Morgunblaðið - 21.04.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.04.2009, Qupperneq 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009  Evróvisjón-þátturinn Alla leið hóf göngu sína að nýju um helgina. Á þessum stað í fyrra var þeirri hugmynd varpað fram í kjölfarið á þáttunum að einhver sjónvarps- stöðin myndi nú ráða Pál Óskar sem spjallþáttarstjórnanda, svo öruggur væri hann í því hlutverki. Hér er hnykkt á því aftur. Páll Óskar ætti að vera með eigin spjallþátt Fólk „ER þetta ekki bara nokkuð góð aðsókn“? segir Andri Snær Magnason rithöfundur, spurður hvort hann sé ánægður með að um 8.000 manns hafi séð Draumalandið á þeim tveimur vikum sem hún hefur verið í sýningu. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað telst góð aðsókn og hvað ekki, dómar hafa allir verið mjög jákvæðir. En ég veit ekki hvernig menning er fyrir því að fara á heimildamyndir á Íslandi. Ég hefði talið að 8.000 manns væri góð aðsókn en auðvitað vill maður alltaf að fólk láti sig mál varða og mæti. Ég held samt að aðsóknin sé í samræmi við okk- ar væntingar og tel að myndin eigi eftir að malla lengi í bíóhúsum hér og erlendis. Við erum núna að velja á milli kvikmyndahátíða, eigum fullt af boðum en erum að bíða eftir besta boðinu, það borgar sig að byrja á góðum stað.“ Spurður hvort hann hafi viljað sjá meiri um- ræðu um myndina svarar Andri að hann hafi ekki búist við neinu. „ Það er ekki okkar hlut- verk að fá fólk til að bregðast við myndinni, við lögðum hana fram. Það héldu margir að við hefðum stillt hana inn á kosningar en hún er stillt inn á sláttinn í kvikmyndahúsum. En mér finnst mjög sérkennilegt að það skuli ekki vera nein umræða um það brjálæðislega kosningalof- orð Sjálfstæðisflokksins að lofa tveimur álverum sem þurfa tvær Kárahnjúkavirkjanir. Auðvitað kemur til uppgjafar ef það lítur út fyrir að þjóðin verði að sökkva ennþá dýpra áður en gagnrýnin umræða á sér stað,“ segir Andri Snær. ingveldur@mbl.is Andri Snær segir aðsókn í samræmi við væntingar Morgunblaðið/Þorkell Andri Snær Er hneykslaður á kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins um tvö álver til viðbótar.  Sigurganga íslenska bardaga- íþróttamannsins Gunnars Nelsons hélt áfram um helgina er hann vann bæði til gull- og bronsverðlauna á Opna New York-meistaramótinu í jiujitsu (New York International Open Jiu-Jitsu Championship 2009) á laugardagskvöldið. Gunnar vann sinn þyngdarflokk og lenti í þriðja sæti í opnum flokki. Þess má geta að Gunnar var hársbreidd frá því að komast í úrslit í opnum flokki en hann tapaði í undanúrslitum fyrir sér miklu þyngri andstæðingi á minnsta mögulega stigamun. Gunn- ar stefnir á þátttöku í heimsmeist- aramótinu í jiujitsu sem fer fram í byrjun júní. Gunnar Nelson fékk bæði gull og brons  Myndband við lagið „Is It True?“ var frumsýnt um helgina. Varla er hægt að segja að leikstjórinn hafi brotið blað í kvikmyndasögunni við gerð myndbandsins; smávindur, grænskjár og málið var dautt. En miðað við þau myndbönd sem hin löndin hafa þegar sent frá sér þurf- um við ekki að skammast okkar. „Vindur í hárinu, lalalalalala …“ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HÚN heitir Kristín Þóra Jóhanns- dóttir og kom, sá og sigraði í Söng- keppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri á laugardags- kvöldið. Kristín er á nítjánda ári og nemandi á félagsfræðibraut Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Það verður að segjast að það var ótrúlega gaman að vinna söng- keppnina. Maður veit í sjálfu sér ekki hvað sigurinn þýðir alveg strax, hvað titillinn ber með sér. Þetta er samt skemmtilegt og gefur mér von- andi góð tækifæri í framtíðinni ef ég vil gera meira,“ segir Kristín sem fékk leyfi kennara til að fara úr tíma í gærmorgun og tala við blaðamann. Kristín er nánast óreynd á söng- sviðinu að eigin sögn, hefur aldrei fengið söngkennslu, ekki farið í tón- listarskóla og aldrei verið í kór. Hún hefur þó tekið þátt í leikritum sem hafa verið sett upp í skólanum. „Við settum upp Stone Free í vet- ur, þar lék ég hippa og söng mjög mikið,“ segir Kristín og bætir við að feimni hafi hingað til komið í veg fyr- ir að hún hafi sungið meira fyrir framan fólk. „Mér finnst mjög erfitt að koma fram enda nánast óreynd í því. Fyrir utan leikritin höfðu for- eldrar mínir aldrei heyrt mig syngja áður fyrr en í söngvakeppninni. Þau eru ólm í að styðja mig áfram í söngnum úr þessu.“ Eru foreldrar þínir söngfólk? „Nei, nei nei,“ svarar Kristín með áherslu. „Ég á reyndar einn frænda sem er í hljómsveit og hann er ekki einu sinni blóðskyldur mér,“ segir hún og hlær dátt. Reyndi að velja erfitt lag Lagið sem Kristín Þóra flutti heit- ir „Angels“ eftir Robbie Williams og flutti hún það í útgáfu Jessicu Simp- son. Kristín lét íslenska textann og í meðförum hennar hét lagið „Ein- mana sál“. „Lagið er skemmtilegt og gaman hvernig maður nýtir radd- svið sitt í því, það var aðallega þess vegna sem ég valdi það. Ég reyndi að velja erfitt lag sem reyndi á en ég bjóst samt ekki við sigri, það voru svo margir góðir þarna og valið lík- lega verið mjög erfitt hjá dómnefnd- inni.“ Spurð út í tónlistarsmekk segist Kristín hlusta á allt mögulegt en þó mest það sem hægt er að syngja með, teknó er í litlu uppáhaldi. Þessi efnilega og unga söngkona stefnir að því að útskrifast úr FVA um næstu jól en segir framtíðina vera óskrifað blað. „Ég ætla að nýta mér þennan söngtíma sem ég fékk í verðlaun hjá Heru Björk og svo kannski læri ég söng, maður veit aldrei,“ segir Kristín sem vinnur á sambýli á Akranesi með skóla. Skólasystkini hennar og kennarar í FVA voru að vonum ánægð með ár- angur sinnar manneskju. „Það er mjög blómleg menning í FVA, hér er mikið af góðu tónlistarfólki og fé- lagslífið býður upp á marga mögu- leika til að koma sér á framfæri, – þeir sem vilja skína fá það.“ Óreyndur sigurvegari  Skagamærin Kristín Þóra Jóhannsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskól- anna  Á einn frænda í hljómsveit sem er ekki einu sinni blóðskyldur henni Söngfugl Kristín Þóra stolt á plani Fjölbrautaskóla Vesturlands með farand-verðlaunagrip Söngkeppni framhaldsskólanna. „ÉG bjóst ekkert frekar við því að komast inn og eftir inntökuprófið var ég orðin dálítið svartsýn,“ segir Hulda Jónsdóttir, 17 ára fiðluleikari sem hefur verið boðið að nema fiðlu- leik í hinum virta listaskóla Juilliard í New York næsta haust. Hulda mun vera yngsti Íslendingurinn sem fær inngöngu í skólann en Hulda var einnig yngsti nemandinn sem fékk inngöngu í diplóma-nám LHÍ þegar hún hóf þar nám aðeins 15 ára göm- ul. Í vor útskrifast hún úr því námi samhliða því að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar en skólann hefur hún stundað í fjar- námi. Mikil tónlistarfjölskylda Hulda segir að námið í Juilliard leggist ágætlega í hana. „Allir fyrsta árs nemar eru skyld- aðir til að dvelja á heimavist skólans sem verður örugglega skemmtilegt og svo er víst að þetta verður mjög krefjandi nám og kappsamt enda eru allir þeir sem komast inn mjög góðir listamenn og ekki síður metn- aðargjarnir.“ En hvað tekur svo við að loknu náminu í Juilliard? „Ég útskrifast með BA-gráðu frá Juilliard og þá tekur við masters- nám sem mig langar til að klára í Evrópu, annað hvort í Þýskalandi eða í Frakklandi,“ segir Hulda hvergi bangin enda hefur hún stefnt staðfastlega að því að lifa af tónlist- inni frá því að hún var 10 ára gömul. Þess má svo geta í lokin að næstu tónleikar Huldu verða í Salnum hinn 29. apríl næstkomandi en það eru jafnframt lokatónleikar hennar sem nemandi við LHÍ. Sautján ára íslenskur fiðluleikari til New York Morgunblaðið/Heiddi Á meðal þeirra bestu Juilliard er einhver virtasti listaháskóli heims. Hulda Jónsdóttir hlýtur inngöngu í Juilliard-listaháskólann  1990 Fjölbrautaskóli Suðurlands - Lárus Ingi Magnússon  1991 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði - Margrét Eir Hjartardóttir  1992 Menntaskólinn í Reykjavík - Margrét Sigurðardóttir  1993 Menntaskólinn í Reykjavík - Þóranna Jónbjörnsdóttir  1994 Menntaskólinn í Kópavogi - Emilíana Torrini  1995 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir  1996 Menntaskólinn í Kópavogi - Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir  1997 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Haukur Halldórsson og Flóki Guðmundsson  1998 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Brooklyn Fæv  1999 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði - Guðrún Árný Karlsdóttir  2000 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - Sverrir Bergmann  2001 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði - Arnar Þór Viðarsson  2002 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - Eva Karlotta Einarsdóttir & the Sheep River Hooks  2003 Menntaskólinn á Akureyri - Anna Katrín Guðbrandsdóttir  2004 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Sunna Ingólfsdóttir og Sigurlaug Gísladóttir  2005 Menntaskólinn í Reykjavík - Hrund Ósk Árnadóttir  2006 Fjölbrautaskóli Vesturlands - Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir  2007 Verkmenntaskólinn á Akureyri - Eyþór Ingi Gunnlaugsson  2008 Verslunarskóli Íslands - Sigurður Þór Óskarsson  2009 Fjölbrautaskóli Vesturlands - Kristín Þóra Jóhannsdóttir Sigurvegarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.