Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga
ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið
verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast
húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Drepur fótsveppinn
- þarf aðeins að bera á einu sinni
Hef opnað aðstöðu í
Vesturturni Glæsibæjar
4.hæð, Álfheimum 74
Jónas Geirsson tannlæknir, MS
Sérgrein: Tannlýtalækningar,
tannfyllingar og tannsjúkdómafræði
Tímapantanir
í síma: 561 3130
Þetta er bara æði,
rosalega gaman. Þeir
eru allir æðislegir, það
er skemmtilegur mór-
all og rosalega fínt að
hanga með þeim.
Stefanía Svavarsdóttir,
16 ára nemandi MH og nýráðin söngkona
Stuðmanna.
Miðað við það sem vinir mínir hafa
sagt mér þá virðist sem fasisminn sé
að taka völdin aftur á Ítalíu.
Thomas Lindenberg frá Ítalíu, sem hefur
verið hér skiptinemi á vegum AFS-
skiptinemasamtakanna.
Okkar tími er kominn.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,
á kosningavöku Samfylkingarinnar.
Við tökum okkur þann tíma sem þarf.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra,
um stjórnarmyndunarviðræður Samfylk-
ingarinnar og VG.
Flokkurinn er dottinn út af þingi og er
ekki í sömu stöðu og hann var. Hvorki
fjárhagslega né sem talsmaður á op-
inberum vettvangi á þinginu. Það er
þó ekki það sama og að menn verði
mállausir eða missi niður pennann. Nú
gefst meira að segja meiri tími til
þess.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins.
Stjórnendur nýju bankanna sögðu að
Seðlabankinn væri allt of gamaldags
og ekki ætti að hlusta á menn þar.
Ríkisstjórnin ákvað að hlusta á þá,
ekki okkur.
Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður
stjórnar Seðlabankans, í viðtali við
breska blaðið Daily Telegraph.
Við hringdum meira að segja til að
kjörstjórnin þar yrði örugglega búin að
jafna sig á hlátursköstunum þegar við
kæmum.
Bjarni Einarsson á Tröðum, einn þriggja
kjörstjórnarmanna í Staðarsveit, sem
sjálfir voru næstum búnir að gleyma að
kjósa.
Ég bið þær konur og börn, sem brotið
hefur verið á af hálfu starfsmanna og
þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri
þjáningu og sársauka sem þau hafa
liðið.
Karl Sigurbjörnsson biskup í setning-
arræðu við upphaf Prestastefnu Íslands.
Sænski ráðherrann vildi líka stökkva
upp í vagn sigurvegaranna og við
sögðum nei.
Embættismaður í utanríkisráðuneyti Sri
Lanka, en ríkisstjórn landsins meinaði
Carl Bildt að ferðast til landsins með
utanríkisráðherrum tveggja annarra landa
Evrópusambandsins.
En það er fjarri undirrituðum að gef-
ast upp og nú vil ég ítreka fyrra boð
og bæti um betur og býðst til að leið-
beina ríkisstjórninni endurgjaldslaust
um hvernig stórbæta má ákvörð-
unartöku til hagsbóta fyrir þjóðina.
Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræð-
ingur og lektor við Tækni- og verk-
fræðideild HR, í grein í Morgunblaðinu.
Það var hlegið að þessari hugmynd og
m.a. nefnt að sumir viðskiptavinir
hringja á undan sér til að spyrja hvort
ekki sé örugglega laust stæði fyrir
framan búðina.
Pálmi Freyr Randversson um viðbrögð
kaupmanna við Laugaveginn þegar hann
kynnti hugmynd, sem hann setti fram í
meistararitgerð í skipulagshönnun og
gekk út á bætt hjólastígakerfi í borginni.
Frá sjónarhóli veirunnar er þetta millj-
ónasafn af mönnum og dýrum eins og
veisluborð í samanburði við þá tíma er
fólkið var færra og dreifðara.
Bandaríski sagnfræðingurinn William
McNeill, sem hefur skrifað mikið um
sögu læknisfræðinnar, um aðstæður í
borgum eins og Mexíkóborg, Lagos og
Kalkútta.
Ummæli
’
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Stuðmaðurinn Stefanía Nýráðin söngkona hljómsveitar allra landsmanna.
@Fréttirá SMS