Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 24
24 Myndaalbúmið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Í blómahafi 1953
Stjórnmálafræðinemin
n
Með gömlum skólafélögum úr Kennaraskólanum Á sumarhátíð við
Hvaleyrarvatn 1987 í tilefni af fertugsafmæli Sveins Guðjónssonar, f.v.
afmælisbarnið, Helgi Viborg, ég og Jón Ársæll Þórðarson, fjórir af 10
orðuhöfum Siglinganefndar SKÍ.
Brullaupsmynd af Ólafi og frú Hjördísi Smith.
Með afa Ólafur Þ. Kristjáns-
son, skólastjóri í Hafnarfirði,
með nafna sinn og fyrsta
barnabarnið.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn-málafræði og forseti félagsvísindasviðsHáskóla Íslands, fæddist 12. desember 1951.
Hann ólst upp í Hafnarfirði og er harður FH-ingur
en bjó um skeið á Hjalteyri í Eyjafirði og Ólafsvík.
Hann tók landspróf úr Flensborg og útskrifaðist
úr Kennaraskólanum 1971. Hann starfaði svo við
kennslu og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ.
Hann stundaði framhaldsnám í stjórnmálafræði
við London School of Economics and Political
Science (LSE) og lauk MSc-prófi þaðan 1979 og
doktorsprófi 1994.
Ólafur hóf störf við HÍ 1980 og hefur starfað þar
síðan við kennslu og rannsóknir.
Hann skrifaði bókina Parties and Voters in
Iceland, sem kom út 1995, og fjallar m.a. um
kosningahegðun fólks í samanburði við önnur lönd.
Þá hefur hann skrifað fjölda greina og bókakafla
á erlendum og innlendum vettvangi og jafnframt
verið einn helsti stjórnmálaskýrandi þjóðarinnar í
kosningum undanfarin ár.
Ólafur er kvæntur Hjördísi Smith (f. 1953),
lækni, og á tvær dætur, Sigrúnu (f. 1974) og
Ásthildi Hönnu (f. 1994).
Ólafur Þ.
Harðarson
1994
Útskriftarhátíð Í Indiana University, Bloomington
vorið 2007 með frú Hjördísi og dætrum mínum
báðum, Ásthildi Hönnu og nýbrautskráðri doktor
Sigrúnu, sem nú er lektor við Boston University.
Ráðstefna Með nestor norsku kosningarannsóknanna, prófessor Henry
Valen, á norrænu stjórnmálafræðingaráðstefnunni í Helsinki 1996.
Á Ströndum 1993 Með prófessor Gunnari Helga
Kristinssyni og svilanum Guðjóni Magnússyni.
Tilhugalífið Með frú Hjördísi í tilhuga-
lífinu í Ann Arbor, Michigan 1989.
Afmæli Fertugur 12. desember 1991. Æsku-
vinurinn Magnús Jón Árnason, kommúnistaforingi
í Hafnarfirði, var veislustjóri.
Leikarinn „Nóttin er eins og mjólk,
Barblin...“ Ég lék gyðingadrenginn
Andra í Andorra eftir Max Frisch
með Leikfélagi Hornafjarðar eftir
jólin 1971.
Með yngri dótturinni Raulað fyrir
Ásthildi, dóttur mína, nýfædda 1994.
Fjölskyldan Foreldrar mínir, Ásthildur Ólafsdóttir og
Hörður Zóphaníasson, með fjögur elstu börnin af sjö, mig,
Tryggva, Ragnhildi og Sigrúnu.
Ungur ræðumaður
Í London School of Economics and
Political Science á áttunda áratugnum.