Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Þ
að jafnast ekkert á við
fyrstu tengslin,“ segir
Sæunn. „Á fyrstu
tveimur til þremur ár-
unum er lagður grunn-
ur að sjálfsmynd einstaklingsins,
enda eru þau mikilvægasta
þroskaskeið ævinnar. Þá er heil-
inn í örustum vexti og galopinn
fyrir áhrifum umhverfisins. Þótt
við munum ekki eftir fyrstu ár-
unum, hafa rannsóknir í taugavís-
indum og athuganir á sálarlífi full-
orðinna leitt æ betur í ljós að
einmitt þessir mánuðir hafa var-
anleg áhrif á allt okkar líf upp frá
því. Það er vegna þess að viðmót
foreldra og annarra sem annast
barn hafa bein áhrif á sjálfsmynd
og tengsl þess við aðra um ókomin
ár.“
Samfélagslegt verkefni
að koma börnum til manns
„Lítil börn hafa ríka þörf fyrir
umönnum og hún skapar álag á
foreldrana. Börn geta ekki lifað án
foreldra og foreldrarnir þurfa
stuðning til þess að sinna þörfum
barnsins; þess vegna er það ekki
einkamál foreldranna heldur sam-
félagslegt verkefni að koma börn-
um til manns. Því þarf að efla að-
stoð við foreldra sem ekki eru í
stakk búnir til að sinna börnum
sínum nægilega vel, hvort sem það
er vegna heilsufarsvanda eða
slæmrar reynslu úr eigin barn-
æsku.
Ég hef líka efasemdir um leik-
skólakerfið einsog það er nú. Það
tekur frekar til þarfa fullorðinna
en barna. Það er varhugavert að
setja mjög ung börn á leikskóla,
það gerum við allt niður í eins árs,
en þá er sá tími sem barnið þarf
hvað mest einstaklingsmiðaða
umönnun. Hana hafa fæstir leik-
skólar aðstöðu til að veita. Það er
sátt um það í þjóðfélaginu að
svona skuli þetta vera; það sé bezt
fyrir alla. Foreldrarnir geta báðir
unnið úti og fagaðilar gæta barns-
ins og veita því verkefni við hæfi.
En þessi mynd er mjög einföld-
uð og bjöguð. Á fyrstu árunum
hafa ung börn miklu meiri þörf
fyrir nánd en nám.
Það hefur verið tabú að tala um
þetta því það er svo stutt í sekt-
arkennd foreldranna. En við meg-
um ekki láta vanlíðan hinna full-
orðnu koma í veg fyrir að við
tölum opinskátt um þarfir barna.
Ég vil með bókinni opna fyrir um-
ræðu svo foreldrar, fagfólk og
ráðamenn hafi betri forsendur til
að setja þarfir barna í forgrunn
þegar þeir taka sínar ákvarðanir.“
Aðrir vista ekki börnin
eins ung og jafn lengi
– Hvenær eiga börn að byrja á
leikskóla?
„Ég tel í fyrsta lagi tveggja ára,
helzt þriggja. En það er ekki bara
aldurinn sem skiptir máli heldur
líka hversu lengi börn dvelja þar.
Það þarf að lengja fæðingarorlofið
en við þurfum líka að endurskoða
viðhorf okkar til samveru með
litlum börnum. Ég veit ekki um
neina þjóð sem vistar börn sín
eins ung og eins lengi á leik-
skólum og við. Hjá okkur er al-
gengt að það séu fimm dagar í
viku, níu tíma á dag. Það er skrýt-
ið að þegar við vorum rík, töldum
við okkur ekki hafa efni á að vera
með börnum okkar. Það er mik-
ilvægt nú þegar aðstæður eru til
þess að fólk sé meira með börnum
sínum, að fólk líti ekki á það sem
eitthvert neyðarbrauð. Tengsl
barnsins við foreldra eru því jafn-
mikilvæg og næring og súrefni.“
Morgunblaðið/Heiddi
Skelegg Sæunn Kjartansdóttir segir
það ekki einkamál foreldra heldur
samfélagslegt verkefni að koma
börnum til manns.
Bókin Árin sem enginn
man fjallar um áhrif
frumbernskunnar á
börn og fullorðna. Höf-
undurinn, Sæunn Kjart-
ansdóttir, telur okkur á
villigötum með yngstu
þjóðfélagsþegnana og
vill opna fyrir almenna
umræðu um þeirra
hlutskipti.
Meiri
þörf fyrir
nánd en
nám
@ Fréttirá SMS
Lán og styrkir til tækninyjunga
og umbóta í byggingariðnaði
Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í bygg-
ingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna
að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði
og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum
hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.
Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Stefánsson
hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með
tölvupósti einarorn@ils.is.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2009
Íbúðalánasjóður skal samkvæmt lögum stuðla að tækni-
nýjungum og umbótum í byggingariðnaði, m.a. með því
að veita lán eða styrki.
www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík
569 6900, 800 6969, ils@ils.is