afganga, en í skólanum er áhersla lögð á að nýta matvæli vel. „Það er ekki hægt að elda stórar máltíðir á sama tíma og verið er að undirbúa veislu,“ segir Margrét, en helmingur nemenda býður nú foreldrum sínum til veislu – hinn hlutinn hélt slíka veislu fyrr í vetur og er þá einnig sett upp handavinnu- og vefnaðarsýning. Líkt og fyrri ár þá eru 24 nemendur í skólanum á þessari önn og Margrét er ánægð með hópinn. „Þetta eru æðislega fín- ar stelpur, þó allir nemendur virðist raunar verða jafn hissa á því að námið sé svo strangt.“ 24 eininga nám krefjist hins vegar töluverðrar tímasóknar og mikillar heima- vinnu í handavinnu, þ.e. útsaum, prjóni og hekli. Ekki sé hægt að segja að eitthvert eitt fag sé vinsælla hjá nemendum en annað. Er í eldhúsið er komið þykir henni hins vegar vænt um vinsældir kjötsúpunnar. „Þær eru ákafar í að fá að gera kjötsúpu og það er mikil breyting sem orðið hefur á und- anförnum árum.“ Grunnatriðin skipta öllu máli Í þeim þætti sem snýr að matreiðslu segir hún aðalatriðið að nemendur læri und- irstöðuatriðin. „Því að ef að þær kunna grunnaðferðirnar þá geta þær gert allt.“ Í því felist að kunna að meðhöndla matvæli, lesa uppskriftir og þekkja hráefnin svo hægt sé að bregðast við sé ekki allt til í skápunum. „Við viljum nefnilega líka að nemendurnir hugsi sjálfstætt og geti breytt út frá upp- skriftum eftir því sem þörf er á.“ Karrífiskur með hrísgrjónum 600 g fiskflök, roð- og beinhreinsuð og skorin í stykki Stykkjunum raðað á bretti. Kryddað með sítrónusafa og season all. Látið bíða á meðan afgangurinn er tekinn til. 2 dl hrísgrjón 2 dl sýrður rjómi 4 msk. léttmajónes 2 tsk. karrí aromat og örlítið salt 2-3 ananashringir, skornir í bita ananassafi 100 g nýir sveppir 3-4 msk. ostur, rifinn Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á umbúðum. Hrærið saman sýrðan rjóma, majónes, karrí, krydd og safa. Setjið soðin hrísgrjónin í smurt ofnfast fat, setjið sítrónusafa og örlitla olíu yfir. Blandið saman. Raðið fiskstykkj- unum yfir hrísgrjónin. Sneiðið sveppina og dreifið þeim yfir fiskinn ásamt ananasbit- unum. Hellið karrísósunni yfir réttinn. Stráið osti yfir og bakið réttinn í ofni við 190°C í ca. 30-40 mínútur. Súrsætur svínakjötsréttur ½ kg svínagúllas Steikt í olíu og sett á eldhús- pappír og síðan í pott. 1 rauð paprika, skorin í grófa bita 1 græn paprika, skorin í grófa bita 2 gulrætur, skornar í sneiðar 2 laukar, skornir í geira 1 dós ananas (125 g) Sósa: 2 msk. sykur 3 msk. edik 2 msk. sojasósa 2 msk. tómatpuré 2 tsk. sítrónusafi 2 ½ sm ferskur engifer ananassafi 3 dl vatn sósujafnari Paprika skorin í bita (ekki smátt). Gulræt- ur skornar í sneiðar og laukur í geira. Látið krauma á pönnu. Sett í pottinn ásamt því sem fer í sósuna, og soðið. Jafnað með sósu- jafnara ef þarf. Gulrótarkaka 2 bollar hveiti 1 tsk. matarsódi 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk. kanill ½ tsk múskat ½ tsk allrahanda 4 egg 2 bollar sykur 2 tsk vanilludropar ¾ bolli olía 1 ¼ bolli rifnar gulrætur 1 dós ananaskurl (1/2 dós) ekki með vökva ½ bolli kókosmjöl (má sleppa) ½-1 bolli saxaðar valhnetur eða möndlur (má sleppa) 1 bolli rúsínur (má sleppa) Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, mat- arsóda, salti, kanil, múskati og allrahanda. Blandið saman í annarri skál eggjum, sykri, vanilludropum og olíu. Blandið síðan öllu saman og hrærið með sleif. Deigið sett í smurða ofnskúffu (20x30 cm) og bakað í ofni við 175°C í 55-60 mínútur. Vinsældir kjötsúpunnar fara vaxandi „Ooh, skólinn er að verða búinn, getum við ekki verið lengur?“ Slík viðbrögð nemenda kæmu væntanlega flestum kennurum á óvart. En ekki í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Morgunblaðið/Heiddi Fiskréttur undirbúinn Nemar læra að nýta mat og fara vel með hráefni. Matarkúnstir Nemum er skipt í tvo hópa og er sá hópur sem nú sinnir eldhús- störfum önnum kafinn við að und- irbúa veislu fyrir foreldra. Ofnbakaður fiskur Hollur og góður hversdagsmatur. TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK 2009-2010 Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar á tono.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.