Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
vissi alltaf hvar maður hafði hana.
Einu skiptin sem ég sá hana bregða í
brýnnar var þegar afi var að stríða
henni þar sem hann sat við eldhús-
borðið með spilastokkinn í hendinni
og barði hnúanum í borðið í hvert
skipti og hann sló niður spili og það
hlakkaði í honum. Þá sagði hann oft
eitthvað til að æsa ömmu upp og svo
leit hann á mann glottandi með
augnaráði sem hann einn átti til og
hló hátt og snjallt. Þegar ég var 9 ára
byrjaði ég í minni fyrstu sumarvinnu í
beitiskúrnum hjá pabba. Ég var há-
launuð með 600 kall fyrir bjóðið og
stóð uppi á kók-kassa til að ná upp á
borðið. Mér fannst lyktin af beitunni
ógeðsleg en það sem var skemmtilegt
var að keppa við pabba og afa. Það
var ekki nokkur von að vinna pabba
sem hamaðist við bjóðið sitt og leysti
allar flækjur á undraverðum hraða,
en ég ætlaði aldeilis að ná afa því
hann hamaðist ekki neitt við sitt bjóð.
Stóð sallarólegur og hreyfðist ekki
svo maður sá varla þegar hann fékk
flækjur. Hann var samt alltaf fyrstur
sem ég skildi ekki þrátt fyrir að
hjálpa mér stundum með mitt bjóð.
Síðar þegar maður fór að fara á
djammið þá hitti maður stundum afa
þar sem hann var alltaf kominn á fæt-
ur langt fyrir allar aldir og kominn
niður í bæ að tína dósir eftir lýðinn
sem var að skemmta sér. Ég fór svo í
nám til Akureyrar og alltaf var jafn-
gaman að koma heim og þá kíkti mað-
ur í kjallarann og fékk kleinur og
pönnukökur hjá ömmu. Iðulega laum-
uðu þau að mér pening þegar ég hélt
norður á ný sem gladdi mig mjög.
Umfram allt á ég aðeins góðar minn-
ingar um ömmu og afa sem alltaf
reyndust mér svo góð. Hvíl í friði,
elsku amma og afi. Ykkar
Halldóra Kristín.
Elsku Ólöf amma og Sveinn afi.
Ég á svo margar góðar minningar
um ykkur. Þið pössuðuð mig þegar ég
var lítill, þá voruð þið orðin 80 ára. Þið
voruð svo hress og áttuð nóg af tíma
og ást. Ég kom oft til ykkar eftir skóla
í kjallarann og fékk ég þá alltaf eitt-
hvað að borða. Ég hjálpaði þér amma
að baka kleinur og flatbrauð. Það
voru bestu kleinur og flatbrauð í
heimi. Þið kennduð mér að spila Ol-
sen, Olsen og þjóf. Sat ég oft hjá ykk-
ur og spilaði. Afi þú reyndir að gera
mig að almennilegum karlmanni og
kenndir mér að rífa niður staura.
Takk fyrir öll árin sem ég átti með
ykkur og megið þið hvíla í friði.
Kveðja,
Bjartur.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast fyrrverandi tengdaforeldra
minna til 25 ára, Ólafar og Sveins. Ég
kynntist þeim þegar við Heiðar dróg-
um okkur saman sumarið 1980. Þá
var Sveinn á grásleppu og Heiðar var
að hjálpa honum en ég var sjúkraliða-
nemi á FSN. Ólöf var þá heimavinn-
andi og bakaði kost fyrir togarana í
Neskaupstað. Stóð hún og bakaði sín-
ar víðfrægu kleinur og flatbrauð.
Ýmsar aðrar tegundir voru nú bak-
aðar en bestar voru kleinurnar henn-
ar og flatbrauðið. Gerði hún ýmsar til-
raunir með það. Notaði fjallagrös og
ýmislegt annað og bað mann um að
smakka og segja sitt álit. Alltaf var
hún að og tók vel á móti öllum þrátt
fyrir mikið annríki. Eins var með
Svein, alltaf tilbúinn til þess að hjálpa
manni. Hann hafði harðan skráp en
þar fyrir innan var hann með stórt
hjarta. Bæði reyndust þau mér vel og
tóku stelpunum mínum, Halldóru
Kristínu og Guðnýju, opnum örmum
þegar þær komu til okkar Heiðars þá
6 og 3 ára. Síðan þegar Bjartur fædd-
ist hlupu þau undir bagga, orðin átt-
ræð og pössuðu hann tvisvar í viku í
1-2 klst. í senn. Mikið nutu þau þess
að við treystum þeim fyrir stráknum
þrátt fyrir háan aldur.
Mikill samgangur var við þau. Þeg-
ar þau gátu ekki lengur búið á Kvía-
bólsstígnum fluttu þau í kjallarann til
okkar Heiðars. Þá var auðvelt að
kíkja inn og hjálpa þeim þegar þau
þurftu á að halda. Ólöf hélt áfram að
baka flatbrauð á hellu fyrir utan úti-
dyrnar og Sveinn hjálpaði henni oft.
Ekki gat Sveinn hætt að sýsla og reif
hann staura sem þeir Heiðar, Þórður
og Björgvin færðu honum á bílaplan-
ið. Oft var getan meiri en viljinn og
fékk hann þá bara hjálp við að rífa
staurana. Mér þótti vænt um þau
bæði og voru þau mér mjög góð.
Þegar ég kom austur núna í byrjun
apríl til þess að fylgja Sveini til grafar
þá sagði Ólöf við mig að hún hefði vilj-
að fá að fara á undan Sveini. Hún vissi
vel að það myndi ekki líða langt þang-
að til hún fengi hvíldina líka.
Ég votta Heiðari og ættingjum
innilega samúð.
Þorbjörg Sigurðardóttir.
Fallin eru frá Ólöf Ólafsdóttir og
Sveinn Þórðarson með stuttu milli-
bili. Það er mikill sjónarsviptir af fólki
sem sett hefur svip sinn á samfélagið
svo lengi, en enginn er eilífur, þetta er
gangur lífsins.
Mig langar að leiðarlokum að
þakka þeim fyrir allar skemmtilegu
samverustundirnar sem við áttum
saman. Við spiluðum oft vist, og þá
var kátt á hjalla, mikið barið í borð og
hlegið, það var einstaklega gaman að
spila við þau, og gerðum við það
reglulega á tímabili. Ég vil líka þakka
fyrir allar veitingarnar sem maður
þáði, en á Kvíbólsstíg 1 var alltaf opið
hús og allir velkomnir, þau voru ein-
staklega gestrisin hjón og skemmti-
leg heim að sækja.
Hvílið í friði.
Sveinbjörn.
Fyrir okkur var Ólöf besta amma
sem hægt var að hugsa sér. Það var
alltaf yndislegt að koma í heimsókn
austur til ömmu og afa. Það var fátt
betra en að vakna á morgnana á Kvía-
bólsstíg og borða morgunmat á með-
an amma lagði kapal og afi hlustaði á
veðurfréttirnar. Amma bakaði dýr-
indis kleinur og flatkökur og maður
kom aldrei svangur úr heimsókn frá
þeim gömlu. Okkur eru minnisstæðar
margar stundir með ömmu. Til dæm-
is þegar við horfðum saman á Leið-
arljós, þegar við lágum allar í hjóna-
rúminu og hlustuðum á hljóðbækur
eða sátum í berjamó og sungum Und-
ir bláhimni.
Amma hafði stórt hjarta og hjá
henni mátti alltaf finna hlýju og gleði.
Hún hafði mikla trú á öllum sem
stóðu henni nær, vildi allt fyrir alla
gera og sá alltaf það besta í fólkinu í
kringum sig. Hún var fyrirmyndar
amma og fyrirmyndar manneskja
sem við munum ætíð líta upp til.
Með söknuði kveðjum við Ólöfu
ömmu okkar sem alltaf var okkur svo
góð.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
(Magnús K. Gíslason.)
Þorbjörg Helga, Þórey Ólöf og
Þórhildur Vala Þorgilsdætur.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð
6, Reykjavík - 5, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Akurgerði 39, 203-4458, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún
Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, miðvikudaginn 6.
maí 2009 kl. 10:00.
Ármúli 38, 221-3262, Reykjavík, þingl. eig.TGM ráðgjöf ehf,
gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Bakkastígur 5, 200-0277, Reykjavík, þingl. eig. Árni Jóhannesson,
gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Baldursgata 17, 200-7169, Reykjavík, þingl. eig. Máni ehf,
gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, miðvikudaginn 6.
maí 2009 kl. 10:00.
Barðastaðir 15, 223-5604, Reykjavík, þingl. eig. Oddný Margrét
Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Byko hf, Frjálsi fjárfestingarbankinn
hf, Glitnir banki hf, Johan Rönning hf og Kaupþing banki hf,
miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Bárugata 11, 200-1853, Reykjavík, þingl. eig. Gistihúsið Ísafold ehf,
gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Bergstaðastræti 11a, 200-5810, Reykjavík, þingl. eig. Bogart ehf,
gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Dvergaborgir 8, 222-5616, Reykjavík, þingl. eig. Árni Róbert Si-
gurðsson og Inga Lúthersdóttir, gerðarbeiðendur Innheimtustof-
nun sveitarfélaga, Íbúðalánasjóður, Sýslumaðurinn í Kópavogi og
Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Dyngjuvegur 3, 202-0004, Reykjavík, þingl. eig. Svak ehf,
gerðarbeiðandi NBI hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Einarsnes 42-42a, 202-9426, Reykjavík, þingl. eig. Anna Jóna
Karlsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Íbúðalánasjóður,
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Eskihlíð 10, 202-9737, Reykjavík, þingl. eig. Anton Pétursson,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Flétturimi 16, 204-0110, Reykjavík, þingl. eig. Agnes Ámundadóttir,
gerðarbeiðendur Flétturimi 16,húsfélag, Íbúðalánasjóður, Re-
ykjavíkurborg ogTryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. maí
2009 kl. 10:00.
Flugumýri 4, 208-3407, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stálsveipur ehf,
gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Hjaltabakki 22, 204-7859, Reykjavík, þingl. eig. Wanvisa Susee og
Halldór ÆgirTryggvason, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands
hf,aðalstöðv og Sparisjóður Reykjavíkur/nágr hf, miðvikudaginn 6.
maí 2009 kl. 10:00.
Hjarðarhagi 54, 202-7995, Reykjavík, þingl. eig. Stígrún Ása
Ásmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kaupþing banki
hf og Kreditkort hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Hraunbær 52, 204-4664, Reykjavík, þingl. eig. Geir Sigurðsson,
gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Hringbraut 119, 202-4678, Reykjavík, þingl. eig. Margrét
Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Dverghamrar ehf og Re-
ykjavíkurborg, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Hvassaleiti 12, 203-1677, Reykjavík, þingl. eig. Hermann Þór Her-
mannsson, gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, miðvikudaginn 6.
maí 2009 kl. 10:00.
Iðufell 4, 205-2529, Reykjavík, þingl. eig. Skúli Arnarsson og Ma
Theresa Noceja Bedia, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf,
miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Kleppsvegur 128, 201-8456, Reykjavík, þingl. eig. Óli Antonsson,
gerðarbeiðendur BYR sparisjóður,höfðust,farstýr, Íbúðalánasjóður
og Sparisjóður Reykjavíkur/nágr hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Meðalholt 3, 201-1453, Reykjavík, þingl. eig. Már Ívar Henrysson,
gerðarbeiðendur Avant hf, Húsasmiðjan hf, Reykjavíkurborg,
Síminn hf, Sýslumaðurinn á Blönduósi ogTryggingamiðstöðin hf,
miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Merkjateigur 5, 208-4093, Mosfellsbær, þingl. eig. Snorri
Halldórsson, gerðarbeiðendur Lýsing hf, Mosfellsbær og Nýi
Kaupþing banki hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Miklabraut 88, 203-0614, Reykjavík, þingl. eig. Alma Charlotte R
Róbertsdóttir og Þorlákur Hermannsson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Nönnufell 1, 205-2745, Reykjavík, þingl. eig. Olga Karen J
Símonardóttir, gerðarbeiðendur Nönnufell 1,húsfélag og
Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Prestbakki 15, 204-7010, Reykjavík, þingl. eig. Svala Guðbjörg
Jóhannesdóttir og Herbert Þ Guðmundsson, gerðarbeiðendur NBI
hf, Reykjavíkurborg og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn
6. maí 2009 kl. 10:00.
Samtún 28, 200-9556, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún
Snæbjörnsdóttir og Brynjar Carl Gestsson, gerðarbeiðandi Re-
ykjavíkurborg, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Samtún 28, 200-9557, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún
Snæbjörnsdóttir og Brynjar Carl Gestsson, gerðarbeiðandi Re-
ykjavíkurborg, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Seiðakvísl 10, 204-3431, Reykjavík, þingl. eig. Áslaug Skeggjadóttir
og Helgi Jóhannes Jónsson, gerðarbeiðandi Frjálsi
fjárfestingarbankinn hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Skúlagata 10, 200-3162, Reykjavík, þingl. eig. AB Vöruflutningar ehf,
gerðarbeiðendur BYR sparisjóður,höfðust,farstýr, Reykjavíkurborg,
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Sýslumaðurinn í Kópavogi og
Völundur,húsfélag, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Sólheimar 25, 202-1638, Reykjavík, þingl. eig. Íslensk tískuvika ehf,
gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Spóahólar 14, 204-9881, Reykjavík, þingl. eig. Páll Vignir
Magnússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lýsing hf,
miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Tunguháls 7, 204-4274, Reykjavík, þingl. eig. Ljósvirki ehf,
gerðarbeiðendur Betri flutningar ehf, Glitnir banki hf, Kaupþing
banki hf, Reykjavíkurborg, Set ehf,Tollstjóraembættið ogTrygginga-
miðstöðin hf, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Urðarstígur 8, 200-7468, Reykjavík, þingl. eig. Gunnlaugur V
Viðarsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv og
Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Vesturgata 20, 200-0450, Reykjavík, þingl. eig. Ragnhildur
Ásvaldsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf, miðvikudaginn 6.
maí 2009 kl. 10:00.
Vesturgata 52, 200-0299, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður I Sigur-
geirsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf,
miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 10:00.
Völvufell 17, 205-2212, Reykjavík, þingl. eig. Hús bakarans ehf,
gerðarbeiðandi Samtök iðnaðarins, miðvikudaginn 6. maí 2009 kl.
10:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
2. maí 2009.
Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeildar.
.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir
Grensásvegur 12, 201-5635, Reykjavík, þingl. eig. Fasteignafélagið
Stokkverk ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 6. maí
2009 kl. 14:00.
Háagerði 87, 203-5030, Reykjavík, þingl. eig. Marinó Ólason og Anna
Kristín Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg,
miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 14:30.
Krummahólar 8, 204-9612, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Gunnar H
Daníelsson, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, miðvikudaginn 6. maí
2009 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
2. maí 2009.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir
Bolholt 6, 201-2390, Reykjavík, þingl. eig. H.G. Meyer ehf,
gerðarbeiðandi Friðrik Björnsson, fimmtudaginn 7. maí 2009 kl. 14:15.
Bolholt 6, 201-2391, Reykjavík, þingl. eig. H.G. Meyer ehf,
gerðarbeiðandi Friðrik Björnsson, fimmtudaginn 7. maí 2009 kl. 14:00.
Meistaravellir 9, 202-5720, Reykjavík, þingl. eig. Ólöf Þorvaldsdóttir,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr hf, fimmtudaginn 7. maí
2009 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
2. maí 2009.
Nauðungarsala