Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 37

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 37
Umræðan 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Í KJÖLFAR hins alvarlega hruns sem efnahagskerfi okkar hefur lent í, og er að fara í gegnum, hafa heyrst raddir um nauðsyn þess að byggja samfélag og fyrirtæki upp frá grunni á nýjum gild- um. Mikið er rætt um að viðskiptasiðferði hafi verið ábótavant og gróðahyggjan ein hafi verið við stjórnvölinn. Hvort þetta er satt og rétt skal hér látið liggja milli hluta en þó er margt sem bendir til að íslenskt samfélag þurfi að hugsa gildi sín uppá nýtt. Þessu til stuðnings má nefna rannsókn sem Richard Barrett gerði hér- lendis vorið 2008 á gildum Íslend- inga. Niðurstöður hans sýndu að þau gildi sem Íslendingar vilja standa fyrir eru allt önnur en þau sem Íslendingar telja að séu við lýði í samfélaginu. Óhætt er að tala um hrópandi mótsögn í þessu samhengi og sú mynd sem Íslend- ingar draga upp af samfélags- gildum er hreint ekki hugguleg en þar fara hátt efnisleg gildi, for- réttindahyggja, spilling, sóun auð- linda og skammsýni. Þau gildi sem Íslendingar hinsvegar vilja sjá eru meðal annars ábyrgð, fjölskyldan, atvinnumöguleikar, bjartsýni, heiðarleiki og samfélagsleg ábyrgð. Þetta misræmi verður ekki skýrt með því að benda á ein- hvern einn hóp manna, til að svona megi fara þurfa fleiri að leggjast á árar. Íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir því að þurfa að end- urskipuleggja, hagræða, endur- hugsa og í sumum tilfellum reisa úr rústum. Það er umhugsunar- efni með hvaða hætti við gerum það. Á hvaða grunni byggjum við slíka endurreisn? Það er vert að huga að samhljómi atvinnulífs og hins vinnandi Íslendings og hafa að einhverju leyti sem veganesti við endurreisnina þau gildi sem Íslendingar vilja standa fyrir. Hugur og hönd þurfa að starfa saman, við þurfum öll að koma að verkinu. Það eru ekki ný sannindi að fyr- irtækjum sem setja sér gildi sem ganga fyrir kröfunni um hagnað vegni betur en þeim fyrirtækjum sem ekki setja sér slík leiðarljós. Þetta hefur verið sýnt fram á í rannsóknum og má nefna áhugaverðar bækur eftir Jim Coll- ins og Jerry I. Por- ras, Built to Last (1994) og Good to Great (2001). Þar greina höfundar frá metnaðarfullum rannsóknum sínum á langlífum og árangurs- ríkum fyrirtækjum og stjórn- endum þeirra. Niðurstöðurnar kristallast í því að til að skapa slíkt fyrirtæki þarf það að hafa hjarta sem slær, einhvern æðri til- gang sem gefur næringu til góðra verka og árangurs. Það er ekki nóg að skapa fyrirtæki sem hefur það markmið að hámarka hagnað hluthafa, jafnvel þó mikilvægt sé. Niðurstöðurnar segja okkur líka að stjórnandi fyrirtækisins þarf að hafa ákveðna eiginleika svo tryggja megi farsæld. Hann þarf að vera harðduglegur, heiðarlegur, árangursdrifinn og hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig sem mann- eskju í þjónustu vinnustaðar, sam- starfsmanna og jafnvel samfélags. Það má benda á að þessi mynd af stjórnanda passar vel við líkanið um Þjónandi forystu (servant leadership) sem gengur út á að stjórnandinn og reyndar starfs- menn allir séu fyrst og fremst hver annars þjónar og vinnustaðar síns. Það er áleitin hugsun hvort slík afstaða væri ekki íslensku við- skiptalífi og samfélagi ákaflega gagnleg núna í þeim erfiðleikum sem steðja að. Samkvæmt niðurstöðum Collins og Porras eru fyrirtæki þar sem gildi og framtíðarsýn eru höfð að leiðarljósi einfaldlega mun árang- ursríkari en önnur. Þegar upp er staðið vegnar þeim betur en þeim fyrirtækjum sem eru meira hagn- aðardrifin. Þetta er staðfest í fleiri rannsóknum, meðal annars rann- sóknum Richards Barretts sem rannsakaði gildi Íslendinga. Hann segir í bók sinni Building a Valu- es-Driven Organization. A Whole System Approach to Cultural Transformation (2006) að til að byggja upp gilda-drifið fyrirtæki með framtíðarsýn þurfi þrennt að koma til. Í fyrsta lagi verða stjórnendur að tileinka sér gildin, verða holdgervingar gildanna. Í öðru lagi þurfa sýnin og gildin að vera áhrifavaldar í allri ákvarð- anatöku og endurspeglast í ferl- um, kerfum og öðrum hliðum formgerðarinnar. Svo sem ráðn- ingum, stjórnendaþjálfun, nýliða- móttöku, reglum um stöðuhækk- anir og öllu verk- og vinnulagi. Í þriðja lagi þarf reglulega að meta menningarþætti og fylgjast með hvort verið sé að halda stefnu. Samkvæmt Collins og Porras er ástæða velgengni gilda-drifinna fyrirtækja sú að gildi og æðri til- gangur eru sterkari hvatar til ár- angurs en hagnaðarvon. Þau veita starfsfólki meiri innblástur en ella. Einnig að slík fyrirtæki taki yfirvegaðri ákvarðanir og freistist síður til skammsýnna aðgerða. Gildi og tilgangur virki þannig sem vitinn í myrkrinu sem beinir rétta leið þegar erfiðleikar steðji að eða freistingar verði í vegi. Hvorki tilgangur né gildi verða hirt upp eftir hentugleika, þau verða að spretta frá hjartanu þar sem spurningunum; Hver er til- gangur okkar? og Fyrir hvað vilj- um við standa? er svarað af ein- lægni og festu. Skipulagsheildin öll, menn og mýs, þurfa síðan að lifa gildin þar sem tilgangurinn varðar veginn. Uppbygging samfélags í sátt og árangursrík fyrirtæki og stofnanir eru þau verkefni sem blasa við. Erum við tilbúin í slaginn? Horft til framtíðar – erum við tilbúin í slaginn? Eftir Þórhildi Þórhallsdóttur » Við vorum að gera fullt af góðum hlut- um „fyrir hrun“. Þó vantaði eitthvað og því fór sem fór. Eitt af því sem á skorti voru góð gildi. Því má breyta. Þórhildur Þórhallsdóttir Höfundur er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. HINN 17. apríl sl. birtist grein hér í blaðinu, sem þrír bæj- arstjórar skrifa, undir fyrirsögninni „Vinstri flokkarnir lofa að reka sjávarútveginn í gjald- þrot“ Þessa grein skrifa bæjarstjórarnir í Vestmannaeyjum, Ísafjarðarbæ og Snæ- fellsbæ. Þeir segja í grein sinni að 5% af þjóðinni búi á þessum stöðum, en með elju, útsjón- arsemi og óþrjótandi trú á sjávar- útveginum hafi íbúum þessara svæða tekist að eignast 30% af afla- heimildum Íslendinga. Megnið af þessum verðmætum hafi fyrirtæki og einstaklingar keypt. Nú ætli vinstri flokkarnir að taka þessa eign af þeim sem keyptu og setja þá þar með á hausinn. Þeir spyrja einnig í greininni: Á að taka aflaheimildir af afkomendum? Bæði er þetta rangt og villandi hjá þessum bæjarstjórum, það hefur enginn flokkur fullyrt að taka þessar aflaheimildir af þessum sjáv- arbæjum. Það sem höfundar kalla feigðarflan er sú stefna Samfylking- arinnar og VG að innkalla allar afla- heimildir á 20 árum, sem þýðir 5% á ári. Í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða stendur að allar aflaheim- ildir séu sameign íslensku þjóð- arinnar. Þannig að það vekur undr- un mína að fullyrða að þessar sjávarbyggðir eigi og hafi keypt 30% af aflaheimildum Íslendinga og ég bara spyr: Af hverjum voru þessar aflaheimildir keyptar? Þær voru örugglega ekki keyptar af eigand- anum, sem er íslenska þjóðin. Hafi einhver verið svo vitlaus að greiða einhverjum aðila stórfé fyrir afla- heimildir sem viðkomandi átti ekki situr kaupandinn uppi með sitt tap. Nú berast þau tíðindi frá Hafró að þorskstofninn sé allur að koma til og sterkir árgangar komi inn í veiðina á næstu árum, sem eykur líkurnar á auknum þorskkvóta. Það eru því ekki sterkar útgerðir sem fara lóð- rétt á hausinn við 5% innköllun á aflaheimildum. Frá því hefur verið skýrt að samfara innköllun auðlind- anna verði stofnaður Auðlindasjóður og í hann renni leigutekjur af afla- heimildum, sem verði notaðar til að greiða skuldir sjávarútvegs- ins, sem munu vera 500-600 milljarðar. Það hefur einnig verið skýrt frá því að þegar kemur að því að úthluta þeim veiðiheimildum sem ríkið innkallar fari þriðji hlutinn til þeirra sem nú þegar eru í út- gerð, einn þriðji til byggðarlaga sem hafa farið illa út úr núverandi kerfi, einn þriðji verði síðan boðinn upp á frjáls- um markaði. Við leigu á frjálsa markaðnum hefur útgerð sem er í rekstri visst forskot, þar sem þeir eiga bæði skip og hafa sjómenn til að stunda fiskveiðar. Einnig opnast þarna leið fyrir nýja aðila til að kom- ast inn í greinina. Nýliðun er nauð- synleg í öllum atvinnugreinum, en núverandi kerfi gerir nýliðun ófram- kvæmanlega nema í gegnum erfðir. Ég vil benda á að þegar núverandi kerfi var sett á var til smá glufa í kerfinu fyrir nýja aðila til að komast inn í þessa atvinnugrein og þar á ég við hinn svokallaða skipstjórakvóta, sem þrír ungir menn á Akureyri nýttu sér og reka nú eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem er Samherji hf. Það dæmi sýnir að nýliðun getur verið til góðs og óþarfi að hræðast hana. Ég var talsvert undrandi að sjá nafn bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar sem einn af höf- undum þessarar greinar, því fá byggðarlög hafa farið eins illa út úr núverandi kerfi og Ísafjarðabær og má þar nefna algjört hrun á Þing- eyri fyrir nokkrum árum og seinna á Flateyri og Suðureyri. Útgerð frá Ísafirði í dag er ekki nema svipur hjá sjón sem var á tímabilinu 1980- 1990. Í dag eru aðeins þrír togarar skráðir í Ísafjarðarbæ en voru á fyrrnefnda tímabilinu 11 að tölu. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fellur í þá gryfju að taka flokkshagsmuni framar hags- munum Ísafjarðarbæjar. Ef bæj- arstjórunum þremur væri annt um hag sinna íbúa tækju þeir fagnandi svona tillögu, sem mun til lengri tíma litið efla allar sjávarbyggðir landsins á komandi árum. Svona út- úrsnúningar og rangfærslur í mál- efnum sjávarútvegsins eru til þess eins fallnar að skaða sjávarútveginn en ekki efla hann. Það er vitað mál að út úr þessari grein atvinnulífsins hafa verið teknir margir milljarðar á undanförnum árum og notaðir í sam- keppni við aðrar atvinnugreinar og jafnvel verið fluttar úr landi. Ég vor- kenni þessum bæjarstjórum að láta hafa sig í að skrifa svona andskotans kjaftæði og láta nota sig í kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins. Í þeim eina tilgangi að bera á vinstri flokk- anna ósannindi og rangfærslur. Ég fullyrði að ekkert af þessum bæj- arfélögum mun skaðast þegar til- ögur Samfylkingarinnar og VG verða framkvæmdar. Þessi grein ykkar er ykkur öllum til skammar og að draga saklausa íbúa þessara byggðarlaga inn í ykkar stjórnmála- skoðanir er ykkur ekki til sóma, því miður. Það hefur aldrei verið nein- um flokki til framdráttar að rakka niður sína andstæðinga með rang- færslum og lygum eins og þið gerið, ágætu bæjarstjórar. Geta menn ekki skilið staðreyndir? Eftir Jakob Kristinsson Jakob Falur Kristinsson » Það er aftur og aftur reynt að blekkja fólk varðandi aflaheimildir og fullyrt að vinstri flokkarnir ætli að setja allan sjávarútveg á hausinn. Höfundur er fv. vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir alvarlegt slys á sjó. draga málið niður í þeirri von að komast hjá því að framkvæma nauðsynlegar breytingar. Fyrir alllöngu kom upp laga- setning um stóreignaskatt og í framhaldi af því mörgum árum seinna viðbót við þá grundvall- arréttarmisnotkun og hlaut nafnið Ekknaskatturinn. Hvorttveggja ætti að hafa verið dæmt ólögmætt í hæstarétti en vegna hunds- tryggðar réttarins við stjórnvaldið var dæmt í stóreignaskattinum ríkisvaldinu í hag. Ef allt gengur eftir útlitinu í dag, kemur upp sú staða að ætlunin er að leggja á nýjan eignaskatt. Mörg þúsund íbúðir eru fokheldar og fást ekki peningar til að klára þær og eru þetta því þetta eignir sem gefa engan arð þar eð þær eru óíbúð- arhæfar. Það sem kemur upp úr kafinu er að þessar arðlausu eign- ir verða væntanlega eignarskatts- skyldar. Ákvæði stjórnarskrár- innar um að eignarrétturinn sé friðhelgur hefur verið fótum troð- inn bæði af Alþingi „hinu hátt- virta“ og Hæstarétti Íslands. Þeg- ar bæði Alþingi og Hæstiréttur ganga fram á fullri ferð í því að vanvirða stjórnarskrárbundin réttindi er kominn tími til að ganga þannig frá stjórnarskrár- málum að þessi réttindi verði ekki fótum troðin. En það er einmitt það sem er brýnast að gera í dag. Höfundur er ellilífeyrisþegi. BRÉF TIL BLAÐSINS ÁSTÆÐA er til að vekja athygli á að í síðustu viku fól Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, Framkvæmda- sýslu ríkisins að ganga frá hús- næði til leigu undir starfsemi Matís ohf., sem sinnir fjöl- breyttu rann- sókna-, þjón- ustu- og nýsköpunarstarfi í matvælaiðnaði, og starfar nú á þremur stöðum í höfuðborginni. Nú hefur verið gengið til samn- inga við byggingarfélagið Mótás um leigu á 3.800 fermetra þriggja hæða húsnæði í eigu félagsins. Leigusali hefur áætlað að mannaflaþörf, þ.m.t. afleidd störf við að fullgera húsnæðið í sam- ræmi við húslýsingu Matís, sé um 200 ársverk. Þessi aðgerð er í samræmi við markmið ríkisstjórn- arinnar um að fjölga störfum í byggingariðnaði. Vert er að fagna þessum viðburði en ítrekað að bet- ur má ef duga skal. Meistarafélag húsasmiða ásamt öðrum meistarafélögum í bygg- inga- og mannvirkjagerð hefur undanfarin misseri ítrekað vakið athygli ríkisstjórnarinnar á þeirri skelfilegu stöðu sem byggingar- og mannvirkjageirinn er í um þessar mundir. Atvinnuleysi í mannvirkjagerð er gífurlegt, en skv. upplýsingum frá Vinnu- málastofnun í lok apríl eru at- vinnulausir í þeim geira hvorki fleiri né færri en 3.480. Meistarafélögin í bygginga- og mannvirkjagerð héldu í lok febr- úar sl. fjölmennan fund þar sem iðnaðarráðherra, Össur Skarphéð- insson, flutti framsögu um stöðuna í byggingariðnaði og væntanlegar aðgerðir. Í máli ráðherra kom m.a. fram að ríkisvaldið áformi að kaupa eða leigja fokhelt húsnæði fyrir ýmsar stofnanir hins op- inbera. Sú aðgerð gæti skapað 1.200-1.400 störf. Vonandi er að fyrrnefndur gjörningur vegna Matís ohf. sé aðeins fyrsta skrefið. Á fundinum með iðnaðarráð- herra kom fram skýr krafa um að vextir verði lækkaðir strax til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný og einnig að farið verði ofan í saumana á hvort ekki sé mögulegt að afnema verðtrygg- inguna. Aðgerða er þörf strax, at- vinnulífið þolir ekki þessa kyrr- stöðu sem ríkt hefur í allan vetur. BALDUR ÞÓR BALDVINSSON, form. Meistarafélags húsasmiða. Um 200 ný störf í byggingariðnaði Frá Baldri Þór Baldvinssyni Baldur Þór Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.