Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 21
Myndlist 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is E kki er ofsögum sagt að gjörningaveður hafi gengið yfir landið í vetur. Norður á Hólmavík upp- lifði Einar Hákonarson nokkuð sem hann hefur ekki upplifað síðan hann var drengur – snjó. All- tént í einhverjum mæli. Við stöndum saman í nývígðu sýningarrými á Laugavegi 95 og virðum fyrir okkur myndir á fyrstu heildstæðu sýningu listmálarans sem máluð er alfarið á Hólmavík þar sem Einar hefur búið í rúm tvö ár. En það er ekki bara kuldi í þessum myndum, heldur líka hiti, verður mér að orði. „Blessaður vertu, það býr margt í snjón- um,“ segir málarinn og glottir – óræðu glotti. „Það sem er best á Hólmavík er þessi ró sem margir þekkja sem hafa verið úti á landi,“ heldur Einar áfram. „Ég get hlust- að á þögnina.“ Því fer þó fjarri að riddari málverksins sé dottinn úr söðlinum. „Ég fer að sigla inn í það að verða talinn einn af eldri listamönnum þjóð- arinnar,“ segir hann sposkur en er fljótur að bæta við að sér líði hreint ekki illa með það. „Ég hef fullt starfs- þrek og fyrsta tilfinningin þegar ég vakna á morgnana er tilhlökkun. Ég get ekki beðið eftir að munda pens- ilinn. Það er ekki fyrr en ég fer að endurtaka mig að ég fer að íhuga að hætta.“ Byggjandi fram á grafarbakkann Framkvæmdagleðin hefur heldur ekki yfirgefið hann. „Nú er ég að byggja hundrað fermetra vinnustofu á Hólmavík. Ég verð byggjandi fram á grafarbakkann. Þetta verður fín- asta aðstaða og kannski verður henni breytt í menningarmiðstöð eftir minn dag eins og í Hveragerði,“ segir Ein- ar og nú getur hann ekki stillt sig um að skella upp úr. Einar lifir eins og blómi í eggi fyrir norðan. „Það er mikil vakning á Hólmavík, ekki síst í menningarlífinu, svo sem Galdrasafnið og Sögusetrið gefa til kynna. Nú hafa menn líka áhuga á því að fá Byggðasafnið á Reykjum í Hrútafirði til Hólmavíkur. Það myndi lyfta staðnum enn frekar.“ Einar hefur á umliðnum misserum varað ítrekað við óhófi og græðgi í þjóðfélaginu – í máli og myndum. „Það hlaut að koma að því að bólan spryngi. Ég dvaldist um hálfsárs skeið í Prag fyrir nokkrum árum og þar rann upp fyrir mér hvað allar öfgastefnur fara illa með þjóðir. Gild- ir þá einu hvort þær heita komm- únismi eða kapítalismi. Undanfarin ár höfum við búið í ómanneskjulegu samfélagi þar sem frjálshyggjan var hið eyðandi afl.“ Æðsta markmið mannsins En gert er gert og Einar segir brýnasta verkefnið nú að byggja upp. Hann yrkir öðrum þræði um ástandið á sýningunni, einkum í verkunum „Máltíðin“ og „Sá yðar sem syndlaus er“. „Við verðum að passa okkur að dæma ekki of hart, ekki síst í ljósi þess að öll þjóðin tók þátt í veislunni. Hatrið er mann- skemmandi og nú er stund fyrirgefning- arinnar runnin upp. Ég verð örugglega stimplaður argasti aft- urhaldskall en listin er og verður æðsta markmið mannsins – fyrir utan trúna. List- in er tilraun manns- andans til að tjá sig. Þýski expressjónist- inn Max Beckmann orðaði þetta mjög skemmtilega þegar hann sagði eitthvað á þá leið að hann reyndi að mála lífið eins og það kæmi honum fyrir sjónir, þrívíða veröld á tvívíðan flöt. Og tækist honum vel upp fengi hann innsýn í fjórðu víddina.“ Það var ekki bara efnahagskerfið sem hrundi síðastliðið haust heldur tók það, að dómi Einars, kons- eptlistina niður með sér í fallinu. „Konseptlistin var sönn list að því leyti að hún endurspeglaði ástandið í þjóðfélaginu – bara yfirborð, ekkert innihald. Þetta voru nýju fötin keis- arans. Það er eins með listina og sam- félagið, hún verður ekki byggð upp nema á gömlum og góðum gildum. Hvers vegna heldurðu að fígúratífa málverkið fari nú ljósum logum um Evrópu?“ Einar hefur raunar ítrekað bent á, að konseptlistin eigi meira skylt við vísindi en myndlist. „Þess vegna vildu menn háskólavæða myndlistarnám og setja á það allskonar titla og gráður. Það geta engar gráður sagt til um það hvenær listamaður verður listamað- ur. Það er synd hvernig komið er fyrir listmenntun á hærri stigum.“ Almættið alltaf séð fyrir mér Það er hart í ári og Einar við- urkennir að listamenn fari ekki var- hluta af því. „Ég hef raunar aldrei selt mjög mikið. Mér til ánægju fóru að vísu að seljast eftir mig verk í Þýska- landi og Bandaríkjunum fyrir fáein- um misserum. Einhvern veginn hefur almættið alltaf séð fyrir mér án þess að ég hafi fengið listamannalaun síð- astliðna áratugi.“ Þar komum við inn á svið sem Ein- ar hefur sterkar skoðanir á. Að hans áliti er sjálfsagt að opinberir aðilar styði við listir en listamannalaun séu úrelt fyrirkomulag, nær væri að hafa listaverkakaup frádráttarbær frá skatti, til að hvetja kaupendur, og skapa listamönnum aðstæður til að halda sýningar. „Það myndi uppræta allar klíkumyndanir. Það vitlausasta sem var gert var að setja þetta launa- kerfi í hendurnar á listamönnunum sjálfum. Ég hef aldrei séð lista- mannalaun búa til betri list. Þegar ég var ungur var ég svo barnalegur að trúa því að list snerist ekki um pen- inga. Það var rangt. Þetta snýst allt um peninga.“ Sýningin er opin frá kl. 14-18. Morgunbalðið/RAX Vígreifur Fígúran er sem fyrr í forgrunni hjá Einari Hákonarsyni sem stendur hér milli verka sem hann kallar „Máltíðin“ og „Mæðgur“. Opið er til 10. maí. Hlustað á þögnina Einar Hákonarson list- málari varaði ítrekað við óhófi og græðgi í íslensku þjóðfélagi – í máli og myndum. Nú þegar veislunni er lok- ið segir hann fingra- bendingar og hatur ekki þjóna neinum til- gangi. Þvert á móti beri að leggja áherslu á uppbyggingu. Hann sýnir nú 40 glæný mál- verk á Laugavegi 95. ‘‘LISTIN ER OGVERÐUR ÆÐSTAMARKMIÐMANNSINS – FYR- IR UTAN TRÚNA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.