Morgunblaðið - 12.05.2009, Síða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
Við hlustum!
Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem stað-bundin útvortis meðferð við vöðva- og
liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist
eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni
ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður
en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum
yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar
á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare.
Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Fæst án lyfseðils
15% afsláttur
af Voltaren Gel 100g
Verkjastillandi og bólgu-
eyðandi í túpu!
Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg
Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töflur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru
bakflæði. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum
einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa
nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafla ekki oftar
en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfið eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töflurnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töflurnar
má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur,
niðurgangur, ógleði/uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.
...Nú færðu Losec mups* án lyfseðils í næsta apóteki!
Nýtt!
FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA
SÚRT BAKFLÆÐI?...
*Omeprazol
annt um líf og líðan
verkefnið í efnahagsmálum næstu
hundrað daga sé að vinna markvisst
að því að draga úr höftum í gjaldeyr-
isviðskiptum. Sé það ein forsenda
þess að skilyrði til hagvaxtar skapist
sem fyrst.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
EKKI mun koma til frekari tilslak-
ana í gjaldeyrismálum á næstunni en
þeirra sem þegar hafa verið kynnt,
að sögn Sveins Haralds Øygard
seðlabankastjóra. Kemur þetta fram
í viðtali sem Bloomberg-fréttastofan
tók við hann í Basel í Sviss.
Vísar hann þar til áætlunar Seðla-
bankans um að leiða saman erlenda
krónubréfaeigendur og íslensk fyr-
irtæki. Eins og fram hefur komið
gerir áætlun Seðlabankans ráð fyrir
því að erlendir fjárfestar, sem sitji á
krónum hér á landi, geti lánað féð til
íslenskra fyrirtækja sem hafi tekjur
í erlendri mynt. Fyrirtækin gætu þá
greitt viðkomandi lán til baka í er-
lendum gjaldeyri.
Segir hann að erlendir fjárfestar
hafi því ekki í önnur hús að venda
vilji þeir geta skipt krónum sínum í
erlenda mynt.
Vilja draga úr höftum
„Gjaldeyrishöft eru til staðar og
þau munu áfram vera eins stíf og
nauðsyn krefur og eftirlit verður
haft með því að ekki sé farið á svig
við þau,“ segir Øygard við Bloom-
berg. Komi hins vegar í ljós að hægt
sé að virkja nýtt fjármagn innan
reglurammans verði þær leiðir að
minnsta kosti skoðaðar.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Samfylkingar og Vinstri grænna
segir hins vegar að eitt mikilvægasta
„Trúverðug stefna í ríkisfjármál-
um er nauðsynleg til að treysta
bankakerfið, styðja gengi krónunnar
og skapa forsendur fyrir eðlilegum
gjaldeyrisviðskiptum,“ segir í sátt-
málanum.
Engar tilslakanir í burð-
arliðnum hjá Seðlabanka
Seðlabankastjóri segir gjaldeyrishöft óbreytt á næstunni
Morgunblaðið/Ómar
Höft Svein Harald Øygard seðlabankastjóri segir að erlendir fjárfestar eigi
ekki von á frekari tilslökunum í gjaldeyrismálum á næstunni.