Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 20

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 20
20 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is O OH-AH! Cantona!“ Það er röskur ára- tugur síðan áhang- endur Manchester United sungu þetta fræga hvatningarhróp, en hroll setti að andstæðingunum á leikvöllum Ensku úrvalsdeildarinnar. Söng- urinn mun örugglega heyrast á ný næstu dagana undir allt öðrum kringumstæðum – á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Þar mun goðsögnin og heimsklassa leikmaðurinn Can- tona, sem nú er orðinn liðlega fertug- ur og hefur kvikmyndaleik að aðalat- vinnu, fara með aðalhlutverkið í Looking for Eric. Þetta nýjasta verk Kens Loach, eins virtasta leikstjóra samtímans, er í keppninni um æðstu verðlaun hátíð- arinnar, Gullpálmann, sem er einn mesti heiður sem hlotnast getur í kvikmyndaheiminum. Aðeins tveir tugir mynda úr öllum heimshornum komast í þennan hóp útvaldra, sjálfur vann Loach það afrek að vinna þessi eftirsóttu verðlaun fyrir The Wind That Shakes the Barley, fyrir aðeins þremur árum. Leitin að Eiríki Í Looking for Eric, leikur Cantona sjálfan sig í sögu um póstburð- armann í Manchester, sem einnig ber nafnið Eric og er forfallinn United- aðdáandi. Það er mikið mótlæti í lífs- baráttu Erics Bishop (Steve Evets), eins og pósturinn heitir fullu nafni, bæði í vinnu og einkalífi. Konan hans er horfin á braut, hann hefur litla stjórn á stjúpsonum sínum og húsið er í niðurníðslu. Þó lífið sé orðið rugl- að, eru það leyndarmál Erics sem plaga hann mest. Hvernig getur hann horft framan í Lucy, drauma- drottninguna sem hann elskaði og elskar enn; konuna sem hann yfirgaf fyrir áratugum? Þrátt fyrir brosleg- an stuðning og misskilda góðvild vina hans, heldur pósturinn áfram að sökkva dýpra í hugarvílið. Þegar allt er komið í hnút og örvæntingin tekin við völdum, ákveður hann að leita á náðir hetjunnar sinnar, Cantona, fá hjá honum skynsamlegar ráðlegg- ingar og lífsreglur. Fótboltakempan snjalla var fræg fyrir heimspekilegar athugasemdir um lífið og tilveruna, nokkuð sem er frekar fátítt meðal fótboltamanna almennt. Jafnframt er hann giftur hámenntaðri konu sem var lektor við enskan háskóla á með- an hjónin dvöldu í Leeds og Man- chester. Cantona túlkar í myndinni innsæi og vísdóm, nokkuð sem er fæstum gefið. Ef sýnishornið er skoðað úr Look- ing for Eric, má m.a. sjá póstburð- armanninn stara á plakat af hetjunni sinni í United-treyjunni og hvísla: „Gallaður snillingur? Gallaður póst- ur.“ Þegar hann kemst augliti til aug- litis við átrúnaðargoðið, segir hann: „Stundum gleymi ég því að þú ert venjulegur maður.“ Cantona lítur hvasst á hann og segir: „Ég er ekki maður, ég er Cantona“, og heldur harðneskjulegum svipnum uns hann fer að brosa. Með tvær myndir í takinu Nokkru áður en tökur hófust á Lo- oking for Eric, kom French Film, önnur mynd með Cantona á mark- aðinn. (Þrátt fyrir nafnið er hún al- bresk í húð og hár.) Þar segir af blaðamanninum Jed, sem á í erfið- leikum í ástarmálum. Hann er að fara að taka viðtal við Thierry Grimaldi (Cantona), frægan, franskan kvik- myndaleikstjóra, sem gerir myndir um duttlunga ástarinnar. Þeir skoða heimildarmynd um Grimaldi í bók- hlöðu leikstjórans, þar sem hann reykir og talar af tilfinningahita. „Myndirnar mínar fjalla um ástina,“ segir hann, „upphaf hennar og endi, málamiðlanir og brelluspil.“ Þarna fæst hann við gjörólíka per- sónu, gerir Grimaldi að skopstælingu af ímynd „Franska leikstjórans“, gef- andi hversdagslegar yfirlýsingar um verkin sín um leið og hann lætur þær hljóma djúpviturt. Þær eru ekki margar, fótbolta- stjörnurnar, sem geta skapað per- sónur með slíkum persónutöfrum og vísbendingu um leyndardómsfulla dýpt undir yfirborðinu. Það er helst að Vinnie Jones komi upp í hugann í sínum örfáu, góðu myndum. En Can- tona er hlutverkinu vanur, hann lék það jafnan á hátindi frægðar sinnar, hjá Manchester United. Í viðtölum kom hann gjarnan með athugasemd- ir sem voru flóknar, snúnar, nánast óskiljanlegar. Sú frægasta tengdist viðbrögðum hans við þráhyggju fjöl- miðlanna gagnvart honum: „Þegar múkkarnir elta togarann er það sök- um þess að þeir eru að bíða eftir sardínunum verði fleygt fyrir borð.“ Dálítið ruglað, en mér er til efs að þeir Neville-bræður, Paul Scholes og flestir aðrir, hefðu komið hlutunum jafnskemmtilega frá sér. Cantona hafði unun af því að sýna leikræna tilburði á vellinum; Hann hleypti í brýrnar, rigsaði um, dansaði og kraginn jafnan uppbrettur. Svipur hans gat lýst algjöru áhugaleysi jafnt sem bullandi einbeitingu, stundum nánast á sama augnablikinu. Cantona kom fyrst til Bretlands á vegum Sheffield Wednesday, áður en hann gekk til liðs við Leeds, sem vann deildina árið 1991-92, árið áður en Úrvalsdeildin var stofnuð. Síðan lá leið þess frábæra liðs, Leeds United, nokkurn veginn lóðrétt niður á við. Stærstu og fyrstu mistökin voru að selja andstæðingunum og erkifjend- unum í Manchester Frakkann snjalla. Cantona var hjartað í liðinu sem hóf Manchester United aftur til dæmafárrar velgengni sem stendur enn. Cantona varð goðsögn á Old Trafford og lék hátt í 150 leiki á næstu fimm tímabilum og bikararnir fóru að hlaðast upp sem aldrei fyrr. Sá var galli á gjöf Njarðar að hann átti jafnan erfitt með að hemja skap sitt, fékk fjórum sinnum að líta rauða spjaldið og hlaut að lokum margra leikja bann eftir kung-fu-sparkið fræga í leik við Queen Park Rangers. Það kom ekki beint á óvart þegar þessi hrífandi en mótsagnakenndi af- reksmaður sneri sér að leiklistinni eftir að hafa lýst yfir því að hann væri hættur í fótbolta, aðeins þrítugur að aldri; Cantona er af þeirri gerð sem vill hætta á toppnum Leitað til Loach Í stuttu máli hefur þokkalegur fer- ill leikarans Erics Cantona, verið fjarri sigurbraut hans í liði Rauðu djöflanna í Manchester. Looking for Eric getur orðið vendipunkturinn sem hann hefur beðið eftir; metn- aðarfull mynd, gerð af heims- þekktum, margverðlaunuðum kvik- myndagerðarmanni með tugi af rómuðum myndum að baki. Að hún var valin í aðalkeppnina um Gull- pálmann í Cannes, ætti ekki að skaða þá félaga. Leitinni að farsæld á tjald- inu er hugsanlega lokið með Leitinni að Eiríki. Loach, sem er mikill fótbolta- áhugamaður (félagið hans er Bath City), er óspar á hólið þegar kemur að leikhæfileikum Cantona. „Hann hefur meðfædda útgeislun og með- fædda hlýju.“ Þó röskur áratugur sé síðan hann kvaddi Leikhús draumanna – Old Trafford, segir Cantona að ást hans á klúbbnum og aðdáendunum sé enn jafnheil og óskipt. Svo mikil að hann leitaði til Loach og bað hann að gera kvikmynd byggða á því sérstaka sambandi sem hann hefur við aðdá- endahópinn á Old Trafford. Þó ný kynslóð sé mætt á völlinn, heyrist enn þegar á reynir, gamli hvatning- arsöngurinn úr stúkunni: „Ooh-Ah! Cantona!“ Minnir á ósviknar goð- sagnir og ævintýrahetjur: „Nefndu mig ef lítið liggur við.“ Stórpólitískur leikstjóri Cantona þurfti ekki að beita Loach fortölum til að fá hann til liðs við sig. Cantona er meðframleiðandi og Loach fékk gamlan og traustan sam- starfsmann sinn, Paul Laverty (Carla’s Song, The Wind That Shak- es the Barley), til að skrifa handritið. Annar góður og gegn starfsfélagi leikstjórans, Manchester-búinn Barry Ackroyd, stjórnar kvikmynda- tökunni. Loach er pólitískur leikstjóri, enda yfirlýstur vinstri maður. Myndir hans hafa mýkst síðari árin og þjóð- félagsástandið skoðað með meira skopskyni en áður. Myndir hans snú- ast gjarnan um baráttu lítilmagnans í hörðum heimi og það af meiri sann- færingarkrafti en flestir af hans sam- tíðarmönnum (Loach er fæddur á þjóðhátíðardaginn okkar, 1936). Myndir Loach eru ósviknar, jafn- hreinskilnar og dramatískar og átök persóna hans fyrir betri heimi eru of- arlega á blaði. Lengst af hafa landar hans í verkamannastétt verið eft- irlætisviðfangsefnið, en upp á síð- kastið hefur Loach borið niður í fjar- lægari heimshornum og umfjöllunarefnið ekki lengur ríg- bundið við öreiga og minnihlutahópa. Hann fer með stríði á hendur auð- valdi og arðráni, vopnin kvikmynda- tökuvélar, staðfesta hugsjónamanns- ins og innsæi listamannsins. Hvort sem menn eru sammála þessum um- búðalausa vinstrimanni eða ekki, þá lætur hann engan ósnortinn í kröft- ugum, heimildarmyndarlegum verk- um um minnipokamanninn og kúgara hans. Vissulega málar hann heiminn gjarnan í svart/hvítu, fyrir bragðið hreyfir hann við pólitískum andstæð- ingum. Það brann Loach fyrir brjósti að uppfræða mannfólkið um að jarð- arkringlan er annað og meira en barbíveröld; að við búum ekki öll við réttlæti, frið og lífshamingju. Sem hvarvetna ætti og gætu verið sjálf- sögð mannréttindi. Loach var við lögfræðinám í Ox- ford er hann tók þá ákvörðun að söðla um og snúa sér að leiklist. Af fjölunum lá leiðin í sjónvarpið, þar sem hann vakti athygli fyrir Cathy Come Home (’65). Hún fjallaði um heimilislausa, var fyrsta mynd leik- stjórans um misskipt kjör mannanna, viðfangsefni sem fylgdi honum lengst af. Fyrsta bíómynd Loach var Poor Cow (’67), um fólk í verkamannastétt, stúlku sem hvorki maður hennar né viðhald (Terence Stamp), gátu boðið sómasamlegt líf. Grá mynd og gugg- in. Kes, (’69), er enn áhrifameiri, söguhetjan ungur drengur í námu- héraði. Framtíð hans, sem annarra í fjölskyldunni, er ráðin í myrkum námagöngunum. Enn um sinn er þó bjart yfir tilverunni, ástæðan fálki sem hann tekur að sér, og af honum fræðist snáðinn um að veröldin er meira en sót og kolaryk. Loach hefur aldrei verið blindur harðlínumaður. Í sjónvarpsmyndinni Days of Hope, (’75), bendir hann á að stjórn verkamannaflokksins er að svíkja fólkið sitt, líkt og flokkurinn hafði gert áður. Engu að síður fór Loach að ganga verr að fjármagna myndir sínar, næstu verk hans voru ýmist gerð fyrir sjónvarp eða ódýrar bíómyndir sem fóru ekki víða. Hann átti í mestu erfiðleikum með að koma Hidden Agenda (’90), á koppinn, en hún fjallar um stjórnmálaástandið á Norður- Írlandi, og leikstjórinn hlífir hvergi löndum sínum. Myndin er byggð á sönnum atburðum og er for- kunnarvel leikin af Brian Cox og Frances McDormand. Þegar hér var komið sögu var Loach, þrátt fyrir fjárhagsörðugleika og misvel þokkaðar skoðanir, orðinn viðurkenndur klettur í kvikmynda- flaumnum og hefur síðan gert hverja gæðamyndina á eftir annarri. Þ. á m. er hin meinfyndna Raining Stones (’93), Ladybird, Ladybird (’94); Land and Freedom, var frumsýnd 1995, Carla’s Song, ári síðar. Í My Name Is Joe (’98), fer að bera meira á skop- skyni leikstjórans en alvaran tekur við í Ae Fond Kiss (’04), um illa séðar ástir ungs Pakistana og skoskrar stúlku. Síðan kemur hin hádrama- tíska verðlaunamynd, The Wind That Shakes the Barley (’06), um raunir írskrar fjölskyldu á öndverðri öldinni sem leið. It́s a Free World (’07), tek- ur fyrir atvinnuleysi og Austantjalds- vinnukraft í Lundúnum. Og nú er röðin komin að leitinni að krafta- verkamanninum Cantona. Ken Loach, Cantona og Cannes Snillingarnir Loach og Cantona leiða saman hesta sína í Looking for Eric, sem verður frum- sýnd á Cannes í vor. Speki Cantona Steve Evets leikur póstinn, en sjálfur Cantona er Cantona. Með hetjunni Pósturinn raunamæddi og knattspyrnuhetjan á góðri stund. Verkamenn í veraldarvolki Man- chesterborgar hafa áður komið við sögu í myndum Loach. M.a. í hinni gráglettnu Raining Stones, sem fjallar um katólskan og heittrúaðan fjölskylduföður (Bruce Jones), sem kemst fyrst í krappan dans þegar ekki er til eyrir fyrir kjól á dótturina er hún á að fara í fyrstu altarisgönguna. Hann er stálheiðarlegur, atvinnu- laus maður sem kynnist því að neyðin kennir naktri konu að spinna. Loach er ekki að fegra hlutina, myndin er sjálfsagt raunsannasta satíra sem gerð hefur verið um líf þeirra sem ekki nutu góðs af efnahags- stefnu frú Thatcher. Okkar mað- ur reynir allt til að halda heiðri fjölskyldunnar á lofti, hann er metnaðarfullur þrátt fyrir bjarg- arleysið og gefst ekki upp. Gerist m.a. sauðaþjófur í Miðlöndunum og rænir túnþökum af golfvelli íhaldsmanna áður en fýkur í öll skjól og hann verður að leita á náðir hæpinna lánastofnana. Glettin og umhugsunarverð, leik- stjórnin, leikurinn og handritið hrein unun. RAINING STONES (1993) www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.