Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Í LJÓSI atburða
síðustu mánaða
bankahruns og ann-
arra áfalla hafa menn
velt fyrir sér hversu
heilbrigt gildismat
réð hér ferðinni og
hvað geti tekið við.
Atburðirnir á Vatns-
stíg 4 vekja ýmsar
spurningar.
Með hvaða hætti
eru hagsmunir borgarbúa tryggð-
ir er lúta að umhverfi, manngerðu
og náttúrlegu, þegar borgaryf-
irvöld ákveða að endurskipuleggja
þétta íbúabyggð með róttækum
hætti. Hvaða ráð hafa óbreyttir
borgarar þegar yfirvöld ákveða að
hverfið sem viðkomandi býr í
skuli tekið og rifið eða næsta um-
hverfi þess umturnað. Í ljósi þess
sem gengið hefur á síðastliðin ár
er spurning hvort það er brotalöm
í lagaumhverfi skipulagsmála eða
stjórnsýslan veik.
Lengi hafa verið á lofti sögur
um vondu verktakana sem mættu
á svæðið með stóru gróðadraum-
ana og hröktu fólk burtu með
gylliboðum og hótunum á víxl, og
herjuðu á stjórnmálamenn um
endalaust aukinn byggingarrétt.
Málið er ekki alveg svo einfalt.
Tilfellið er að borgarstjórn
Reykjavíkur ákvað með deili-
skipulaginu frá 2003 að heimila
stórfelld niðurrif eldri húsa og
sameiningu lóða. Í því markmiði
að laða að fjárfestingu. Þrýsta á
endurnýjun í takt við Kringlur og
Smáralindir. Þetta hét að efla
miðborgina undir kjörorðinu
verndun og uppbygging. Í raun
þýddi þetta að heil hverfi voru
tekin og gerð fjárfestingarhæf
fyrir stórfjárfesta og fasteigna-
félög. Gamalgróin byggð varð
byggingarreitur. Borgarhlutar
sem nutu hverfisverndar vegna
sögu sinnar og sérstöðu sam-
hvæmt Húsverndarstefnu Reykja-
víkur mátti rústa. Það voru borg-
aryfirvöld sem buðu upp í þennan
dans og ýmis verktakafyrirtæki
mættu á ballið í góðri trú en sitja
nú í súpunni.
Þessi stefna leiddi af sér gull-
grafaraæði í miðborginni þegar
nýeinkavæddir bank-
arnir tóku að plægja
þennan akur. Þessi
stefna leiddi af sér
svo ævintýralegt spá-
verð á mögulegum
byggingarleyfum að
ekkert venjulegt fólk
gat keypt sér heimili.
Ekkert venjulegt fyr-
irtæki sem vildi
kaupa undir eigin
rekstur hafði tök á
því á þessum reitum.
Fasteignafélög í
skjóli lánaglaðra banka ruddu
allri þess konar fjárfestingu frá
og sátu ein að kökunni. Það er þó
þessi grasrótarfjárfesting sem er
verðmætust fyrir endurnýjun
borgarinnar. Þetta er ástæðan
fyrir því að þriðja hvert hús við
Laugaveg er komið í eigu fast-
eignafélaga sem helst vildu rífa,
byggja og fara. Borgin leyfði
verulega aukið byggingarmagn í
hlutum gamla bæjarins þar sem
fólk hafði talið sig öruggt með
sitt. Fólk sem sóttist eftir að búa í
gamla bænum og hafði lagt allt
sitt í að kaupa gömul hús undir
sig og sitt fólk og gera húsin upp
þannig að sómi var að fyrir allt
umhverfið.
Hagsmuna þessa fólks var ekki
gætt af skipulagsyfirvöldum þegar
heimili þeirra eða nágrenni var
lýst mögulegt byggingarland.
Hagsmuna íbúa var ekki gætt
þegar menn töldu sig geta hótað
blokkum hvar sem var í nafni
þéttingar byggðar. Hagsmuna
íbúa var ekki gætt þegar hús voru
látin standa auð og drabbast í
vanhirðu. Hagsmuna íbúa var ekki
gætt þegar hús voru látin standa
opin fyrir mögulegum íkveikjum
eins og urðu á Hverfisgötu, Bald-
ursgötu og víðar. Hagsmuna íbúa
var ekki gætt þegar lögreglan
daufheyrðist við áhyggjum íbúa af
útigangsfólki í húsunum eða eitur-
lyfjasölu. Það var ekki staðinn
vörður um sameignina, götumynd-
ina, söguna, umhverfið, bæj-
arbraginn.
Ýmis verstu dæmin sýna hve
berskjaldaðir borgarbúar geta
orðið þegar „ég á, ég má“ þanka-
gangur veður uppi. Séreign-
arréttur á kostnað sameignar.
Hverfistökur eru þannig ef til vill
löglegar en siðlausar. Aðgerðir
lögreglu við Vatnsstíg eru í þessu
ljósi eftirtektarverðar. Húsið hafði
staðið ónotað í einhver ár, heilt og
í góðu standi enda standsett
nokkru fyrir stefnubreytingu
borgarinnar um að gamli bærinn
þyrfti á öðruvísi fjárfestingum að
halda.
Ungt fólk tók yfir húsið í leyf-
isleysi fyrir félagsstarf og mat-
argjafir og var yfirlýsingaglatt um
pólitík í fjölmiðlum. Ekkert dóp,
ekkert brennivín, ekkert partí-
stand. Það málar, tekur til og set-
ur niður grænmeti. Vissulega lög-
leysa en engar ógnanir við
nágranna. Þó mætti þar stærsti
lögregluher sem sést hefur, keðju-
sögum og kúbeinum beitt svo hús-
ið er stórskemmt. Gólf söguð úr
undan fólki og gluggar brotnir úr
með póstum og öllu saman. Fyrir
utan harðræðið og gasið sem
krakkarnir máttu þola. Þetta voru
keðjusagir gegn paprikum. Engin
tilraun var gerð til að semja eða
lempa málið. Eflaust í alla staði
lögleg aðgerð en siðferðilega veik.
En það er líka einföldun eins og
haft er eftir verktökum að allt sé í
rugli í borgarstjórn vegna tíðrar
meirihlutaskiptingar. Tilfellið er
að stuðningurinn við niðurrifs-
stefnuna hefur dvínað í borg-
arstjórn og það hefur ekki breyst
þrátt fyrir tíð borgarstjórn-
arskipti. Menn hafa áttað sig á því
að framtíð miðborgar Reykjavíkur
sem miðstöðvar mannlífs og
menningar, verslunar og ferða-
mennsku verður ekki tryggð með
þeirri sóun menningarverðmæta
sem niðurrifstefnan bauð upp á.
Áskorunin sem borgarstjórnin
stendur nú frammi fyrir er með
hvaða hætti þessum máli verður
lent í aðalskipulagi borgarinnar.
Um hverfistökur
og hústökur
Eftir Snorra F.
Hilmarsson » Aðgerðir lögreglu
við Vatnsstíg eru
eftirtektarverðar og
spurning hvort það er
brotalöm í lagaumhverfi
skipulagsmála.
Snorri F. Hilmarsson
Höfundur er formaður
Torfusamtakanna.
HÆSTIRÉTTUR
Íslands hefur brugð-
ist sínu hlutverki eins
kirfilega og mögulegt
er. Fyrir alllöngu var
þáttur í útvarpinu þar
sem hæstaréttarritari
gerði grein fyrir
störfum réttarins.
Ein af aðferðum
hæstaréttar í gegnum
árin er þögnin. Með
þessari aðferð hefur
þessi stofnun komist hjá því að út-
skýra og verja það sem fram-
kvæmt hefur verið innan kerfisins.
Þegar einn af lögmönnum skrifaði
bók um ranglæti hæstaréttar var
svar réttarins eingöngu þögnin.
Þarna er í raun verið að misnota
þann trúnað sem felst í því valdi
sem rétturinn hefur. Það er alveg
augljóst að þegar rétturinn hefur
dæmt ranglega mundi hann fljót-
lega reka í vörðurnar ef hann
þyrfti að útskýra hvernig hinni
röngu niðurstöðu hefði verið náð.
Nafnið sem þessi
hæsti réttur ber er
því miður ákaflega
villandi. Það sem er
framkvæmt þar er að
gefa endanlegan úr-
skurð í ágreiningi en
þegar úrskurðurinn
er rangur hefur hann
því miður ekkert með
réttlæti að gera.
Þessi dómstóll í
þessu landi hefur ver-
ið skilgetið afkvæmi
einnar fræðistofnunar
sem heitir Háskóli Ís-
lands og hefur þannig orðið meng-
aður af einstefnu og einlitun frá
þeirri stofnun. Einnig hefur val á
dómurum í réttinn verið þannig að
pólitísk áhrif hafa náð að menga
réttarstöðu þessarar stofnunar og
gera hann þannig úr garði að
áhrif stjórnvaldsins hafa í mörg-
um tilfellum sett skugga á réttindi
hins almenna borgara gegn
stjórnvaldinu. Í sumum tilfellum
hefur hæstiréttur hreinlega unnið
eins og afgreiðslustofnun fyrir
ríkisvaldið. Eitt af þeim atriðum
sem þarf að taka upp í nýrri
stjórnarskrá hlýtur að vera að
ganga þannig frá málum að þessi
armur kerfisins geti undir engum
kringumstæðum skýlt sínum
röngu niðurstöðum bak við þögn-
ina.
Nýlega var afhjúpað minn-
ismerki á Akureyri um mál sem
hæstiréttur hafði dæmt ranglega.
Þar hafði dómur réttarins fallið
með ríkisvaldinu en þegar málinu
var vísað til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu og ríkisvaldið sá
sína sæng uppreidda var málið
bara hreinlega þaggað niður til að
koma í veg fyrir að þetta yrði op-
inber þjóðarskömm. Núna er enn
ein skömmin í gangi en það er
dómur hæstaréttar um mál sjó-
manna sem voru að nota mann-
réttindi sem helguð eru af Sam-
einuðu þjóðunum og hefur nýlega
komið mjög skýr svör um að
kvótakerfi sem hæstiréttur hefur
dæmt, er brot á skuldbindingu
ríkisvaldsins um mannréttindi.
Það sem ríkisvaldið hefur tekið
sér fyrir hendur er að reyna að
salta málið og þannig að reyna að
Hæstiréttur og
stjórnarskráin
Eftir Bergsvein
Guðmundsson
» Þegar einn af lög-
mönnum skrifaði
bók um ranglæti hæsta-
réttar var svar réttarins
eingöngu þögnin.
Bergsveinn
Guðmundsson