Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 1
3. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
118. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
-
Opinn fyrirlestur um markaðsfræði
ALÞJÓÐLEGT MBA NÁM
KENNSLUFUNDUR MEÐ DR. JOE PONS
FIMMTUDAGINN 7. MAÍ KL. 8:15 - 10:00
www.hr.is/mba
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y
VORIÐ ER
KOMIÐ Í
TÍSKUNA
GENGISVÍSITALA
JÓHANNS
JÓHANNSSONAR
BÍÓ
Leitin
að Eric
HJÁLPARSTARF
Í FJARLÆGUM LÖNDUM
VIÐ GETUM
HJÁLPAÐ
MYNDAALBÚM
Ólafur Þ. Harðarson
SUNNUDAGUR
EINS OG LOGI YFIR AKUR»4 KONUR REISA ÚR RÚSTUM»8
ALDREI hafa jafnmargir fallið í valinn á jafnskömmum
tíma og í spænsku veikinni, sem á einu ári gekk yfir
heimsbyggðina. Fórnarlömbin eru talin hafa verið á milli
20 og 100 milljónir. Ýmsir hafa borið svínaflensuna, sem
nú geisar, saman við spænsku veikina, sem í upphafi var
fremur meinlaus, en blossaði upp að nýju haustið 1918 í
mun skæðari mynd og reyndist illvígust ungu og hraustu
fólki. Læknavísindunum hefur fleygt fram á þeim rúmu
90 árum, sem liðin eru frá spænsku veikinni. Árin 1957
og 1968 komu skæðir faraldrar, en þeir voru ekkert í lík-
ingu við spænsku veikina. Heilbrigðisyfirvöld um allan heim óttast að fram komi
stökkbreytt inflúensuveira, sem geti breiðst hratt út og valdið miklum usla, og það
skýrir varúðarráðstafanirnar, sem gripið hefur verið til um allan heim vegna svína-
flensunnar, sem virðist hafa átt upptök sín í Mexíkó í febrúar.
Svínaflensan borin saman við
spænsku veikina 1918
AUKIN völd kvenna í Rúanda eru til
komin vegna samfélagshruns í kjölfar
þjóðarmorðs. Framtíð
landsins þótti liggja í
breytingum í anda
jafnréttis og sátta.
Konurnar náðu
meirihluta á þingi í
síðustu kosningum
og eiga íslenskar
þingkonur nokkuð
langt í að ná
þeim á því
sviði.
Hamfarir,
konur og völd
Systkin Fótbolti og fjölmiðlar eiga kannski fleira sameiginlegt en í fljótu bragði virðist; alla vega leikur tíminn stórt hlutverk í fréttatímum og fótbolta-
leikjum. Systkinin Margrét fréttamaður og Pétur knattspyrnukappi Marteinsbörn áttu fótboltann saman framan af, en svo skildi leiðir. | 18
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Taka rimmur til hressingar
„Í FYRRADAG kallaði nágranninn
til mín inn um gluggann og spurði
hvort það væri ég sem hefði verið að
hósta og hvort ég væri nokkuð veik.
Ég var ekki viss um hverju ég ætti
að svara og muldraði eitthvað um að
ég væri kvefuð. Þau hjónin hafa
forðast mig eins og pláguna síðan.“
Unnur María Bergsveinsdóttir
býr í miðri Mexíkóborg, þar sem
svínaflensan hefur verið hvað skæð-
ust, svo það er ekki að undra þótt
nágrannar hennar hafi varann á sér.
Í grein í blaðinu í dag lýsir Unnur
María andrúmslofti ótta. Allar
fjöldasamkonur eru bannaðar, skól-
ar, söfn, opinberar byggingar og al-
menningsgarðar eru lokaðir.
Kirkjur eru líka lokaðar en fólk
krýpur á tröppunum og biðst fyrir.
Með grímu fyrir vitum
„Ég set á mig grímuna í hvert
skipti sem ég hætti mér út fyrir
hússins dyr. Hún nær yfir hálft and-
litið á mér, ég svitna undan henni og
mig klæjar. Þar sem ég hef sjálf ver-
ið veik veit ég ekki almennilega
hvort ég ber hana til að verjast
smiti, til að verja aðra fyrir sjálfri
mér, eða einfaldlega til að vera eins
og hinir. Vitanlega vill enginn vera
flensumaðurinn,“ skrifar Unnur
María. | 16
„Forðast
mig eins og
pláguna“
Unnur María býr
í miðri Mexíkóborg