Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 47

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 47
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@gmail.com VEFSÍÐA vikunnar er enn sem komið er ekki upp á marga fiska, ný- leg og ennþá frekar innihaldsrýr og hrá. Hún er hins vegar ein besta gátt sem hægt er að finna í sjálfa framtíð sjónvarpsins, framtíð sem er rétt að byrja. Milliþekktar stjörnur Streamys.org er vefsíða Streamy- verðlaunanna sem voru veitt fyrir röskum mánuði í fyrsta skipti fyrir bestu vefþættina árið 2008, en eins og flestir átta sig sjálfsagt á eru dag- ar hefðbundinna sjónvarpsþátta taldir – það er bara spurning hvað sú niðurtalning tekur langan tíma, enda sífellt færri sem láta sjónvarps- dagskrána stjórna lífi sínu nú þegar við getum hægt og rólega stjórnað sjónvarpsdagskránni meira og meira sjálf. Og með því að smella á „winn- ers“ opnast gluggi með tenglum á marga af betri vefþáttum sem hing- að til hafa verið gerðir – og enn fleiri má finna með því að kíkja á tilnefn- ingarnar. Og það leynast meira að segja milliþekktar Hollywood- stjörnur inn á milli, en þau Rosario Dawson, Paul Rudd, Eva Longoria og Lisa Kudrow eru öll meðal hinna tilnefndu. Við Íslendingar tókum stórt stökk fram á við í sjónvarps- og útvarps- sögunni í kjölfar verkfalls rík- isstarfsmanna um miðjan níunda áratuginn og verkfall handritshöf- unda í Hollywood í fyrra var vítamín- sprauta fyrir vefþættina. Aðallega af því Joss Whedon, skapara Buffy the Vampire Slayer og fleiri góðra þátta, vantaði eitthvað að gera. Þannig að hann hóaði saman nokkrum vinum og kunningjum til þess að gera Dr. Horrible’s Sing-Along Blog, sem kalla mætti Citizen Kane vefþátt- anna hingað til. Þættirnir fjalla um baráttu Dr. Horrible, viðkunnanlegs skúrks sem „eitís“-hetjan Neil Pat- rick Harris leikur, og hinnar óþol- andi hetju Mr. Hammer, sem er af- skaplega búralegur hrokagikkur í meðförum Nathan Fillion. Báðir eru þeir svo skotnir í sömu stelpunni og skiptast á að syngja til hennar ást- aróða – á milli þess sem þeir syngja um það að tortíma/bjarga heims- byggðinni. Ekki bara gamanþættir Þættirnir hlutu heil sjö Streamy- verðlaun en Whedon varð þó af sigri í flokki bestu gamanþátta – en kald- hæðni örlaganna var sú að þar sneri aðalleikkona hans á hann. Verðlaun- in staðfestu endanlega að rauðhærða þokkadísin Felicia Day, sem þeir Dr. Horrible og Mr. Hammer börðust um, er ríkjandi drottning vefþátt- anna. Enda lætur hún sér leikinn ekki nægja og leikstýrði, skrifaði og lék aðalhlutverkið í The Guild, sem fékk þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir besta gamanþátt. Enda stað- festir Gildið blautan draum flestra áhorfenda Dr. Horrible, hún er bara nörd eins og flestir áhorfendurnir. Þættirnir fjalla nefnilega um hóp netspilara í netleik nokkrum – og hefur Day játað það að hafa verið al- varlega háð slíkum netleikjum sjálf um langt skeið, þótt hún segist vera laus úr viðjum þeirrar fíknar nú. En þetta eru ekki bara gam- anþættir, þótt þeir hafi vissulega verið mest áberandi. Meðal til- nefndra þátta var til dæmis Alive in Baghdad, vikulegur fréttaþáttur frá írösku höfuðborginni sem íranskir og bandarískir fréttamenn unnu saman. Og nú höfum við Íslendingar eignast okkar eigin netþætti í Hring- förum (Circledrawers) Ólafs Jóhann- essonar. Framtíðin er rétt að byrja. Þvottadagur Illgjarnir ofurskúrkar þurfa líka að þvo þvott. Og í þvottahús- inu verður Dr. Horrible auðvitað yfir sig ástfanginn. Rauðhærða nördadísin Allt fram streymir Síðan er á frumstigi enn sem komið er, en tekur vænt- anlega und- ir sig stökk áður en langt um líður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður. 295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn – meira fyrir áskrifendur Fylgiblað með Morgunblaðinu 12. maí Eurovision 2009 F í t o n / S Í A Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Meðal efnis: • Stiklað á stóru í sögu Eurovision í máli og myndum, helstu lög og uppákomur • Páll Óskar spáir í spilin • Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni • Ævintýrið um Jóhönnu Guðrúnu • Íslensku lögin í gegnum tíðina • Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnina • Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision Undankeppnin fer fram 12. og 14. maí en aðalkeppnin laugardaginn 16. maí. Þetta er tvímælalaust blaðið sem sjónvarpsáhorfendur hafa við höndina 12., 14. og 16. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00, fimmtudaginn 7. maí. Meistaranám í tónsmíðum Listaháskóli Íslands býður upp á meistaranám í tónsmíðum. Um er að ræða 120 eininga einstaklingsmiðað nám sem tekur tvö ár eða fjórar annir. Námið byggir á samþættingu rannsókna og tónsköpunar. Helstu áherslur í náminu: Tónsmíðar sem listform í fjölbreyttu menningarsamfélagi. Rannsóknir og þróun nýrra aðferða við tónsköpun og tónflutning. Samspil tónlistar og annarra listgreina. Íslensk menningararfleifð í tónsmíðum. Umsóknum skal koma til tónlistardeildar Listaháskólans að Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2009. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Listaháskólans: www.lhi.is Í umsókn skal umsækjandi gera grein fyrir menntun sinni og störfum og skal hann láta fylgja með sýnishorn af verkum. Þá skal fylgja með ítarleg námstillaga þar sem koma fram markmið meistaranámsins og rannsóknarsvið. Fagurfræðilegar rannsóknir á afmörkuðum sviðum tónsköpunar og tónlistar. VEFSÍÐA VIKUNNAR: www. streamys.org»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.