Morgunblaðið - 12.05.2009, Síða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
ÍSLENSKA krón-
an hefur virkað
þokkalega hingað til
sem eins konar
„kreppugjaldmiðill“
Íslendinga, þar sem
með krónunni hafa
hagsveiflur verið
dempaðar niður
gagnvart atvinnu-
stiginu, launalækk-
anir komu m.a. fram
í formi verðbólg-
unnar. Hagsveiflur Íslands hafa
verið í takt við sveiflur í heim-
inum, en hér hafa þær verið heift-
arlegri og sársaukafyllri. Tíma-
faktorinn er mikilvægur þegar
kemur að umsókn að Evrópska
myntbandalaginu. Ef það verður
ekki fundin einhver flýtileið, þá
mun gilda fyrir Ísland það sama
og fyrir önnur lönd, nefnilega að
uppfylla Maastricht-skilyrði ESB,
sem fela í sér ströng verðbólgu-
markmið og kröfur um mikið að-
hald í ríkisfjármálum. Það sýnist
afar ósennilegt að þeim skilyrðum
verði náð á næstu árum. Samhliða
því að leysa gjaldeyriskreppuna
þarf að semja við erlenda kröfu-
hafa og endurnýja traust á Ís-
landi á alþjóðlegum vettvangi.
Kostir og gallar þess að taka
einhliða upp evru
Kostir
Evran er stöðugur gjaldmiðill
eins af stærstu efnahagssvæðum
heims
Einhliða upptöku væri hægt að
framkvæma á tiltölulega stuttum
tíma
Viðskipti yrðu auðveldari –
enginn skiptikostnaður
Líkurnar á fjármagnsflótta,
sem á sér stað þrátt fyrir gjald-
eyrishöft, myndu minnka veru-
lega. Fjárfestar myndu frekar sjá
sér hag í því að fjárfesta á Íslandi
Vextir myndu lækka, þó ekki á
sama stig og á evrópska mynt-
svæðinu, þar sem ofan á þá vexti
myndi bætast áhættuálag fyrir Ís-
land
Verðtrygging lána yrði líkleg-
ast felld niður
Verðbólgan myndi minnka, þó
ekki sjálfkrafa á sama stig og á
evrópska myntsvæðinu
Hægt væri að leggja af Seðla-
banka Íslands að mestu leyti, sem
myndi þýða sparnað, þó að hann
sé ekki á fjárlögum
Gallar
Vegna tilfinningalegs gildis eig-
in gjaldmiðils munu margir sjá
eftir því að hafa gefið hann upp
Lánveitandi til þrautavara, sem
var Seðlabanki Íslands, væri ekki
lengur til fyrir bankana, en eins
og við vitum í dag var hann ekki
til þegar á reyndi haustið 2008
Hætta væri á áhlaupi á ís-
lensku ríkisbankana, sem væri
unnt að forðast með því að leyfa
erlendum bönkum sem Ísland
skuldar að eignast hlut í nýju rík-
isbönkunum og taka á móti að sér
hlutverk lánveitanda til þrautav-
ara
Sveigjanleiki á vinnumarkaði
myndi minnka, hægt væri að auka
sveigjanleika á vinnumarkaði á
móti með regluverksbreytingum
Ísland væri ekki lengur sjálf-
stætt í peningamálastefnu sinni,
þ.e. ákvæði ekki stýrivexti og tap-
aði möguleikanum til að prenta
peninga, fengi í staðinn „ókeypis“
stýringu frá fyrsta flokks seðla-
banka, þ.e. Seðlabanka Evrópu
Hættan er á pólitískum við-
brögðum frá Evrópusambandinu
Íslandi í óhag, þó að það þyki
ólíklegt. Ekkert er í lögum Evr-
ópusambandsins sem bannar að
nota evruna sem
gjaldmiðil. Mörg lönd
í svipaðri aðstöðu
hafa tekið upp annan
gjaldmiðil, mesta
reynslan undanfarna
áratugi hefur safnast
með einhliða upptöku
Bandaríkjadollarans.
Ferillinn að
upptöku
Ef pólitísk og sam-
félagsleg samstaða
næst um upptöku evru, sem
fyrsta og mikilvægasta skref í
áttina að ESB, væri tæknilega
ekki flókið að taka upp nýjan
gjaldmiðil á Íslandi. Það mundi
taka u.þ.b. 2-4 vikur í fram-
kvæmd. Gjaldeyrisforði Seðla-
banka Íslands (ca. 400 milljónir
evra) yrði að hluta notaður til að
skipta íslenskum krónum yfir í
evrur. Lykilatriði í ferlinu væri
svo að ákveða „rétta“ gengið.
Ráðlagt er að velja gengi, sem er
frekar lágt, svo að „leiðréttingar“
næstu mánuðina yrðu reiknaðar
inn í. Síðan yrði tilkynnt að ekki
væri lengur verið að prenta ís-
lenskar krónur. Þannig að smám
saman yrði gömlum seðlum og
mynt skipt út og síðasti 10-kallinn
og 1.000 króna seðillinn væri sett-
ur í glerskáp í Alþingishúsinu.
Bankareikningar einstaklinga og
fyrirtækja yrðu umreiknaðir í
evrur. Ekki væri um fastgeng-
isstefnu að ræða, frekar breyting-
arferli.
Hver er svo niðurstaðan?
Ekki er til nein töfralausn, hið
gamla virði íslenskrar krónu verð-
ur ekki endurheimt í bráð. Aðild
að ESB væri alls ekki útilokuð
með því að taka upp evru nú þeg-
ar. Það er kreppa út um allan
heim og verið að auka pen-
ingamagn innan evrusvæðisins,
sem mun leiða til verðbólgu á
næstu árum. Einnig eru ýmis
vandamál innan ESB, sem ógna
stöðugleika kerfisins. Fullkomið
öryggi er ekki hægt að fá. Nauð-
synlegt er að skoða möguleikana
vel með það í huga að tíminn er
naumur, en samt þarf að taka
ákvarðanir með langtímamark-
miðum. Til þess þarf kjark og
ábyrgðartilfinningu. Það ber að
forðast að draga kraft úr fólkinu
með því að bjóða fram skatta-
hækkun og launalækkun. Ég
skora á nýkjörna ríkisstjórn Ís-
lands að taka stefnu að trúverð-
ugri leið að upptöku evru í sam-
starfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
og í sátt við ESB. Ísland hefur
ekki efni á því að pólitísk sértrú
eða flokks- og valdahagsmunir
ráði ferðinni. Ísland hefur alla
möguleika til þess að snúa dæm-
inu við og byggja aftur upp
blómstrandi efnahags- og vel-
ferðakerfi með hvetjandi en ekki
letjandi aðgerðum fyrir almenn-
ing. Höldum okkur við efnislega
umræðu og tökum ákvörðun með
hag íslenskrar þjóðar að leið-
arljósi. Greinina í fullri lengd er
hægt að nálgast hjá höfundi.
Er til lausn á
gjaldeyriskreppu
Íslands?
Eftir Jan Triebel
Jan Triebel
»Hvaða möguleika
hefur Ísland í dag í
gjaldeyrismálum?
Kostir og gallar þess að
taka upp evru sem
gjaldmiðil.
Ferillinn að upptöku
niðurstaðan.
Höfundur er læknir og MBA-nemi
í HR.
NOKKRIR dagar
eru nú (31. mars) liðnir
frá því að aðalsaksókn-
ari ísraelska hersins,
Avichai Mendelblit,
kynnti niðurstöður
rannsóknar sinnar á
frásögnum nokkurra
ísraelskra hermanna
um alvarlega stríðs-
glæpi, sem þeir áttu að
hafa orðið vitni að í inn-
rásinni á Gaza. Nið-
urstaða saksóknarans er að í öllum til-
vikum hafi verið um sögusagnir og
orðróm þriðja aðila að ræða, þó byggð-
an að einhverju leyti á raunverulegum
atvikum. Við nána athugun á þeim til-
teknu atvikum hafi engin sök her-
manna fundist. Málið er því fellt niður
af hálfu embættis hans.
Ennþá lengra er um liðið síðan nið-
urstöður rannsóknar ísraelska hersins
á meintri árás ísraelskra skriðdreka á
skóla Sameinuðu þjóðanna, UNRWA á
Gaza voru birtar. Sú rannsókn leiddi í
ljós að herinn hafði ekki hleypt af einu
einasta skoti að skólanum, heldur að
hópi Hamas-liða á svæði nálægt hon-
um. Felldir voru þar sex Hamas-liðar
og þrír óbreyttir borgarar, en ekki
fjörutíu, eins og slegið var upp í öllum
heimsfjölmiðlum.
Einu fjöldamorðin sem framin voru
á Gaza voru fjöldamorð palestínu-
hlutdrægra fjölmiðla á æru Ísr-
aelsríkis.
Ný heildarskýrsla ísraelskra yf-
irvalda um innrásina í Gaza (Operation
Cast Lead) leiðir í ljós þær stórkost-
lega ýktu tölur um fallin
börn sem Hamas á Gaza
og ýmsar alþjóðastofn-
anir mjög hlynntar þeim
hafa dreift um heims-
byggðina til að auka á
hatur jarðarbúa á Ísrael,
eins og það sé ekki nóg
fyrir! Í skýrslunni kemur
fram að fallin börn yngri
en fimtán ára hafi verið
89, en ekki fjögur hundr-
uð eins og haldið var
fram. Eftirtektarvert er
að þessi lægri tala fall-
inna barna kemur hvergi fram í ís-
lenskum fjölmiðlum heldur er hún falin
inni í tölu um fallna óbreytta borgara.
Nú er það sjálfgefið að ekki eru allir
Íslendingar tilbúnir til að trúa nið-
urstöðum rannsóknar ísraelska hers-
ins á sjálfum sér. Þar sem ég veit að
hinn ágæti Palestínuvinur og kvik-
myndagerðarmaður Hjálmtýr Heiðdal
er á förum til Gaza, í faglegum erind-
um að ég held, langar mig að stinga
upp á því að hann verði hvattur til að
hafa samband við ísraelsku hermenn-
ina þrjá, sem komu með ásakanirnar
um ódæðisverkin og fái að taka vitn-
isburð þeirra upp á myndband. Íslend-
ingar gætu þá séð með eigin augum
hversu trúverðugur framburður þeirra
er. Í leiðinni vil ég hvetja Hjálmtý og
Palestínuvini til að gera heimild-
armynd um lífskjarabyltingu Palest-
ínuaraba frá upphafi meiriháttar end-
urkomu gyðinga til síns forna
heimalands á nítjándu öld.
1. Hvernig miklu ólæsi meðal arab-
anna var útrýmt og hvernig byggt var
upp það háþróaða menntakerfi sem nú
er, með fimtíu þúsund kennurum í
2.276 grunnskólum. Einnig æðra
skólastig með 10 hefðbundnum háskól-
um, þar sem tugir þúsunda stunda
nám, einum fimmtán tækni- og sér-
greina-háskólum af ýmsu tagi og
nítján mennta- og fagháskólum. Sam-
tals stunda nú um eitt hundrað þúsund
ungra Palestínumanna og kvenna nám
við þessa skóla.
2. Hvernig palestínska heilbrigð-
iskerfinu var komið á laggirnar með
sínum áttatíu stóru sjúkrahúsum og
fimm hundruð heilsugæslustöðum,
sem reistar voru undir hinu „grimma“
hernámi Ísraelsmanna. Auk svo
margra sjúkrabíla að engin leið er að
telja þá. 3. Hvernig ánauð örsnauðra
palestínskra bænda og leiguliða (fel-
lahin) var aflétt er þeim var veitt laun-
uð vinna við landbúnað og fyrirtækj-
arekstur gyðinganna og annarra
Evrópubúa og losnuðu við það úr vist-
ar-ánauð og þrælahaldi hjá arabískum
lénsherrum og þrælapískurum (ef-
fendi).
Það er að líkum, að uppreisn araba
við innflutningi gyðinga til landsins átti
að miklu leyti sinn uppruna hjá þess-
um arabísku þrælapískurum.
Ég bíð í ofvæni eftir þessari heimild-
armynd Palestínuvina. Í millitíðinni
vona ég að hatursárásum íslenskra
fjölmiðla gegn Ísrael linni. Ísrael er yf-
irlýst vinaríki Íslands og stóð með okk-
ur síðast í kosningunni til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Þess vinskapar
sér engan stað í íslenskum fjölmiðlum.
Fjölda-ærumorð
fjölmiðla á Gaza
Eftir Hreiðar Þór
Sæmundsson
Hreiðar Þór
Sæmundsson
» Sú rannsókn leiddi í
ljós að herinn hafði
ekki hleypt af einu ein-
asta skoti að skólanum,
heldur að hópi Hamas-
liða á svæði nálægt hon-
um.
Höfundur er kaupmaður.
ANDRI Snær
Magnason, rithöfundur,
átti viðtal um virkj-
unarmál á Íslandi við
Kolbrúnu Bergþórs-
dóttur, blaðamann, sem
birtist í Morgunblaðinu
laugardaginn 2. maí síð-
astliðinn.
Andri segir þar: „Það
var búið að byggja upp
raforkukerfi á Íslandi
sem er tvöfalt stærra en það sem
þjóðin þurfti“. Með þessu á hann við
það sem þjóðin þarf fyrir almenna raf-
orkunotkun; að stóriðjunni frátalinni.
Það er nærri lagi, en þarf ekki að vera
undarlegt. Ástæðan er fámennið sem
veldur því að hver Íslendingur ræður
yfir hundrað sinnum meiri vatnsorku
að meðaltali en hver jarðarbúi. Að
nýta vatnsorku og jarðhita er sjálf-
sagður hlutur í heimi þar sem 80%
allrar orku eru fengin úr eldsneyti úr
jörðu á tímum þegar gróðurhúsaáhrif-
in ógna öllu mannkyni. Við núverandi
aðstæður í orkumálum heimsins jaðr-
aði það nánast við glæp gegn mann-
kyni að láta slíkar orkulindir ónot-
aðar. Það er enginn nýr sannleikur að
af þeim sem mikið er gefið verður
mikils krafist. Og það er heldur ekki
ósanngjarnt.
Sjávarútvegur á Íslandi er ekki of
stór þótt hann veiði miklu meiri fisk
en Íslendingar torga sjálfir.
Ísland er mjög fámennt en nokkuð
stórt land. Fjöldi íbúa á ferkílómetra
lands er þar með því minnsta sem
þekkist í heiminum þegar frá eru talin
lönd sem eru mestmegnis undir ís og
þar með óbyggileg, eins og meginhluti
Grænlands og Suðurskautslandið.
Andri talar um „landslag sem er
eitt það dramatískasta sem sést hefur
á hvíta tjaldinu“ og á þar við landslag
á Íslandi. Hér er sú gamla saga á ferð-
inni að hverjum þykir sinn fugl feg-
urstur fugla, sem er í
sjálfu sér ekkert við að
athuga. Það þykir fólki
hvarvetna um heims-
byggðina, enda þótt það
geti af augljósum
ástæðum ekki allt verið
satt. Orðalagið er mein-
laust ef menn taka það
ekki bókstaflega! Og við
eyðileggjum ekki þetta
landslag þótt við nýtum
orkuna.
Hann segir líka að
„gagnrýni var flokkuð
sem áróður á Íslandi“. Það er mikið
til í því hjá honum. Íslendingar eru
margir hverjir óþarflega viðkvæmir
fyrir gagnrýni. Ég hygg að ein
ástæðan fyrir því sé sú, að gagnrýni
er hér á landi oft sett fram með öfg-
um og á persónulegum nótum í ríkara
mæli en annars staðar, sem er ljótur
ávani. Öfgar koma óorði á gagnrýni.
Ennfremur segir Andri: „Vís-
indamenn sem stóðu í vegi fyrir
stórum ákvörðunum fengu á baukinn
og misstu lífsafkomuna eða voru
lækkaðir í tign“. Hvaða vísindamenn
fengu á baukinn og frá hendi hverra?
Meðan þeirri spurningu er ekki svar-
að er þessi staðhæfing órökstuddur
sleggjudómur, sem ekki er mark á
takandi og er Andra ósamboðinn.
„Við Íslendingar erum nú þegar
orðnir einn stærsti álframleiðandi í
heimi“ segir í viðtalinu. Á Íslandi eru
framleidd milli 2 og 3% þess áls sem
framleitt er í heiminum. Hvernig
rímar það við að Íslendingar séu einn
stærsti álframleiðandi heimsins?
Andri segir: „Stórframkvæmdir árið
2002 styrktu krónuna um 10-20% og
eyðilögðu fleiri langtímastörf í út-
flutningsgreinum“.Þetta er órök-
studd fullyrðing. Enda þótt Kára-
hnjúkavirkjun sé stærsta einstaka
virkjunin sem líklega verður nokkru
sinni reist á Íslandi, „langstærsti
draumurinn“, sem vissulega fór mik-
ið fyrir meðan á henni stóð, og hafði
þensluáhrif, þá átti hún samt ekki
mestan þátt í þenslunni. Mun stærri
þensluvaldur var húsbyggingaæðið á
suðvesturhorninu og tengdar lóða- og
gatnaframkvæmdir sveitarfélaga þar
til að mæta öllum þessum nýju húsum,
sem mörgum hverjum var hröslað
upp með óvönduðum vinnubrögðum
sem kaupendur síðan supu seyðið af.
Bankarnir kyntu undir þessu æði með
100% lánum sínum. Umtalsverður
hluti þessara húsa stendur nú ónot-
aður í kreppunni. Þetta var meg-
inorsök þenslunnar.
Annar mikilvirkur þáttur þensl-
unnar var innflutningur fjármagns
sem fengið var að láni erlendis og var-
ið í neyslu en ekki varanlegar fram-
kvæmdir og lántakendur reynast nú
ekki borgunarmenn fyrir. Endur-
greiðsla þess fjár sem tekið var að láni
í Kárahnjúkavirkjun er á hinn bóginn
tryggð í samningum til áratuga.
Nærri mun láta að um 80% af stofn-
kostnaði Kárahnjúkavirkjunar liggi í
stíflum og mannvirkjum neðanjarðar,
í skjóli fyrir veðrum og vindum, sem
endast munu í aldir með eðlilegu við-
haldi, en 20% í vélum og rafbúnaði
sem endurnýja þarf, segjum á 40 ára
fresti. Eftir 40 ár höfum við greitt
stofnkostnað virkjunarinnar niður. Að
lokinni fyrstu endurnýjun véla og raf-
búnaðar stöndum við uppi með virkj-
un sem skilar raforku fyrir rúmlega
20% þess sem hún gerði á fyrstu 40
árunum og mun gera það um aldir.
Þessi ábati skilar ekki miklu núvirði í
hefðbundnum núvirðisreikningum.
En afkomendur okkar um aldir munu
njóta forsjálni þeirra manna nú á tím-
um sem stóðu að Kárahnjúkavirkjun.
Þeir munu áreiðanlega kunna að meta
þá forsjálni.
Raforkukerfið á Ís-
landi er ekki of stórt
Eftir Jakob
Björnsson
»Mun stærri þenslu-
valdur var húsbygg-
ingaæðið á suðvest-
urhorninu og tengdar
lóða- og gatnafram-
kvæmdir sveitarfélaga
þar til að mæta öllum
þessum nýju húsum ...
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.