Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 15

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 skyldur draga fram lífið með því að flokka rusl á ruslahaugum. Þar sáum við börn, sem höfðu misst allan lífsneista. Lítill drengur, sem ég hélt að væri 8 eða 9 ára, reyndist vera 13 ára. Hann var vannærður og hafði í mörg ár gengið um í eitrinu á sorp- haugunum, sem hafði hindrað vöxt hans mjög. Og grimmdin er gríð- arleg. Ég sá litla drengi, 4-5 ára, berjast um sorp með hnefunum upp á líf og dauða. Kona, sem við töl- uðum við, sagði að bestu dagar sem hún upplifði væri þegar fjölskylda hennar færi södd frá matarborðinu. En hún mundi ekki hvenær það hafði gerst síðast.“ Veðskuld borguð með barni Í þessari sáru fátækt veðjar fólk um hvað sem er. „Fólk veðjar um hvor bíllinn stöðvi framar á ljósum eða hvor kakkalakkinn hlaupi hrað- ar. Sumir verða stórskuldugir og þá selja þeir börnin sín. Börnin eru stundum hjá þriðju eða fjórðu „for- eldrum“ af því að þau hafa verið sett svo oft upp í skuldir.“ Eiríkur segir að löggjöf sem banni vændi eða kaup á vændi hafi ekkert að segja. „Í boðorðunum tíu, sem eru grundvallarlög í siðferði okkar, er bannað að drýgja hór. Það bann eitt og sér dugar ekki og lagabók- stafur mannanna gerir það heldur ekki. Vandamálið er félagslegt og það verður að berjast við það á fé- lagslegum grunni. Við erum ein rík- asta þjóð í heimi og eigum að geta upprætt vandamálið með fjárstuðn- ingi við þær konur sem leiðast út í vændi. Við erum velferðarþjóðfélag. Hvers vegna látum við ekki fórn- arlömbin njóta velferðarinnar í stað þess að einangra þau og gera enn af- skiptari? Viðhorfsbreyting er það sem gildir. Sér í lagi hjá karl- mönnum. Það sem við gerum er að sýna fólki fram á að verðmæti barnanna felist í að mennta þau. Að barnið þeirra geti þannig lært að vinna fyrir sér á annan hátt en með vændi og sé ekki lengur ógnað af of- beldi eða alvarlegum sjúkdómum. Fjölskyldur geta fengið örlán, sem duga fyrir kú, svíni eða hænsnum og þannig fengið grundvöll til að afla sér lífsviðurværis.“ Lánin eru fyrst og fremst veitt konum. „Þegar karlar á Vest- urlöndum eignast peninga kaupa þeir jeppa. Þegar karlar í Kambódíu eignast peninga kaupa þeir skelli- nöðru. Konurnar fjárfesta hins veg- ar í einhverju sem kemur fjölskyld- unni til góða. Þær setja til dæmis upp litlar verslanir.“ Eiríkur tekur dæmi af konu, sem fékk lága, íslenska upphæð sem dugði fyrir kú. „Konan hafði slasast. Hár hennar festist í þreskivél og hún missti höfuðleðrið að hluta. Enginn karl vildi kvænast henni og hennar beið sár fátækt. Hún átti eitt barn og kýrin gerði henni kleift að senda barnið sitt í skóla og þannig gátu þau brotist út úr fátæktinni.“ Konurnar borga Örlánin greiðir fólk til baka þegar það getur. „Konur eru sérstaklega skilvísar. Þegar þær hafa borgað fyrstu lánin upp eiga þær möguleika á öðru láni og geta þannig stækkað litla fyrirtækið sitt eða keypt meira land til að rækta upp. Oft þarf ekki mikið til að tryggja afkomu fjöl- skyldunnar. Eitt kókostré getur skipt sköpum á regntímabilinu, þeg- ar allt er á floti í tvo mánuði. Þá get- ur fjölskyldan fengið næringu, sem byðist ekki ella.“ Íslendingar geta orðið að liði. „Vissulega er kreppa hér, en við bú- um samt við allsnægtir. Tvö þúsund krónur duga fyrir skólagöngu tveggja barna í Kambódíu í heilt ár. Tíu þúsund krónur tryggja 20 kon- um lestrar- og skriftarkennslu. Þetta eru upphæðir, sem við setjum hugsunarlaust í pitsu og kók.“ Á haugunum Margir flokka sorp á haugunum og hirða þar hverja æta ögn. Rotturnar, sem keppa við mannfólkið um matarleifarnar, eru veiddar til átu. og pitsu Hungur Bestu dagarnir eru þegar allir fara saddir frá matarborðinu, sagði þessi kona á sorphaugunum, en mundi ekki hvenær það hafði gerst síðast. TENGLAR .............................................. Heimasíða Hjálparsamtaka aðventista er www.adra.is TB W A \R EY KJ A VÍ K \ SÍ A 09 45 47 Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. júní 2009. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2009. Skráning fer fram á netinu (www.hi.is). Staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini skal komið til skrifstofu læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík, ekki síðar en 20. maí 2009. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til skrifstofu læknadeildar ekki síðar en 20. maí 2009 um að stúdentsprófi verði lokið áður en kemur að inntökuprófinu. Þegar inntöku- prófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um próf- spurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands, www.laeknadeild.hi.is Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próf- lotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur auka- stöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2009 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í lækna- deild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í lækna- deild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Inntökupróf í læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Almennur íbúafundur í Borgarnesi Kynning á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008-2020 og umhverfisskýrslu Vinna við nýtt aðalskipulag hefur staðið yfir í tæp tvö ár en er nú senn á lokastigi. Á síðustu kynningarfundum sem nú eru orðnir fjórir talsins, hefur áhersla verið lögð á landnotkun dreifbýlisins en á þessum fundi verður skipulag Borgarness sérstaklega til umfjöllunar ásamt umhverfisskýrslu aðalskipulagstillögunnar. Aðalskipulagstillöguna ásamt fylgigögnum má finna á heimasíðu Landlína, www.landlinur.is. Gögnin verða jafnframt til sýnis á fundarstað en húsið er opnað kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar, þriðjudaginn 5. maí n.k. og hefst kl. 20:00. Kaffiveitingar – allir velkomnir. Borgarbyggð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.