Morgunblaðið - 12.05.2009, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
Þeir sem vilja leigja sér húsnæði eða bjóða eign til leigu geta
nú einfaldlega farið á mbl.is
mbl.is/leiga er miðstöð þeirra sem vilja skoða leigumarkað-
inn, hvort heldur sem er fyrir atvinnuhúsnæði eða íbúðarhús-
næði. Þeir sem vilja bjóða eignir til leigu geta keypt vikuskrán-
ingu á vefnum fyrir 1.000 kr. eða heilan mánuð á 3.500 kr.
– meira fyrir leigjendur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nýjung á mbl.is fyrir
leigjendur og þá sem
vilja leigja eignir
mbl.is/leiga
Lionsklúbbur Blönduóss varð fimm-
tíu ára í byrjun mánaðarins og var
tímamótanna minnst með ýmsu
móti. Meðal annars var gefið út veg-
legt afmælisblað þar sem farið er yf-
ir starf klúbbsins síðustu hálfa öld.
Kennir þar margra grasa og er ljóst
að þáttur Lionsklúbbsins í stuðningi
við líknar- og menningarmál í hér-
aðinu er býsna drjúgur. Stærsta
einstaka verkefni sem klúbburinn
styður á þessu ári er styrkur til
kaupa á nýju pípuorgeli í kirkjuna.
Gömlu sundlauginni á Blönduósi var
endanlega lokað 1. maí síðastliðinn.
Sundlaugin hefur þjónað Blöndu-
ósingum og fleirum í gegnum tíðina
en laugin er farin að láta verulega á
sjá og því hafa bæjaryfirvöld ákveð-
ið að setja ekki frekari fjármuni í
viðhald hennar. Eins og komið hefur
fram í fréttum er verið að byggja
nýja glæsilega sundlaug á Blönduósi
og er gert ráð fyrir að hún verði
opnuð á næsta ári þannig að næstu
mánuði verða Blönduósingar að
leita í sund til nágrannasveit-
arfélaga.
Líkast til hefur verið ritaður nýr
kafli í sögu bæjarins á sunnudaginn
með skipan Jóns Bjarnasonar í
embætti ráðherra. Jón er að öllum
líkindum fyrsti Blönduósingurinn til
að gegna ráðherra embætti. A-
Húnavatnssýsla er gróið landbún-
aðarhérað og má telja öruggt að
mörg góð ráð getur Jón Bjarnason
sem landbúnaðarráðherra þegið úr
sínu heimahéraði og má víst telja að
einhverjir verði til þess að veita
honum þau.
Það er töluverður áhugi fyrir því í
bænum að fá nýtt blóð inn í atvinnu-
starfsemina. Líta menn einkum til
þess að reist verði hér orkufrekt
netþjónabú sunnan við bæinn á
svæði sem kallast Hnjúkaflói. Telja
fróðir menn að það þurfi allt að 200
hektara svæði undir slíka starfsemi
og er bæjarkerfið á fullu við að und-
irbúa hugsanlega komu netþjónabús
til Blönduóss.
Leirdúfuskotfimi er íþrótt sem nýt-
ur töluverðra vinsælda á Blönduósi.
Í skotfélaginu Markviss á Blönduósi
eru 39 félagar og hafa þeir yfir að
ráða einhverju besta æfinga- og
keppnissvæði á landinu. Fyrir
skömmu æfði landsliðið í leirdúfu-
skotfimi á Blönduósi og létu skytt-
urnar afar vel yfir aðstöðunni.
Vorið er komið og sumar er í nánd.
Þetta sjáum við meðal annars á því
að gæsirnar eru komnar á grænu
svæði bæjarins sem og krían í ósinn.
Söfnin sem kennd eru við hafís og
heimilisiðnað eru í óða önn að und-
irbúa opnun og kaffihúsið Ljón
norðursins rétt við Hafíssetrið er
vaknað af vetrardvala og þeir sem
eiga erindi í gamla bæjarhluta
Blönduóss geta alltaf vænst þess að
sjá sauðmeinlausa hundinn Fúsa á
ferli með bænaraugun sín. Sumir
segja að Fúsi sé elsti hundur í heimi
með sín 23 ár í sálarkistunni.
Jón Sigurðsson fréttaritari
Ljósmynd/Jón Sigurðsson
Leirdúfur Landsliðið í leirdúfuskotfimi við æfingar á Blönduósi.
BLÖNDUÓS
Jóhann Guðni Reynisson sendirVísnahorninu kveðju: „Eins og
margir vita er allnokkur rígur milli
FH og Hauka í Hafnarfirði. Ég er
FH-ingur og get því ekki klárað vís-
una eins og best væri fyrir rímið. En
þetta er þó tilraun af minni hálfu til
að óska Haukum til hamingju:
Sjá má í augum Gaflaranna glampa
sem gleðjast núna flestir.
Því meistaratitli Hafnfirðingar hampa,
já, Haukar eru … alveg ágætir!!!!“
Hjálmar Freysteinsson orti að
gefnu tilefni:
Iðrast synda mættu menn
og minnka aðeins grínið.
Okkur drepur alla senn
influensu svínið.
Þá Ármann Þorgrímsson:
Lengi gekk ég ljúfan veg
lífs míns dofnar sinna
Alla daga iðrast ég
ekki gjörða minna.
Kristján Eiríksson lagði orð í belg:
Og seinna blessuð börnin segja
og bera harm í hljóði – flest:
Já, undarlega ýmsir deyja,
hann afi dó úr svínapest.
Loks Davíð Hjálmar Haraldsson,
sem varð hugsað til séra Hjálmars
dómkirkjuprests:
Þegar andláts flýgur fregn
og fyllast kirkjugarðar
er það huggun harmi gegn
að Hjálmar okkur jarðar.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af Haukum og iðrun