Morgunblaðið - 12.05.2009, Side 33

Morgunblaðið - 12.05.2009, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Kvikmyndin The Boat ThatRocked fjallar um þádapurlegu tíma þegartónlistarsmekkur unga fólksins var gjörsamlega hundsaður á öldum ljósvakans. Við á SV- horninu höfðum til allrar hamingju „Kanann“, til að stytta okkur stund- ir, en þó svo að breska poppbyltingin væri að leggja undir sig heiminn fór það lengi vel framhjá Breska rík- isútvarpinu, BBC. Popp-fyrirlitning þeirra sem þar réðu húsum (hér per- sónugerðir af kostulega útlítandi Branagh), gerði að verkum að upp risu svokallaðar „sjóræningjastöðv- ar“, staðsettar um borð í gömlum fiskiskipum sem lagt var rétt utan bresku landhelginnar „Radio Rock“ er sjálfsagt byggð á Radio Caroline, frábærri sjóræn- ingjastöð sem sendi út gullald- arpoppið allan sólarhringinn. Ég man ekki betur en að hún heyrðist hér norður í höf, líkt og Radio Lux- embourg sem sendi út svipaða tón- list. Því miður fær þessi ágæta stöð og „sjóræningjarnir“, sem henni stjórnuðu, bragðdaufa umfjöllun í The Boat That Rocked. Myndin er undir væntingum frá hendi Curtis, sem leikstýrði Love Actually, eftir að hafa gert af og til góða hluti sem handritshöfundur. Hann fyllir myndina af „skrautlegum“ per- sónum sem eru plötusnúðar sjóræn- ingjastöðvarinnar, undir stjórn Quentins, sem Nighy gerir að lit- lausum manni í litskrúðugum bún- ingum. Lífið um borð er eitt, langt og úldið partí og kvennafar því skipsfarmar grúppía (klæddar að hætti Mary Quant) koma reglulega til að fullnægja kynferðislegum þörf- um plötusnúða. Vesælu ástaræv- intýri er bætt út í lífið um borð og spurningum um óvisst faðerni eins plötusnúðsins. Það eina sem gleður eyrað eru lagstúfar eftir Kinks og aðra snillinga þess sjöunda og fyrr- greindur Branagh sem er skemmti- lega ýktur sem ímynd þröngsýnnar valdastéttar. Curtis fyllir bátinn af frægum leikurum, líkt og hans er vani. Því miður, stórleikarinn Hoffman er að mestu leyti gleymdur, líkt og Thompson. Ifans á sér e.t.v. áhang- endur sem eru ánægðir með frammi- stöðu hans, leikarinn var mun skárri á velktri nærbrókinni í Notting Hill sem byggð er á öðru og margfalt betra handriti Curtis. Hugmyndin, að minnast vel þeg- innar tímamótastarfsemi Radio Car- oline við að opna eyru heimsins fyrir dægurtónlist sem breytti heiminum, er út af fyrir sig góðra gjalda verð en er víðs fjarri markmiðinu. The Boat That Rocked er stjórnlaus kláfur í hafsnauð. saebjorn@heimsnet.is Bátur í nauðum Rokkbátur „The Boat That Rocked, er stjórnlaus kláfur í hafsnauð,“ segir meðal annars í dómnum. Smárabíó, Borgarbíó The Boat That Rocked bmnnn Leikstjóri: Richard Curtis. Aðalleikarar: Philip Seymour Hoffman, Bill Nighy, Rhys Ifans, Chris O’Dowd, Gemma Ar- terton, Kenneth Branagh, Jack Daven- port, Nick Frost, Emma Thompson, Ja- nuary Jones. 129 mín. England. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Í upphafi The Boat That Rocked, kemur fram að á öndverðum 7. ára- tugnum eyddi BBC 45 mínútum af sínum dýrmæta útsendingartíma í popptónlist. Slík var íhaldssemin hérlendis að Gufan taldi Lög unga fólksins yfrið nóg fyrir okkur ung- lingana. Þátturinn stóð í klukku- tíma á viku, þar fyrir utan fengum við að hámarki 45 mínútur til við- bótar af eðalpoppi sem skaut upp kollinum, einkum í Óskalögum sjó- manna og sjúklinga, ef minnið bregst mér ekki Á laugardags- kvöldum var uppáhaldsefni Guf- unnar „syrpur“, (LP). með ein- hverjum erlendum danshljómsveitum sem enginn man lengur. Að flestu öðru leyti stóð „gamla, góða Gufan“, sig með þeirri prýði sem einkennir dagskrá hennar enn þann dag í dag. Ástandið á ísa köldu landi GLANSPÍAN Paris Hilton segir að erfiðasta lífsreynsla sín hafi verið þegar hundurinn hennar hvarf. Þessi ummæli stúlkunnar hafa vakið tölu- verða athygli í ljósi þess að hún hef- ur lent í einu og öðru um ævina, en ár- ið 2003 lak kynlífsmyndband með henni og fyrrverandi unnusta hennar, Rick Salomon, á netið. Þá eyddi hún 23 dögum í fangelsi árið 2007 eftir að hafa verið fundin sek um að keyra án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Hún segir þetta þó ekki hafa verið neitt miðað við það þegar chihuahua-hundurinn henn- ar, sem nefnist Tinkerbell, hvarf. „Það var svo hræðilegt. Hún var týnd í heila viku og ég vissi ekki hvort hún kæmi aftur eða ekki. Þetta var eins og að missa barnið sitt. Hún var samt bara rétt hjá allan tímann, heima hjá gamalli konu. Konan horfði hins vegar ekkert á sjón- varpið þannig að hún vissi ekki að hund- urinn minn var horfinn. En svo sá hún auglýsingu þannig að ég fékk Tinkerbell aftur,“ segir Hilton. Hundahvarf verra en kynlífsmyndband Reuters ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak (Stóra sviðið) Creature - gestasýning (Kassinn) Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið) Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fim 14/5 kl. 20:00Aukas. Ö Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Fös 15/5 kl. 20:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 U Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Mið 27/5 kl. 20:00 Lau 23/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Fim 4/6 kl. 18:00 U Fös 5/6 kl. 18:00 U Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 Ö Lau 13/6 kl. 17:00 Ö Sun 14/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 17:00 U Sun 30/8 kl. 14:00 Sýningar haustsins komnar í sölu Yfir 40 uppseldar sýningar. Sýningum lýkur 15. maí Kolklikkaður leikhúskonsert - aðeins fjórar sýningar Aðeins tvær sýningar Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið) Lau 23/5 kl. 19:00 ný aukaU Lau 23/5 kl. 22:00 ný aukaU Ökutímar (Nýja sviðið) Mið 13/5 kl. 20:00 5kort U Fim 14/5 kl. 20:00 6kort U Fös 15/5 kl. 19:00 U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 19:00 U Mið 20/5 kl. 19:00 8kort U Fim 21/5 kl. 20:00 Ö Fös 22/5 kl. 19:00 aukas Ö Lau 23/5 kl. 19:00 aukas Sun 24/5 kl. 20:00 aukas Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö Aðeins sýnt í maí. Söngvaseiður - „Stórkostleg skemmtun“ Pressan Mið 13/5 kl. 20:00 4kort U Fim 14/5 kl. 20:00 5kort U Fös 15/5 kl. 20:00 6kort U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 16:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 8kort U Mið 20/5 kl. 20:00 U Fim 21/5 kl. 16:00 U Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U Lau 23/5 kl. 20:00 U Sun 24/5 kl. 16:00 U Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasU Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 Ö Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 13/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 16:00 U Frumsýning 8. maí! Við borgum ekki (Nýja sviðið) Hárbeittur gamanleikur eftir Dario Fo Fös 5/6 kl. 20:00 fors. Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U Lau 6/6 kl. 22:00 Mið 10/6 kl. 20:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Lau 13/6 kl. 20:00 Sun 14/6 kl. 20:00 Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Aðeins örfáar sýningar Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 U Fös 22/5 kl. 20:00 Ný sýn Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýn Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn LEIKKONAN Liv Tyler er heltekin af húlahoppi. Hún segir að eina leiðin til að hún haldi sér í formi sé að gera æfingarnar skemmtilegar. Meðal annars notar hún húla- hring til að styrkja magann og er það ein af hennar uppáhalds- æfingum. „Ég er nýbúin að fá mér húlahring, ég set uppáhaldslagið mitt á fóninn og húlahoppa svo þar til laginu lýkur og ég er búin á því. Það er mjög skemmti- legt,“ segir Tyler. Hin 31 árs leikkona er staðráðin í að fá ekki líkamsrækt á heilann og reynir að einblína á það sem henni líkar við líkama sinn. „Það eina sem þú getur gert er að gera þitt besta og sættast við sjálfan þig eins og þú ert. Ég hef alltaf haft stóran maga en sem betur fer er ég með mjóa ökkla.“ Húlahopp í uppáhaldi Húla Liv Tyler, í bláum kjól, með Kate Hudson. Reuters TÓNLISTARMAÐURINN Boy George er laus úr fangelsi, ellefu mánuðum fyrr en til stóð. Hann var dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi í janúar fyrir að hafa haldið norskum fylgdarpilti föngnum heima hjá sér á árinu 2007. Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla var Boy George látinn laus vegna góðrar hegðunar en hann þarf að ganga með stað- setningartæki um ökklann næstu mánuði og mæta á fundi hjá skilorðsfulltrúa sínum reglulega. Boy George, sem er 47 ára og fyrrum söngvari Cult- ure Club, var sakaður um að hafa handjárnað 29 ára gamlan Norðmann, Audun Carlsen, og barið hann með járnkeðju þegar hann reyndi að flýja íbúð popparans í kjölfar nektarmyndartöku. George, sem heitir réttu nafni George O’Dowd, ját- aði að hafa handjárnað Carlsen í apríl árið 2007. Hann sagði hins vegar að hann hefði gripið til þessa ráðs eftir að grunsemdir vöknuðu hjá honum að Norðmaðurinn hafi átt við tölvuna hans og náð þaðan ljósmyndum. Laus Boy George er aftur meðal frjálsra manna. Laus úr fangelsi Hundakona Paris Hilton.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.