Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 43

Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 43
Auðlesið efni 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Krían boðar vor-komu Morgunblaðið/Ómar Krían er komin í Bessa-staða-túnið, en nokkrir tugir fugla sáust þar fimmtudaginn 30. apríl. Þá sást til kríu í Leirvogi í Mosfellsbæ 29. apríl. Höfuð-borgar-búar líta gjarnan á kríuna sem tákn-mynd vorsins. Hún er nú fyrr á ferðinni á höfuð-borgar-svæðinu en oft áður, venju-lega kemur hún ekki fyrr en um 10. maí. Niður-staða Alþingis-kosninganna endur-speglar sterka vinstri-sveiflu í hinu pólitíska lands-lagi á Íslandi. Sam-fylkingin og Vinstri græn gátu fagnað góðum árangri á sama tíma og Sjálf-stæðis-flokkurinn beið sinn versta ó-sigur í sögunni. Sam-tals voru 27 nýir þing-menn kosnir á þing í alþingis-kosningunum nú, er það meiri endur-nýjun en var í síðustu kosningum. Aldrei áður hafa jafn-margir skilað auðu atkvæði í alþingis-kosningum og nú. Auðir seðlar voru 6.226 talsins eða 3,2% en ó-gildir seðlar reyndust 528 talsins eða 0,3%. Niður-staða Alþingis- kosninganna Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-ráð-herra, gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum sl. mánudag og gerði honum grein fyrir stöðu mála eftir alþingis-kosningarnar. Ólafur Ragnar sagði eftir við-ræður við Jóhönnu að engin þörf væri á því stjórn-skipulega, að setja tíma-mörk á það hvenær við-ræðum Sam-fylkingarinnar og Vinstri-hreyfingarinnar– græns fram-boðs um mynd- un nýrrar ríkis-stjórnar, skuli ljúka. Ólafur Ragnar sagði að minni-hluta-stjórnin, sem mynduð var í febrúar-byrjun, nyti nú stuðnings meiri- hluta Alþingis og þjóð- arinnar og væri nú full- burðug og sæti uns stjórn- ar-flokkarnir ákveði breyt- ingar á því. Jóhanna sagði að form- legar við-ræður flokkanna myndu hefjast og þeir myndu taka sér þann tíma sem þyrfti til að ná niður- stöðu. Stjórnar-myndunar-viðræður Morgunblaðið/Golli Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Fimmtán ára stúlka varð fyrir árás kyn-systra sinna í Heið-mörk síðast-liðinn miðviku-dag. Hún er með áverka í andliti en er ekki brotin. Að sögn lög-reglunnar hafði stúlkan farið upp í bíl með 6-7 aðeins eldri stúlkum sem hún kannaðist við. Þær tóku hana upp í Hlíðunum og fóru með hana upp í Heið-mörk. Þegar þangað var komið gengu tvær þeirra í skrokk á henni. Stúlkurnar hótuðu fórnar-lambinu líf-láti og heimtuðu 150 þúsund króna greiðslu. Stúlkan var skilin eftir illa útleikin við verslunar-mið-stöðina Fjörð í Hafnarfirði. Foreldrarnir fóru síðan með stúlkuna á slysa-deild þar sem læknir fór yfir áverka hennar. Í kjölfar þess fóru foreldrar stúlkunnar með hana til lög-reglunnar. Réðust á stúlku Nú styttist í söngva-keppni evrópskra sjón-varps-stöðva sem haldin verður í Moskvu 16. maí. Íslenski Evró-visjón-hópurinn heldur til Moskvu í dag, en þau keppa á fyrra kvöldi undan-úr-slita-keppninnar sem verður 12. maí. Seinni undan-úr-slit verða 14. maí. Jóhanna Guðrún og Evró-visjón-hópurinn keppa með lagið Is it true? (Er það satt?) eftir Óskar Pál Sveinsson. Bak-raddir syngja Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Friðrik Ómar. Morgunblaðið/Golli Styttist í Evró-visjón Fram-kvæmda-stjórn Evrópu-sam-bandsins segir, að ferða-menn ættu að varast að fara til þeirra svæða þar sem svína-flensa hefur komið upp. Flensan sem geisaði aðal-lega í Mexíkó og Banda-ríkjunum hefur nú borist til Spánar, en um er að ræða karl-mann, sem ný-lega var í Mexíkó. Íslenska land-læknis- embættið fylgist náið með út- breiðslu veirunnar. Aðstoðar-fram-kvæmda- stjóri hjá Alþjóða-heilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) telur ó- gerning að hindra frekari út- breiðslu svína-flensunnar og hvetur þjóðir heims þess í stað til að skerpa á við- brögðum sínum og draga úr á-hrifum flensunnar með öllu móti. Land-læknis-embættið hef- ur sett upp-lýsingar um svína- flensu á heima-síðu sína og kemur þar fram, að um sé að ræða bráða sýkingu í önd- unar-vegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánar- tíðnin sé lág í svínum og þau nái sér venjulega á 7-10 dög- um frá upp-hafi veikinda. Svínaflensa smitist venjulega ekki milli manna en ó- venjulegt sé, að flensan nú virðist smitast greið-lega manna á milli. Svína-flensa breiðist út Reuters Chelsea náði jafn-tefli gegn Barcelona, 0:0, síðast-liðinn þriðjudag í undan-úrslitum Meistara-deildar Evrópu. Síðari viður-eignin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku. Chelsea var reyndar hárs-breidd frá því að ná forystunni, þvert gegn gangi leiksins, undir lok fyrri hálf-leiks þegar Didier Drogba slapp einn gegn Victor Valdes sem varði frá honum í tví-gang. Barcelona sótti linnu-lítið í seinni hálf-leik og fékk tvö dauða-færi undir lok leiksins. Bojan Krkic skallaði yfir fyrir opnu marki og Cech varði frá Aliaksandr Hleb sem komst einn gegn honum í víta-teignum. Lið Manchester United bar sigur-orð af Arsenal í fyrri leik liðanna í undan-úrslitum Meistara-deildarinnar í knatt-spyrnu síðast-liðinn miðvikudag, 1:0. John O’Shea, varnar-maður Manchester, skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu og tryggði liðinu fyrsta sigur sinn á Arsenal í Meistara-deildinni, en í þeirri keppni höfðu liðin aldrei mæst fyrr. Liðin mætast svo aftur í næstu viku, 5. maí, og ræðst þá hvort liðið kemst í úrslita-leikinn sem fram fer 27. maí næst-komandi. Undanúrslit Meistara- deildar Evrópu Nemanja Vidic, Manchester United, (t.h.) og Emmanuel Adebayor, Ars- enal, (t.v.) eigast við. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.