Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 26
26 Framtakssemi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Söngleikjaparið Viggó og Víó-letta hefur haft nóg að geraí því að skemmta Íslend-ingum að undanförnu.
„Markmiðið er að dreifa gleði, ást
og hamingju. Okkur finnst við virki-
lega eiga erindi í kreppunni. Við
fáum fólk til að sleppa aðeins fram
af sér beislinu, gleðjast, syngja og
dansa,“ segir Viggó, eða réttara
sagt Bjarni Snæbjörnsson leikari.
Víóletta er síðan leikin af Sigríði
Eyrúnu Friðriksdóttur, leikkonu og
söngkonu.
Tvíeykið kynntist svo að segja á
sviði í fyrra, en þau léku bæði í Jes-
us Christ Superstar, sem sett var
upp í Borgarleikhúsinu.
Bjarni segir að hann og Sigríður
Eyrún hafi „fundið söngleikja-
nördinn hvort í öðru“ í samstarfinu
og að þau skemmti sér mjög vel
saman. „Það hefur verið brjálað að
gera í vetur og við komum fram á
hverri árshátíðinni á fætur annarri.
Við vorum líka með sérstaka jóla-
syrpu svo það var mikið að gera á
jólaskemmtunum.“
Mjó lína á milli
Viggó og Víóletta eru karakterar
sem Bjarni og Sigríður Eyrún sköp-
uðu og þau klæða sig auðvitað upp
áður en þau koma fram. Bjarni seg-
ir að það sé engu að síður aðeins
„mjó lína“ milli karakteranna og
þeirra sjálfra.
Einkennisorð Viggó og Víólettu
er GLÁF. Orðið er komið til af því
markmiði þeirra að blása Gleði, Lit-
um, Ást og Fágun í brjóst lands-
manna.
Skemmtidagskrá parsins er hálf-
tími að lengd og samanstendur af
bröndurum, söngleikjasyrpu og
allsherjar skemmtun, sem hentar
öllum frá fermingaraldri og uppúr.
Ennfremur taka Viggó og Víóletta
að sér veislustjórn.
„Við bjuggum til söngleikjasyrpu
með til dæmis tiltillaginu úr The So-
und of Music, „Greased Lightning“
úr Grease, „Tomorrow“ úr Annie og
„Circle of Life“ úr The Lion King.
Svo erum við líka komin með Abba-
lög í prógrammið því Abba er núna
orðið að söngleik og því elska Viggó
og Víóletta núna Abba,“ útskýrir
Bjarni glaður.
Þau troða tvö upp með tónlistina
á bandi og geta því „mætt hvar sem
er, við erum líka með græjur ef fólk
vantar“.
En hvað skyldi heilla svona við
söngleiki?
„Ertu að spyrja mig eða Viggó,“
segir Bjarni og hlær. „Viggó og Víó-
lettu finnst söngleikir hið eina og
sanna listform sem gleður, kætir og
fyllir mann von á lífið og tilveruna.
Ég myndi segja að söngleikir væru
mjög skemmtilegir en alltof van-
metnir. Það er erfitt að gera góðan
söngleik, það þarf góða söngvara,
leikara og dansara.“
Takið þið sporið?
„Já, við gerum það nú aðeins.
Víóletta sér um það að steppa!“
Þeir sem vilja kynna sér lífsspeki
Viggós og Víólettu nánar geta heim-
sótt vefsíðu þeirra, viggoogvioletta-
.blogspot.com.
Söngfuglarnir taka sporið Viggó og Víóletta, eða Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, skemmta landanum með söngleikjadagskrá og
glensi og taka líka að sér veislustjórn.
Dreifa gleði um bæinn
Bjarni Snæbjörnsson
og Sigríður Eyrún Frið-
riksdóttir fundu söng-
leikjanördinn hvort í
öðru en þau troða upp
sem tvíeykið Viggó og
Víóletta.
‘‘VIGGÓ OG VÍÓLETTUFINNST SÖNGLEIKIRHIÐ EINA OG SANNALISTFORM SEM GLEÐUR,
KÆTIR OG FYLLIR
MANN VON Á LÍFIÐ
OG TILVERUNA.
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
Þótt Arna Sigrún Haraldsdóttir, sem út-skrifaðist sem fatahönnuður fráListaháskóla Íslands í fyrra, sé flink íhöndunum og hafi saumað á sig og
aðra flíkur frá því hún var unglingur, var aldrei
í spilunum hjá henni að gera saumaskap að lifi-
brauði sínu. En allir verða að eiga salt í graut-
inn, líka fatahönnuðir með frumlegar, fram-
sæknar hugmyndir og Parísardrauma. Kalt,
raunsætt mat á stöðunni var ekki umflúið.
Hún sá að lag væri fyrir handlaginn fata-
hönnuð að skapa sér atvinnu því um leið og
harðnaði á dalnum keypti fólk sér ekki ný föt í
sama mæli og áður. „Mér fannst líklegt að fólk
reyndi frekar að lengja lífdaga gamalla flíka
með viðgerðum og breytingum. Ég byrjaði á
að stofna síðuna saumakona.blog.is þar sem ég
bauð upp á þessa þjónustu auk þess að sér-
sauma fatnað og hef þegar fengið nokkur verk-
efni,“ segir Arna Sigrún.
Hún hefur komið sér prýðilega fyrir í Lista-
komplexinu í Skipholti, þar sem um fimmtán
listamenn hafa aðstöðu. „Örugglega kreppu-
legasta vinnustofan í bænum,“ segir hún hlæj-
andi. Og víst er að þar er ekki íburðinum fyrir
að fara. Ósköp notalegt samt, húsgögnin gömul
og lúin, en atvinnutækin virkilega traustvekj-
andi, t.d. tvær saumavélar og öflugt iðn-
aðarstraujárn með vatnstanki, býsna fagleg á
að líta.
Gamla flíkin getur orðið sem ný
Hún er ekki frá því að í góðæri síðustu ára
hafi verkkunnátta farið forgörðum, fáir hafi
lagt sig eftir að læra að þrengja, víkka, stytta
og síkka föt eða þvíumlíkt, heldur einfaldlega
fleygt þeim. „Góðar saumakonur hafa heldur
ekki verið á hverju strái, þannig að fólk nennti
ekki að leita þær uppi,“ giskar hún á og svarar
játandi að það margborgi sig að gera við og
breyta flíkum frekar en að kaupa nýjar. Þar
fyrir utan geti gamla flíkin orðið eins og ný
með oft smávægilegum breytingum – sem hún
geti vitaskuld komið með tillögur um.
Arna Sigrún tekur að sér flest verkefni sem
lúta að saumaskap, en kveðst þó tæpast sauma
jakkaföt eða setja nýjan rennilás á gallabuxur.
„Ég kann hvort tveggja, en ég er ekki klæð-
skeri og býst við að lærður klæðskeri væri
fljótari og gæti saumað betri jakkaföt en ég.
Svo veit ég af eigin raun að það borgar sig og
er fljótlegra að fá rennilás settan í hjá Saum-
sporinu í Kópavogi.“
Jakkaföt og rennilásar. Þar setur Arna Sig-
rún mörkin, en víkur sér þó einungis undan
slíkum verkefnum með hag viðskiptavinarins í
huga.
Hún fer ekki í launkofa með að fatahönnun
er hennar eina sanna ástríða, saumaskapurinn
kreppuúrræði, en þó alls ekki leiðinleg iðja.
Þótt ekki virðist blása byrlega fyrir fatahönn-
un akkúrat núna, hefur Arna Sigrún ekki langt
árar í bát á þeim vettvangi. „Svo fyrirferð-
armikil verður saumakonan aldrei í mínu lífi,“
segir fatahönnuðurinn og heldur áfram:
„Ég er aðeins byrjuð á nýrri línu, ætla að
vinna íslenskt skinn með ákveðinni tækni og er
að láta hanna fyrir mig lógó. Inn á borð til mín
detta oft ýmis hönnunarverkefni, búningar
fyrir leiksýningar og tónlistarmyndbönd svo
dæmi séu tekin.“
Fatahönnuðurinn situr því ekki auðum
höndum þótt saumakonan hafi hugsanlega
meira að gera í nánustu framtíð.
Góð þjálfun að sauma
„Fólk kann æ betur að meta fatnað, sem
framleiddur er hér heima, en ekki í þrælabúð-
um á Indlandi, í Kína og Tyrklandi,“ segir
Arna Sigrún, sem þrátt fyrir allt er sannfærð
um að íslensk hönnun eigi framtíðina fyrir sér.
Henni er meinilla við að kaupa föt, sem eru
fjöldaframleidd í löndum þar sem hvorki er
borin virðing fyrir starfsfólki né umhverfi.
Eins og sumir í hennar vinahópi, kaupir hún
fötin sín oft hjá Rauða krossinum og á flóa-
mörkuðum, þar megi gera góð kaup og sam-
hliða stuðla að endurnýtingu og berjast gegn
sóun.
„Sniðagerð og saumaskapur er partur af
námi í fatahönnun, þótt áherslan sé að vísu að-
eins á undirstöðuatriðin,“ útskýrir Arna Sig-
rún. „Mér hefur alltaf þótt gaman að sauma og
því fannst mér liggja beinast við að skapa mér
atvinnu með saumaskap frekar en að reyna að
fá til dæmis vinnu í búð, en slík störf liggja
ekkert á lausu núna frekar en önnur. Sauma-
skapurinn er góð þjálfun fyrir mig, fatahönn-
uðir sem hafa gott vald á saumaskap standa
betur að vígi en þeir sem lítið kunna fyrir sér í
þeim efnum.“
Arna Sigrún fatahönnuður kvíðir ekki sam-
vistum við saumakonuna. Henni finnst þó eilít-
ið súrt í broti að hafa ekki getað látið þann
draum rætast að vinna hjá einhverju tískuhús-
anna í París í ár eins og til stóð. Hún segir
unga fatahönnuði vera þar aufúsugesti enda
vinna þeir oftast ókeypis um lengri eða
skemmri tíma. Beggja hagur, segir hún.
Kannski verður Parísardraumur fatahönn-
uðarins að veruleika með aðstoð saumakon-
unnar.
Saumakona í sátt
við fatahönnuð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fatahönnuður sem kann að sauma Arna Sigrún í „kreppulegustu“ vinnustofunni í bænum.
‘‘MÉR FANNST LÍKLEGT AÐ FÓLKREYNDI FREKAR AÐ LENGJALÍFDAGA GAMALLA FLÍKA MEÐVIÐGERÐUM OG BREYTINGUM.