Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 18

Morgunblaðið - 03.05.2009, Side 18
18 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Margrét: „Ég man fyrst eftir Pétri um leið og sjálfri mér. Þá vorum við komin til Belgíu og ég fimm ára. Ég man hvað fyrsti skóladagurinn var okkur erfiður – en kannski var hann erfiðari fyrir foreldra okkar. Við Pétur fórum sitt í hvora skóla- bygginguna og þegar við hittumst aftur að skóladeginum loknum, lagði ég ríkt á við Pétur að þegar foreldrar okkar kæmu að sækja okkur skyldum við láta eins og okkkur liði vel í þessum nýja skóla. Í Belgíu vorum við alltaf saman, samband okkar var ákaflega náið og við vorum miklir vinir. Við vor- um mikið í hlutverkaleikjum, það voru Bítlarnir sem við dáðum hvað mest; við skiptumst á að leika að- almennina Paul og John. Allt var þetta í mesta bróðerni. Við rifumst eiginlega aldrei, kannski einu sinni, þegar ég taldi hann vera kominn í slæman félagsskap. Þá vorum við flutt heim aftur; í Breiðholtið. Ég henti kertastjaka í hann, hitti hann í hausinn og hann hálfrotaðist. Ég held að ég hafi aldrei orðið jafn- hrædd.“ Friðarsinni og sáttasemjari „Pétur hefur alltaf verið mikill friðarsinni. Ef kom til átaka, sem iðulega gerðist í hverfinu, dró hann sig í hlé eða miðlaði málum. Ég átt- aði mig ekki á því fyrr en á fullorð- insárum, hversu lunkinn sáttasemj- ari hann er. Það er ekki til í honum gaur, hann er bara ljúfur og góður dreng- ur. Ég rak svolítið á eftir honum hér áður fyrr, í krafti aldurs míns, hann er svo hægur og rólegur en ég var hálfgerður vargur þegar ég var barn, fljótfær og ör. Við erum mjög ólík hvað þetta snertir. Mamma segir að Pétur hafi ekk- ert talað fyrir fimm ára aldurinn, ég hafi talað fyrir hann. Hann þurfti ekki einu sinni að svara þeg- ar fólk spurði hvað hann héti og hvað hann væri gamall. Ég sá um að svara því fyrir hann. En ég hugsa að núna tali hann meira en ég. Þegar við fluttum í Breiðholtið var fótboltinn okkar ær og kýr. Í minningunni eru allir leikir utan- dyra. Pétur var strax leikinn fót- boltamaður. Það kom snemma í ljós hvað hann átti auðvelt með að lesa leikinn og var mikill leiðtogi. Og hann var alltaf í góðu skapi. Og er enn. Þegar ég er óánægð með eitt- hvað hringi ég í hann, því ég veit að hann finnur alltaf jákvæða leið út úr hverju sem er. Þannig hefur það alltaf verið.“ Ráðagóður og listrænn „Við erum mjög góðir vinir. Hann var í burtu í ellefu ár, þegar hann var atvinnumaður í knatt- spyrnu erlendis, og þá var sam- gangurinn svolítið stopull, en þegar hann flutti heim, vorum við eins og samlokur fyrst í stað, því okkur fannst við þurfa að vinna upp svo mikinn glataðan tíma í okkar sam- bandi. Pétur er einstaklega ljúfur og hlýr, hann er ráðagóður, frábær faðir og svo er hann mjög listrænn, hann er góður málari, en hefur því miður ekki sinnt því nóg síðustu ár. Ég er viss um að hann á eftir að blása rykið af penslunum einn góð- an veðurdag. Þegar við vorum lítil, fengum við litabækur til að stytta okkur stundir við. Mínar voru ein- faldar og fljótafgreiddar, en hann valdi sér bækur með mörgum landslagsmyndum sem kröfðust mikillar vinnu. Hann dundaði sér við þær langtímum saman. Þá var ég löngu komin á tærnar í óþol- inmæði eftir einhverju nýju. Pétur er maður sem er alltaf að njóta lífsins. Hann er bara þannig gerður. Hann þarf ekkert að remb- ast við eitt eða neitt, það gerist allt af sjálfu sér. Þess vegna er svo notalegt að vera í návist hans. Mér finnst hann afskaplega fyndinn. Við höfum líkan húmor, kannski er hann það líkasta í okkar fari; svolít- ið svartur. Við getum endalaust sagt hvort öðru sögur og hlegið saman. Svo er Pétur mjög spont- ant. Hann er fljótur að hugsa. Stríðinn? Nei, það er enginn stríðni til í honum. Ekki frekar en mér. Ég skil bara ekki stríðni.“ Hressandi rimmur „Við erum sammála um að vera ósammála. Og tökum oft miklar rimmur. En þær skemma aldrei vinskapinn. Þetta byrjaði snemma hjá okkur. Þegar ég var 16 og hann 14 var oft ekki líft við matarborðið heima fyrir hávaðanum í okkur. Við erum kannski ekki alveg eins há- vær núorðið en við deilum hart. Það eru þjóðmálin og eiginlega hvað sem er. Þótt Pétur sé friðarins maður að mestu leyti gefur hann ekkert eftir, þegar við tökumst á. En það endar allt vel hjá okkur, þessi skoðanaskipti eru hressandi og lærdómsrík. Það er hálfhallærislegt að segja það, en ekkert í hans fari fer í taug- arnar á mér, það er ekkert sem truflar mig. Ég var þó stundum hugsi yfir því hvað hann var utan við sig þegar hann var lítill. Hann var oft í eigin heimi og það átti ég erfitt með að skilja. Einu sinni bað mamma hann til dæmis að fara nið- ur og ná í Morgunblaðið. Við bjuggum á 4. hæð í blokk og þegar ekkert bólaði á Pétri fór mamma fram og kallaði á hann. Meðan hún var frammi á gangi hringdi síminn. Það var Pétur og hann var staddur í matvöruverzl- uninni Hólagarði sem var nálægt heimili okkar. Hann spurði; hvort átti ég að kaupa franskbrauð eða rúgbrauð? Hann var ekki einu sinni með pening á sér! Svo kom það fyrir að hann fór inn í vitlausan strætisvagn, þegar við vorum á leiðinni í skólann eftir að við fluttum úr Breiðholtinu. Við þurftum að skipta um vagn á Miklubrautinni, taka tólfuna upp í Breiðholt en hann fór inn í tíuna sem ók honum heim aftur og ég í skólann. Að sjá hann standa aftast í tíunni var auðvitað drepfyndið. Ég hef fylgzt með fótboltaferli hans eftir föngum og alltaf verið ákaflega stolt af honum. Ég hef alltaf haldið með því liði sem hann spilar með. Ég var árum saman einlægur stuðningsmaður Ham- merby, Stabæk og Stoke. Og hélt auðvitað með KR meðan hann spil- aði þar. Pétur er hvers manns hugljúfi og börn eru sérstaklega hrifin af hon- um. Hann hefur sterka siðferð- iskennd og umgengst börn eins og viti bornar verur. Börnin mín sjá ekki sólina fyrir honum. Mér hefur alltaf fundizt að hann hefði átt að verða kennari. Ég full- yrði, að það hefði orðið betra fyrir samfélagið.“ Þau Margrét og Pétur Marteinsbörn Geirssonar og Hugrúnar Pétursdóttur byrjuðu bæði í boltanum. En svo skildi leiðir; hann hélt áfram í fótbolta en hún fór í fjölmiðla. Samband þeirra er þó áfram ákaflega náið og þau taka snarpar rimmur sér til hressingar. Finnur alltaf jákvæða leið ‘‘EINU SINNI BAÐMAMMA HANN AÐ FARANIÐUR OG NÁ Í MORG-UNBLAÐIÐ. EFTIR DÚK OG DISK HRINGDI PÉT- UR ÚR MATVÖRUVERZL- UNINNI HÓLAGARÐI SEM VAR NÁLÆGT HEIMILINU. HANN SPURÐI; HVORT ÁTTI ÉG AÐ KAUPA FRANSK- BRAUÐ EÐA RÚG- BRAUÐ? Hún fæddist 12. nóvember 1971. Eftir grunnskólanám í Belgíu og Breiðholti var hún einn vetur í Kvennaskólanum, en stundaði svo fjölmiðlafræði við Fjölbraut í Breiðholti og eftir það sagnfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf hjá RÚV 1998, fyrst í morgunútvarpi Rásar 2, en síðan á frétta- stofu sjónvarpsins, fyrst í erlendum fréttum og svo innlendum 2005. Hún er varafréttastjóri fréttastofu ríkisútvarpsins. Sambýlismaður hennar er Brynjólfur Þór Hilmarsson og eiga þau tvö börn. MARGRÉT MARTEINSDÓTTIR Hann er fæddur 14. júlí 1973, gekk í Hólabrekkuskóla, Versló, FB og stundar nú MBA-nám í HR. Hann spilaði knattspyrnu með Fram og Leiftri, var svo keyptur til Hammerby í Svíþjóð og lék með því liði, Stabæk í Noregi og Stoke í Englandi. 2006 gekk hann til liðs við KR . Hann er kvæntur Unni Valdimars- dóttur og eiga þau Lilju Hugrúnu, 4 ára. PÉTUR MARTEINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.