Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 19

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur: „Það er eitt og hálft ár á milli okkar og ég man ekkert líf án henn- ar. Foreldrar okkar fluttu til Belgíu, þegar ég var 2 ½ árs og þar fórum við í franskan skóla. Þá var það bara við tvö, við vorum saman öllum stundum. Þá réð hún ferðinni anzi oft í krafti síns aldurs; ég var til dæmis mikið í dúkkuleik bara af því að hún vildi það. Svo fórum við í hljómsveitarleiki; ég var Lennon og hún MacCartney og þegar við fórum í ABBA, þá var ég sú ljóshærða og hún þessi dökka. Við áttum okkar góðu stundir og vorum miklir vinir. En svo rifumst við auðvitað og slóg- umst inn á milli eins og systkina er siður. Einu sinni náði hún meira að segja að rota mig. Hún var hörð í horn að taka.“ Skutlaði sér í þrígang undir rána „Við erum það nálægt hvort öðru í aldri að við blönduðumst hvort inn í annars vinahóp í Breiðholtinu. Hjá mér var fótboltinn númer eitt, tvö og þrjú. Hún fékk líka fótbolta í vöggu- gjöf og spilaði eitthvað hjá Fylki, en hún var reikulli í rásinni en ég og fór í svo margt annað; djassballett, frjálsar, badminton og borðtennis. Hún taldi sig geta orðið bezta í öllu. Einu sinni tók hún þátt í Íslandsmóti í frjálsum íþróttum og keppti í há- stökki eftir eina æfingu. Ég tók strætó niður í Laugardal til að sjá systur mína slá í gegn. Svo kom há- stökkið og það er skemmst frá því að segja að í þrígang skutlaði hún sér undir rána án þess að fella. Þar með lauk ferli hennar í frjálsum íþrótt- um. Svo tók námið og lífið við. Hún systir mín er gríðarlega sanngjörn manneskja, hún er sérstaklega sam- félagslega meðvituð og lætur sér annt um þá sem minna mega sín. Þessir eiginleikar lita hennar lífs- skoðanir. Hún má ekkert aumt sjá. Í mörg ár vann hún á elliheimilinu Grund og hefur látið sér umhugað um mál eldra fólksins síðan. Hún er meinfyndin og hefur húm- or fyrir sjálfri sér. Ég held henni finnist hún vera hálfgerður lúði, sem hún auðvitað er alls ekki.“ Gerir sér far um að vera ósammála „Samband okkar núna er bæði mikið og gott. Þegar ég var að spila í útlöndum; Bretlandi, Noregi og Sví- þjóð heimsótti hún okkur oft og þá áttum við gæðafjölskyldutíma sam- an. Hún kom líka á alla landsleiki sem ég spilaði hér heima, en eftir að ég kom heim held ég að það hafi heldur dregið úr ferðum hennar á völlinn. Samgangurinn er líka svolít- ið annar; nú erum við nær hvort öðru, en um leið á valdi þessa hraða sem einkennir íslenzkt samfélag. En við erum áfram góðir vinir og það eru heilmikil samskipti milli fjöl- skyldnanna. Við búum bæði í Vest- urbænum, eigum börn á svipuðum aldri og þau eru góðir vinir. Við Margrét ræðum heilmikið saman, tökum stöðu mála vítt og breitt og leitum ráða hvort hjá öðru um þessi hversdagslegu málefni, hún er mjög ráðagóð og líka þegar stærri mál eru á dagskrá. Það er bæði gaman og fróðlegt að ræða við hana um dægurmálin því hún hefur mikla innsýn í íslenzkt samfélag út á starf sitt. En það er eitt sem hún hefur tamið sér þegar við ræðum pólitík eða annað; hún gerir sér allt- af far um að vera ósammála mér, en með því að vera á móti mínum skoð- unum opnar hún mér víðari sjón- deildarhring en ég annars hefði. Eins var þetta með tónlistina hér áður fyrr. Hún hafði afskaplega breiðan tónlistarsmekk og ég lærði af henni að meta hitt og þetta. Mér fannst ég flottur með safnspólu frá henni því þá gat ég montað mig af því að hafa góðan tónlistarsmekk.“ Hún er svo rosalega hrein og bein „Stríðin? Ekki lengur! Hún lagði alla stríðni af þegar hún hætti að geta tuskast með mig. Ég tók nefni- lega allri stríðni afskaplega illa. Ég er ákaflega stoltur af henni systur minni. Hún er sannur sjón- varpsmaður og frábær fréttamaður. Hvað ég met mest í hennar fari? Hvað hún er rosalega hrein og bein. Hins vegar er stundum svolítið stressandi að vera nálægt henni. Hún gerir allt svo hratt, hún talar svo hratt. Þegar við vorum lítil áttum við að vaska upp og þurrka eftir máltíðir. Það urðu stundum smámálfundir um það, hvort okkar ætti að þvo og hvort þurrka. Hún sagði að ég væri svo seinn að þvo að hún héngi lengi verklaus með viskustykkið milli diska. Betra væri að hún þvæði, þá gæti hún farið og gert eitthvað ann- að meðan ég kláraði að þurrka. Tempóið er svo gríðarlegt hjá henni. Ég verð alltaf hálfveikur í bíl hjá henni. Það er ekkert grín að lenda í svona tempói! En hún er afskaplega hlý og góð systir og mér finnst ég ríkur að eiga hana að.“ Með gríðar- legt tempó ‘‘SVO KOM HÁSTÖKKIÐOG ÞAÐ ER SKEMMSTFRÁ ÞVÍ AÐ SEGJA AÐ ÍÞRÍGANG SKUTLAÐI HÚN SÉR UNDIR RÁNA ÁN ÞESS AÐ FELLA. ÞAR MEÐ LAUK FERLI HENN- AR Í FRJÁLSUM. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og í síma 411 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.