Morgunblaðið - 12.05.2009, Page 31

Morgunblaðið - 12.05.2009, Page 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands býður í haust í fyrsta skipti upp á námskeið fyrir ungmenni sem eru komin langt í hljóðfæranámi. Nám- skeiðinu lýkur með tónleikum laug- ardaginn 26. september, þar sem Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, eins og ákveðið hefur verið að kalla hljómsveitina, leikur Sinfóníu nr. 5 eftir Dimitri Sjostakovits, undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra Sinfón- íuhljómsveitarinnar, Rumons Gamba, en hann verður jafnframt að- alleiðbeinandi á námskeiðinu. Arna Kristín Einarsdóttir er tón- leikastjóri hljómsveitarinnar: „Þetta er viðbót í starfsemi hljómsveit- arinnar. Við erum mjög meðvituð um gildi fræðslustarfs í því að efla okkar áheyrendahóp og þurfum að vera virk í því að ná til yngri áheyrenda. Við trúum því að með þessu starfi gerum við það. Við erum líka að huga að framtíð hljóðfæraleiks á Íslandi. Það þarf að vera til ungt fólk sem getur tekið við af þeim eldri.“ Upplifa heim atvinnumennsku Arna segir verkefnið mikilvæga leið til að ná til ungs fólks, og að kom- ast í bein tengsl við það. Öll umgjörð námskeiðsins er miðuð að því að unga fólkið upplifi því sem næst sömu vinnu og fram fer í hljómsveit- inni dags daglega og upplifi heim at- vinnumennskunnar í tónlistinni. Ru- mon Gamba verður sem fyrr segir aðalleiðbeinandi, en auk þess munu hljóðfæraleikararnir ungu fá raddæf- ingar á sín hljóðfæri með leiðurum hljómsveitarinnar. Arna segir nám- skeiðið byggt á fyrirmynd frá Sinfón- íuhljómsveitinni í San Francisco. „Þar er starfrækt ungliðahljómsveit, sem þykir ein sú besta í Bandaríkj- unum. Stjórnandi þeirrar sveitar, Benjamin Shwartz stjórnaði Sinfón- íuhljómsveitinni á tónleikum í mars, og þá fengum við tækifæri til að ræða við hann um ungmennastarfið. Það kom fram hjá honum, að það að unga fólkið fái að vinna með hljómsveit- arfólkinu, leiðurum hljóðfærahóp- anna, sem eru alla daga að finna lausnir í hljómsveitarleiknum, sé lyk- illinn að því að hljómsveitin verði góð. Það er grunnvinnan, en svo kemur hljómsveitarstjórinn og púslar öllu saman í listrænu vinnunni.“ Ekkert námskeiðsgjald verður innheimt af unga fólkinu og segir Arna það gott, þar sem ungt fólk sé sá hópur sem eflaust fari hvað verst út úr kreppunni. Sinfóníuhljómsveitin hefur haldið úti tónleikum fyrir ungt fólk undir yf- irskriftinni „Heyrðu mig nú“. Arna segir að þar hafi glöggt komið í ljós hve Rumon Gamba hafi sérstakt lag á því að ná til ungs fólks. Samstarf verður haft við tónlistar- skólana um verkefnið. Miðað verður við að nemendur frá miðstigi og upp- úr geti sótt um, nemar á aldrinum 12 – 21 árs, en þeir lengst komnu ganga fyrir, en reynt verður að taka sem flesta. Unga fólkið fær líka að spreyta sig á leiðarastarfi hvers hljóðfærahóps, og fær það að þreyta prufuspil um það sæti. „Þannig er það í atvinnumennskunni, þeir sem leiða sinn hljóðfærahóp geta alls staðar átt von á því að þurfa að fara í prufuspil fyrir leiðarastarfið.“ Hefðin er til staðar Á áttunda áratug síðustu aldar var Sinfóníuhljómsveit æskunnar starf- rækt í mörg ár í samvinnu Tónlistar- skólans í Reykjavík og bandaríska fiðluleikarans og hljómsveitarstjór- ans Pauls Zukofskys. Sú starfsemi lagðist af fyrir aldamótin. Á síðustu árum hefur ungt fólk einnig starf- rækt eigin hljómsveit, Ungfóníu, sem Gunnsteinn Ólafsson hefur stjórnað. Þá hafa tónlistarskólarnir líka haft hljómsveitir innan sinna vébanda. Fjölmargir hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands fengu sína fyrstu reynslu af hljómsveit- arleik í Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar. Ungsveit Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands verður með eina tónleika á ári, og nýr hljómsveit- arstjóri verður ráðinn í hvert sinn. „Þótt margir hafi verið að gera frá- bæra hluti tel ég að við getum gert þetta stærra í sniðum, og við von- umst auðvitað eftir samstarfi við sem flesta. Við erum mjög meðvituð um að leiðin að því að fjölga áheyrendum, sem þó eru margir í dag, er sú að vera í virku samstarfi við ungt fólk. Með því að nýta aðstöðu okkar og þekkingu, á tímum þegar aðrar hljómsveitir glíma við niðurskurð í fræðslumálum, getum við látið þenn- an draum okkar rætast.“ Virkt samstarf við ungt fólk Morgunblaðið/Einar Falur Sinfónían stofnar Ungsveit Öll umgjörð námskeiðsins er miðuð að því að unga fólkið upplifi heim atvinnumennskunnar í tónlistinni.  Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands tekur til starfa í haust með námskeiði og tónleikum  Starfar í umhverfi atvinnumennskunnar undir stjórn Rumons Gamba Morgunblaðið/Ásdís Tónleikastjóri Arna K Einarsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Hljómsveitarstjóri Rumon Gamba. Í TILEFNI Menningarvors í Mosfellsbæ er boðið upp á dag- skrá í Bókasafni og Listasal Mosfellsbæjar, í samráði við listamenn úr Mosfellsbæ, þrjá þriðjudaga nú í sumarbyrjun. Önnur dagskráin fer fram í kvöld, 12. maí, kl. 20 til 21.30. Jón Kalman Stefánsson rithöf- undur kemur og spjallar við gesti um verk sín. Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Hrönn Helgadóttir organisti spila af fingrum fram. Tindatríóið og kvartettinn Spari- tónar flytja einnig nokkur lög. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir og heitt á könnunni. Hugvísindi Jón Kalman spjall- ar um verk sín Jón Kalman KLASSÍSKI listdansskólinn heldur útskriftarsýningu í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Skólinn hefur verið starf- ræktur í 15 ár en útskrifar nú fyrsta nemendahóp sinn af framhaldsbraut. Nemendur sýna dansverk samin í samvinnu við danshöf- und, endursköpun þekktra dansverka, dansverk samin af nemendunum sjálfum, víd- eóverk, ljósmyndainnsetningu og rannsókn- arkynningu. Miðasala er í Borgarleikhúsinu. Miðaverð er 1.200 kr. fyrir námsmenn en 2.500 kr. fyrir aðra. Dans Útskriftarsýning listdansara Ballettdans. ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Fella- og Hóla- kirkju annað kvöld, miðviku- daginn 13. maí, kl. 20. Þema tónleikanna er trúar- tónlist úr ýmsum áttum og mun kórinn frumflytja mess- una Missa Lumen eftir tón- skáldið Maierhofer ásamt ein- söngvurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Huldu Björk Garðarsdóttur og strengjasveit Árnesinga. Píanóundirleikur er í höndum Judith Þorbergs- son og stjórnandi er Gunnar Ben. Nánir upplýsingar á www.kor.is Tónlist Vortónleikar Árnesingakórsins Hulda Björk BALLETTDANSARAR í Covent Garden hafa hækkað viðmiðið í fóta- lyftingum smátt og smátt í gegnum árin. Rannsókn sýnir að á und- anförnum fimmtíu árum hafa þeir lyft fótunum stig af stigi hærra á sviði. Borin var sam- an frammistaða dansara í röð af uppfærslum á ballettinum Þyrnirós í Kon- unglega óp- eruhúsinu og kom í ljós að fóta- lyftingar hafa aukist. Þykir það endurspegla nú- tímasmekk fyrir líkamlegum öfgum. Dansarar verða að ganga lengra og taka meiri áhættu nú en áður og nú- tíma danshöfundar vilja sjá öfga- fyllri stellingar. Þeir sem að rannsókninni stóðu söfnuðu myndum og myndböndum frá uppsetningu á Þyrnirós og ein- blíndu á eitt atriði úr fyrsta þætti. Þeir fundu út að á tímabilinu frá 1946 til 2004 hafa fótalyftingar farið hækkandi. Markmið dansara er að bæta lóðrétta línu líkamans, fara í einskonar lóðrétt splitt. Talið er að ástæðurnar fyrir þessu séu m.a þörf danshöfunda fyrir að gera eitthvað nýtt og öðruvísi og að þjálfun í ballettskólum sé orðið mik- ið harðari og því sveigjanleiki dans- ara meiri. Fyrir fimmtíu árum vor- udansarar ekki eins liðugir en núna vinna þeir í því og vilja koma fæt- inum eins hátt og mögulegt er. Þess- ar öfgar eru þó ekki taldar gera heilsu dansarana á efri árum gott. Reuters Ballett ...svona hærra með fótinn. Öfgafyllri fótalyftingar Ballettdansarar ganga lengra Upplyfting Úr Rósagarðinum. ÆVINTÝRABÆKURNAR eftir Enid Blyton verða endurútgefnar í Bretlandi í haust af Egmont Press útgáfunni. Það sem vekur at- hygli í nýju útgáf- unni er að Fre- derick Algernon Trotteville hefur fengið róttæka útlitsbreytingu. Frederick er leið- togi krakka- hópsins og er kallaður Fatty eða Feiti í ensku útgáfunni en fékk nafnið Finnur í þeirri íslensku. Í gömlu bókunum er hann þéttur drengur eins, og viðurnefnið gefur til kynna, en í nýju útgáfunni er hann hafður grennri og látinn klæð- ast gallabuxum. Samkvæmt útgáfu- félaginu er nýtt útlit hans fyrir nýja kynslóð lesenda. Notaðar eru ljós- myndir í staðinn fyrir teikningar í nýju útgáfunni og var fjöldi krakka boðaður í prufur til að finna rétta út- litið. Niðurstaðan varð síðan sú að hafa Finn grennri og gæjalegri. Finnur frækni látinn grennast Enid Blyton Fræðslustarf Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands tók nýja stefnu þegar hljóðfæraleikarar hljóm- sveitarinnar Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson sömdu verkefni í barnabók og tónlist um Maxímús Músíkús. Í söguna fléttast ferð músarinnar á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit, og er lagt upp með það að hljóm- sveitir geti nýtt verkefnið í þágu barna. Tónleikar hljómsveit- arinnar með Maxa mús hafa verið gríðarlega vinsælir og bókin hefur þegar verið þýdd á nokkur erlend mál og er komin út í Færeyjum. Um helgina komu fræðslu- fulltrúar erlendra hljómsveita á tónleika með músinni, til að kynna sér verkefnið. Þau voru frá Berlínarfílharmóníunni, London Symphony Orchestra, Konunglegu Fílharmóníunni í Stokkhólmi og Concertgebouw í Amsterdam, og funduðu með íslenskum fulltrú- um verkefnisins á eftir. Hljóm- sveitirnar eru að sögn Örnu mjög spenntar fyrir því að fá Maxímús Músíkús til sín. Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón hefur annast ráðgjöf og kynningu á verkefninu erlendis í samvinnu við Hallfríði sem Anna Hildur segir hafa unnið gríð- arlega gott undirbúningsstarf. „Við höfum unnið að þessu í tæpt ár og planið sem við lögð- um upp með í byrjun hefur geng- ið fullkomlega eftir, eins og það að fá hingað það fólk sem kom um helgina. Þetta eru stærstu hljómsveitir í Evrópu og koma þeirra er mælikvarði á það að verkefnið hefur aðdráttarafl. Það verður mjög spennandi að fylgj- ast með framhaldinu.“ Erlendar hljómsveitir hrífast af Maxímús En fall er fararheill eins og sagt er og vonandi að ferðin austur til Bandaríkjanna gangi betur 32 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.