Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 8

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Raúl Castro, forseti Kúbu, ávarp-aði 8. þing Kvennasamtaka Kúbu nýlega. Þar lagði hann áherslu á mikilvægi þess að konur tækju leiðandi stöðu í efnahags-, stjórn- mála- og félagslífi þjóðarinnar. Hann sagði jafnframt við það tækifæri að konur væru frá unga aldri mun þroskaðri en karlar; þær hefðu betri stjórnunarhæfileika en karlar og stæðu fastar á sínu. „Sagan um að karlar lúti ekki kon- um sínum er ekki sönn,“ sagði Castro svo og brosti til þeirra 900 kvenna sem sóttu ráðstefnuna. Kúbanskar konur eru í 3. sæti IPU yfir fjölda kvenna á þingi og verður það að teljast góður árangur þó um- deilt sé hversu mikil völd kúbanska þingið hefur í raun. Kvennasamtök Kúbu voru fyrstu samtökin sem stofnuð voru eftir byltinguna 1959. Samtökin hafa ver- ið mjög öflug allar götur síðan og unnið mikið starf við að mennta konur og koma þeim inn á vinnu- markaðinn. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð ájafnrétti kynjanna í stjórn- arskrá Suður-Afríku segja konur sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna að lög séu ekki virt þegar komi að kynferðisbrotum og heimilisofbeldi. Í nýafstöðnum þingkosningum landsins náðu konur 45% þingsæta en í fyrstu lýðræðislegu kosning- unum árið 1994 hlutu konur aðeins 2,7% þingsæta. Þrátt fyrir þessar glæsilegu tölur eru talsmenn kvenréttinda í S- Afríku ekki sáttir og segja þetta að- eins sýna ástandið á yfirborðinu. Lisa Vetten er lögfræðingur sem hefur barist fyrir kvenréttindum í S- Afríku um langt skeið. Hún segir að kynjaumræðan á þinginu snúist að- eins um tölu kvenna á þingi og risti ekki dýpra en það. „Kynjakvótar eru orðnir einskonar stjórnmálaskjól. Fjöldi kvenna á þingi fer vaxandi en á mörgum sviðum hefur okkur farið aftur,“ segir Vetten. Mikil þátttaka var meðal kvenna í þingkosningunum og er það talið vera þáttur í því hversu margar kon- ur lentu inni á þingi. Molar Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is K arlar hlusta á hvað við höfum að segja af því að við erum svo marg- ar,“ segir Espérance Mwiza, þing- kona í Rúanda. „Nú þegar við er- um í meirihluta getum við gert enn meira,“ sagði Mwiza í viðtali við The Wash- ington Post í lok október eftir að rúandska þing- ið varð það fyrsta í heiminum þar sem konur náðu meirihluta. Rúanda er lítið landlukt Afríkuríki sem sker sig frá nágrannaríkjunum þar sem karlar hafa öll völd. Í Rúanda knýja konur áfram efnahags- lífið, vinna byggingarvinnu, í verksmiðjum, starfa sem trukka- og leigubílstjórar, auk þess sem þær sitja á þingi og gegna störfum utanrík- isráðherra, menntamálaráðherra, eru yfir æðstu dómstólum og embætti ríkislögreglustjóra. Aukin völd kvenna í Rúanda hafa meðal ann- ars leitt til þess að forn feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum öðrum afrískum löndum, sem t.d. meina konum að erfa land, hafa verið afnumin. Þá hafa lög verið tekin í gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og ofbeldi á börnum auk þess sem unnið er að því að af- nema misrétti úr lagasafni landsins. Jafnrétti og sættir voru einu kostirnir Aukin völd kvenna í Rúanda eru til komin af hruni samfélagsins. Hruni vegna þjóðarmorðs hútúa á tútsum árið 1994. Talið er að hátt í milljón manns hafi látið lífið eða um 20% rú- öndsku þjóðarinnar. Betri staða kvenna er því tilkomin vegna neyðarástands sem skapaðist og gerði aukna þátttöku kvenna í samfélaginu nauðsynlega, að hluta til vegna þess að um 70% þjóðarinnar eftir þjóðarmorðið voru konur. „Þjóðfélagið var í molum eftir þjóðarmorðið,“ segir Aloisea Inyumba, fyrrverandi kynja- og félagsmálaráðherra Rúanda. „Sú ákvörðun var tekin að ef Rúanda ætti að lifa af yrði hjart- sláttur samfélagsins að breytast. Jafnrétti og sættir voru einu kostirnir,“ segir Inyumba. Ríkjandi viðhorf í Rúanda var að konur myndu eiga betra með að stýra landinu frá áframhaldandi hörmungum. Það er nokkuð langsótt að líkja þróun mála í Rúanda við verkefnin sem bíða á Íslandi en löndin eiga þó eitt sameiginlegt eftir íslenska efnahagshrunið og það er að vera í efstu sætum á alþjóðlegum lista þingsamtakanna IPU yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum heims. Ísland stökk úr 15. sæti í það fjórða á listanum og eru konur nú 43% þingmanna sem er talsvert lakara en hjá kynsystrum þeirra í Rúanda þar sem hlutfallið er 56,3%. Eftir nýafstaðnar kosningar í Suður-Afríku, þar sem konur náðu 45% þing- sæta, lítur reyndar út fyrir að Ísland ýtist niður í fimmta sæti. Ein skýringin á því hversu vel hefur tekist að halda konum á þingi og í stjórnunarstöðum í Rúanda er talin vera sú að þær eru í meirihluta, en af 10 milljónum Rúandamanna eru 55% kon- ur. Munurinn á Íslandi og Rúanda er hins vegar sá að í Rúanda hefur kynjakvóti á þingi verið bundinn í lög allt frá því að endurreisnin hófst og varð meira en fjórðungur þingsæta að vera skipaður konum. Slíkar reglur gilda hins vegar ekki á Íslandi en stjórnmálaflokkar hafa sett kynjakvóta á framboðslista sína. Sífellt fleiri ríki hafa tekið upp kynjakvóta á þingi en slíkur kvóti er umdeildur og hefur ekki verið notaður á Norðurlöndum. Tilgangur slíks kvótakerfis er að fá konur í stjórnmálastöður og tryggja að þær séu ekki einangraðar við störf sín. Yfirleitt er miðað við að lágmarksfjöldi kvenna á þingi sé á milli 30- 40%. Samkvæmt dönsku fræðikonunni Drude Dahlerup eru slíkir kvótar stundum settir á til bráðabirgða eða þar til konur hafa náð fótfestu og eiga greiðan aðgang að þingstörfum. Konur reisa úr rústum  Í Rúanda var konum fengið það verkefni að reisa landið við eftir þjóðarmorð og nú hafa þær náð fótfestu í stjórnmálum landsins  Íslendingar fela nú konum aukna ábyrgð AP Á kjörstað Indverskar konur bíða eftir að kjósa. Indverska stjórnarskráin kveður á um að 33% sveit- arstjórnarsæta séu tekin frá fyrir konur en sú stefna hefur verið mjög umdeild í landinu. Reuters Í Jemen 120 konur sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum hafa stofnað skuggaþing. Tekist hefur verið á um ágæti kvóta hvort sem þeir eru notaðir vegna kvenna, kynþátta eða annarra hópa samfélagsins. Sumum þykja kvótar gefa konum forgang fram yfir aðra á meðan aðrir segja lítið gert úr hæfileikum kvenna í karllægu stjórnmálakerfi. Fræðikonan Drude Dahlerup hefur rannsakað kynjakvóta og flokkar meginviðhorf svo: Með og á móti kvóta Með:  Kynjakvótar mismuna ekki heldur vega upp á móti þeim hindrunum sem aftra konum frá því að setjast á þing.  Það eru borgaraleg réttindi kvenna að eiga sér fulltrúa á þingi.  Reynslu kvenna er þörf í stjórnmálum.  Konur eru jafnhæfar körlum en það er gert lítið úr hæfileikum þeirra í karllægu stjórn- málakerfi.  Það að koma á kynjakvótum getur valdið ágreiningi, en að- eins tímabundið. Á móti:  Kynjakvótar stríða gegn því að allir njóti jafnra tækifæra þar sem konur fá forgang.  Þeir eru ólýðræðislegir þar sem kjósendur ættu að fá að ráða hverjir hljóta kosningu.  Þeir gefa í skyn að stjórn- málamenn séu kosnir vegna kyns þeirra en ekki vegna hæfi- leikanna og að hæfara fólki sé ýtt til hliðar.  Margar konur vilja ekki hljóta kosningu fyrir það eitt að vera konur.  Að innleiða kynjakvóta skapar verulegan ágreining innan stjórnmálaflokka. Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Næsta námskeið byrjar 13. maí 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.