Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 35

Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 Ég á reyndar einn frænda sem er í hljómsveit og hann er ekki einu sinni blóðskyldur mér … 36 » BRIM og Elliðaárdalurinn er myndefnið í málverkum Jó- hanns Tryggvasonar. Í dag, þriðjudaginn 21. apríl, opnar Jóhann sýningu á olíu- málverkum í galleríi sínu, sem er til húsa á Garðatorgi 7 í Garðabæ (við hliðina á turn- inum). Jóhann leitar fanga fyrir verkin á ströndinni, þar sem hann málar brimið, og í Elliða- árdalnum, þeirri fögru vin í borginni. Þetta er fjórða einkasýning Jóhanns en hann hefur einnig sýnt á fimm samsýningum. Sýningin er opin frá 13 til 18 alla daga út apr- ílmánuð. Myndlist Myndverk af brimi og úr Elliðaárdal Hluti af einu verki Jóhanns. AÐ vefa bænir – líf og störf nunnanna á Kirkjubæj- arklaustri kallar Kristján Mímisson fornleifafræðingur leiðsögn um fornleifarann- sóknir á Kirkjubæjarklaustri sem fram fóru á árunum 1995- 2006. Leiðsögnin verður í há- deginu í dag, í Þjóðminjasafn- inu, og hefst klukkan 12.05. Fjallað verður um minjar miðaldaklaustursins og munina sem fundust, í ljósi ýmissa hugmynda um líf og störf nunna á miðöldum. Fyrri hluti leiðsagnarinnar fer fram í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafnsins en síðan verður gengið um sýninguna Endurfundi. Fornminjar Líf og störf nunn- anna á Klaustri Frá sýningunni Endurfundir. KARLAKÓRINN Þrestir heldur ferna vortónleika þessa dagana. Tvennum tónleikum er lokið en kórinn kemur næst fram á morgun, síðasta vetr- ardag, í Hafnarborg í Hafn- arfirði kl. 20.00, og síðan í Nes- kirkju á sumardaginn fyrsta klukkan 16.00. Þema tónleikanna eru ástir og örlög og er þar vísað í efnis- skrána, sem er fjölbreytt að vanda. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur með kórnum í nokkrum lögum og syngur einnig ein- söng í þremur lögum. Stjórnandi kórsins er Jón Kristinn Cortez og píanóleikari Jónas Þórir. Tónlist Ástir og örlög á vortónleikum Karlakórinn Þrestir. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HEIMURINN er ekki lengi að breytast. Að því kemst Íslendingur sem er búsettur á Spáni í upphafi þessarar aldar og nýtur þar lífsins. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin hrynur sá heimur sem hann þekkir. Í stuttu máli er það þetta sem lesandi Firr- ingar, nýrrar skáldsögu eftir Hörð Örn Braga- son, kemst að; sagan gerist síðan að mestu í Madríd og í norðanverðri Afríku en einnig í eyðifirði norður á Ströndum. „Maður þarf að koma þessum verkum frá sér til að geta haldið áfram. Einhvers staðar verður maður að hætta með hverja bók og gefa hana út,“ segir Hörður Örn. Þetta er þriðja skáldsag- an sem hann skrifar en sú fyrsta sem hann gef- ur út. Fyrir nokkrum mánuðum missti hann vinnuna og vatt sér þá í að ljúka við bókina sem hann hafði verið að skrifa í nokkur ár. „Það eru þrjú, fjögur ár síðan ég byrjaði á henni. Ég skrifaði uppkast þegar ég var að læra í Barcelona árið 2004. Síðan skrifaði ég hana upp á nýtt og breytti einu og öðru. Hún varð ekki til á nokkrum mánuðum.“ Hörður Örn þekkir söguheiminn vel. Hann bjó í Madríd á árunum 1995 til 2000, rak þar fisksölufyrirtæki ásamt bróður sínum og lauk MBA-prófi. „Byrjun sögunnar vísar á lífið sem maður lifði sjálfur þarna suðurfrá,“ segir hann „Einn af viðskiptavinum okkar var í Baskahér- uðunum. Hann keypti töluvert af saltfiski af okkur en einn daginn var hann handtekinn og í ljós kom að hann var einn aðalfjármagnari skæruliðahreyfingar ETA. Þar kviknaði í raun hugmyndin að sögunni enda geta menn leiðst út í ótrúlegustu hluti.“ Hörður Örn er 39 ára gamall og menntaður í viðskiptum og stjórnun. Hann segist hafa verið að skrifa í tómstundum síðan um tvítugt. „Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað með þetta. Ég hef líka lesið mikið enda held ég að besta menntunin á þessu sviði felist í að lesa góðar bækur.“ Þótt söguþráður Firringar sé spennandi seg- ist hann ekki líta á hana sem „formúlukrimma“. „Einn sagði að hún byrjaði eins og Veisla í far- ángrinum en minnti síðan á Réttarhöldin eftir Kafka!“ segir hann og hlær. Þarf að halda áfram  Hörður Örn Bragason hefur skrifað sögu manns sem lendir í martröð hefnda  Lauk við skáldsöguna eftir að hafa misst vinnuna og gefur hana út sjálfur Morgunblaðið/Kristinn Höfundur og útgefandi „Ég vil að eitthvað gerist í bók- um. Ég er ekki mikið fyrir langlokur. Ég er hrifinn af rússneskum höfundum. Það er alltaf eitthvað að gerast hjá þeim,“ segir Hörður Örn Bragason. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík fékk ný- lega tvo aðskilda styrki frá menntasviði Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneyt- inu sem munu nýtast í námskeið fyrir börn og unglinga í sumar. „Styrkurinn frá borginni verður nýttur til að vera með listbúðir fyrir 8 ára börn þar sem unn- ið verður út frá arkitektúr og manngerðu um- hverfi. Styrkurinn frá ríkinu fer að mestu í að vera með sumarskóla fyrir 16 til 18 ára fólk þar sem arkitektúr og skipulagsmál verða líka höfð í forgrunni,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri Myndlistaskólans. Þegar styrkirnir tveir leggjast saman verður hægt að ráða einn arkitekt til skólans til eins árs og einhverja í hlutastarf og munu þeir kenna í þessum tveimur verkefnum og sinna ýmsum öðrum fræðslustörfum innan skólans. „Við ráðum þessa arkitekta inn af atvinnu- leysisskrá í samvinnu við verkefni sem Impra, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróun- arsjóður starfrækja og heitir Starfsorka. En það er átaksverkefni sem er ætlað að virkja fólk í atvinnuleysinu,“ segir Ingibjörg sem vinnur sig nú í gegnum þann bunka af umsóknum sem barst inn. Borgin er þeirra umhverfi „Við sjáum fyrir okkur að þessi námskeið verði vettvangur fyrir ýmsar tilraunir í kennslu og þar verði framkallaður hugmyndabanki sem þessir arkitekar munu halda utan um. Þeir eiga að ná utan um þær tilraunir sem verða fram- kvæmdar á þessum námskeiðum og koma þeim á framfæri m.a í gegnum netið þannig að þær gætu nýst í kennslu víðar í skólakerfinu. Gauja Dögg Hauksdóttir arkitekt er höfundur ný- úkominnar bókar, Byggingarlist í Augnhæð, sem er námsefni um byggingarlist ætlað grunn- skólunum og verður hún ráðgefandi í verkefn- inu.“ Sumum finnst það eflaust bratt hjá Mynd- listaskólanum að kenna börnum og unglingum arkitektúr og borgarskipulag, en Ingibjörg seg- ir það ekkert fjarstæðukennt enda búi stærsti hluti barna í þéttbýli. „Börn hafa mikinn áhuga á borginni enda er hún þeirra umhverfi og þau hafa miklar hugmyndir um það hvernig þau vilja hafa sitt umhverfi. Við höfum líka hugsað okkur í sumarskólanum að láta unga fólkið taka þátt í opinni hugmyndasamkeppni um skipulag gamla hafnarsvæðisins sem Faxaflóahafnir standa fyrir, svo þeirra raddir fái að hljóma.“ Borg fyrir börn Myndlistaskólinn í Reykjavík fékk styrki frá ríki og borg til að starfrækja listbúðir og sumarskóla Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Skólasýning Á laugardaginn var opnuð á neðstu hæð Listasafns Íslands sýning á verkum nem- enda Myndlistaskólans í Reykjavík sem unnin eru út frá verkum Magnúsar Pálssonar myndlist- armanns. Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri, Magnús Pálsson og Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarmaður og kennari, skoða nokkur verkanna ásamt nemendum. BANDARÍSKI ljósmyndarinn Robert Adams hlaut Hassel- blad-verðlaunin fyrir árið 2009. Verðlaunin, sem Hasselblad- stofnunin í Sví- þjóð veitir, eru einhver helsta viðurkenning sem listamenn sem vinna með ljósmyndamiðilinn geta hlotið. Verðlaunaféð nemur 61.000 dölum. Í umsögn dómnefndar er Adams sagður einn áhrifamesti ljósmynd- ari síðustu fjögurra áratuga. Sagt er að á sama tíma og ljósmyndun hafi verið brotin sífellt meira upp hafi Adams „nýtt sér arfleifð ljós- myndunar 19. aldar og módern- ismann á afar persónulegan hátt. Nákvæmur og ódramatískur“. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Henri Cartier-Bresson, Robert Frank, Richard Avedon og Sebasti- ao Salgado. Mexíkóski ljósmynd- arinn Graciela Itubide hlaut verð- launin í fyrra og Nan Goldin árið 2007. Nákvæm ódramatík Adams hlaut Hassel- blad-verðlaunin Robert Adams GÓÐ sala hefur verið á erlendum uppboðum á fornminjum og eldri myndlist síðustu vikur. Að sögn fjölmiðla er helsta vandamálið ekki að verðið sé lágt heldur það að seljendur bjóða ekki neina hágæða- gripi. Að sögn blaðamanns The Guardi- an hafa margir sem leita að öruggri leið til að fjárfesta horft til kaupa á klassískum skartgripum og málverkum og fyrir vikið blómstrar forngripamarkaðurinn. Þriðjungur forngripasala í Eng- landi segir verð hafa hækkað hjá sér síðustu mánuði sökum eft- irspurnar en 14% segja verð hafa lækkað. Samkvæmt könnun fagrits forngripasala hefur hækkunin eink- um verið á skartgripum og silf- urmunum. Þá hefur eftirspurn eftir ódýrari gripum aukist á uppboðum. Fjárfest í forngripum Hörður Örn Bragason fór þá leið að gefa skáldsögu sína, Firringu, út sjálfur. „Ég hafði samband við forlög fyrir ára- mót en var sagt að bókin yrði lesin yfir ein- hvern tímann á þessu ári, fyrir mögulega útgáfu á næsta ári. Mér fannst hins vegar ekki eftir neinu að bíða. Margir hafa lesið bókina yfir fyrir mig, ég hafði fengið góð viðbrögð við henni og ákvað að gefa hana út sjálfur, með góðra manna hjálp. Mér fannst engin ástæða til að bíða í tvö ár með útgáfu, eftir tvö ár verð ég örugg- lega á fullu í öðru verki,“ segir hann. „Þetta er ekki fyrsta bókin sem ég skrifa, ég á tvær aðrar hér ofan í skúffu. En ég var ekki nógu ánægður með þær.“ Hörður Örn segist hafa litið á þær sem æfingar en nú sé hann kominn langt með að skrifa fjórðu bókina og sé því farinn að líta á Firringu sem aðalæfinguna. Vildi ekki bíða í tvö ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.