Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
129. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«KVENNABOLTINN RÚLLAR
SIGURMARK BREIÐA-
BLIKS Í SÍÐUSTU SPYRNU
«SJÓNVARPSÞÆTTIR
HEIÐUR OG SÆMD
Í SNÆFELLS SÖGU
Eftir Magnús Halldórsson
og Þórð Snæ Júlíusson
MINNST 10 milljarða króna vantar
í eignasafn Sjóvár svo að eiginfjár-
hlutfall félagsins teljist jákvætt,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Sjóvá uppfyllir því ekki
lágmarkskröfur um gjaldþol, sem
er nauðsynlegt eigið fé til að geta
starfað sem tryggingafélag sam-
kvæmt lögum.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að slæma stöðu Sjóvár megi rekja
til þess að fyrrverandi eigandi fé-
lagsins, Milestone, færði eignir inn
í það á árinu 2007. Eignirnar, sem
meðal annars eru erlendar fast-
eignir og innlend verðbréf, voru
færðar til Sjóvár til að jafna út við-
skiptaskuld sem hafði skapast á
milli félaganna í tengslum við kaup
Milestone á Moderna í Svíþjóð.
Milestone gat gert þetta vegna
sterkrar stöðu bótasjóðs Sjóvár.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir vátrygginga-
rekstur Sjóvár góðan og að sá hluti
starfseminnar standi traustum fót-
um.
Hagur viðskiptavina tryggður
„Það er hins vegar ljóst að vegna
markaðsaðstæðna hefur verið mikið
tap af fjárfestingastarfsemi félags-
ins,“ segir Árni. „Við höfum unnið
að endurskipulagningu félagsins á
síðustu mánuðum og nú hillir undir
lok þeirrar vinnu. Markmiðið með
endurskipulagningunni er að
tryggja hagsmuni viðskiptavina og
hámarka verðmæti félagsins. Við
gerum ráð fyrir að með endur-
skipulagningunni muni félagið
standa uppi með sterkan efnahags-
reikning og trausta vátrygginga-
starfsemi. Við gerum ekki ráð fyrir
að endurskipulagning hafi áhrif á
daglega starfsemi félagsins eða við-
skiptavini þess og mun félagið
áfram veita sömu góðu þjónustu og
hingað til.“
Veðsettu bótasjóð | Viðskipti
Vantar minnst 10 milljarða
til að tryggja stöðu Sjóvár
Sjóvá vantar að minnsta kosti 10 milljarða
Milestone veðsetti bótasjóð félagsins
Vátryggingareksturinn er þó traustur
Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur
FYRSTU kerskálar álvers Norður-
áls í Helguvík rísa hægt og rólega.
Kraftur kemst þó ekki í fram-
kvæmdina fyrr en fjármögnun verk-
efnisins og tengdra virkjana lýkur.
Unnið er að byggingu fyrstu
tveggja kerskála væntanlegs álvers.
Þeir eru fyrir fyrsta 90 þúsund
tonna áfanga verksmiðjunnar.
Starfsmenn ÍAV eru liðlega hálfn-
aðir við burðarvirki skálanna og
byrjaðir að reisa stálbogana yfir. Þá
er verið að steypa undirstöður fyrir
kerin og steypa veggi spennistöðv-
ar. Þá er búið að vinna mikið í lóð-
inni og nánast lokið allri jarðvinnu
fyrir fyrsta áfanga álversins. Einnig
er unnið að hafnargerð á vegum
Reykjaneshafnar.
Ágúst Hafberg, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar og sam-
skipta hjá Norðuráli, segir að áfram
verði unnið að þessu verki fram eftir
ári. Jafnframt er unnið að fjár-
mögnun verkefnisins. Ágúst segir að
ljúka þurfi umhverfismati línulagna
og virkjana og afla nauðsynlegra
leyfa og fjármögnun þessara verk-
efna. Hann segir ekki hægt að segja
til um það á þessari stundu hvenær
hægt verði að setja framkvæmdir
við álverið á fullt skrið. helgi@mbl.is
Fyrstu kerskálarnir rísa rólega í Helguvík
Morgunblaðið/RAX
SEÐLABANKINN mat hver
kostnaðurinn af fjármálaáfalli gæti
orðið og birti í fjármálastöðugleika-
skýrslu í maí í
fyrra. Með hlið-
sjón af al-
þjóðlegri reynslu
taldi bankinn að
heildartap við
fjármálaáfall
gæti numið allt
að 400 til 500
milljörðum króna
eða 30-40% af
vergri landsframleiðslu eins árs, en
það myndi dreifast á allmörg ár.
Matið gerði Seðlabankinn eftir að
hafa fengið einn færasta fjármála-
kreppusérfræðing heims, Andrew
Gracie, til að meta mögulegar leiðir
vegna svartrar stöðu bankanna.
Morgunblaðið hefur glærur sér-
fræðingsins undir höndum.
Með Gracie voru áætlanir gerðar
tækist Glitni ekki að fjármagna sig
fyrir stóran gjalddaga í október og
færi í þrot. Ráðuneytisstjórar helstu
ráðuneyta fengu kynningu. »8
Seðlabankinn undirbjó sig
vegna svartrar stöðu banka
HOLUMYNDAVÉL verður í sum-
ar notuð til að fylgjast með sambýli
lunda og sjósvölu í Elliðaey. Sam-
búðin hefur vak-
ið athygli vís-
indamanna, en
sjósvölurnar
virðast nýta sér
dugnað lundans
við holugröftinn
og gera sér
hreiður í lunda-
holum. Sambýli
lunda og sjó-
svölu af því tagi sem sést hefur í
Elliðaey mun ekki vera þekkt ann-
ars staðar. Í Eyjum er stærsta
lundabyggð í heimi og stærsta sjó-
svölubyggð í Evrópu er einnig í
Vestmannaeyjum. »13
Sambýli lunda og sæsvölu
vekur athygli vísindamanna
LANGTÍMAATVINNULEYSI er
tekið að aukast og þeir sem verið
hafa á skrá lengur en sex mánuði
voru 3.269 í lok apríl, en voru 1.749
í lok mars, og eru nú um 20% allra á
atvinnuleysisskrá. Þeim sem hafa
verið atvinnulausir í meira en eitt
ár er ekki tekið að fjölga að ráði en
þeir voru 361 í lok mars. »16
Langtímaatvinnuleysi er
um 20% og fer vaxandi
Jafnt var í kjöri til stjórnar Byrs
sparisjóðs á aðalfundi í gær.
B-listi fékk 48% og þrjá menn og
A-listi 46% og tvo menn kjörna í
stjórnina.
VIÐSKIPTI
Fengu þrjá menn
í stjórn Byrs
Áhættudreifing er lykilatriði í upp-
byggingu sparnaðar til lengri tíma
og ekki síst við núverandi að-
stæður. Búast má við lækkun vaxta
á innlánum.
Heppilegt að
dreifa innlánum
Jóhanna Hrefnudóttir opnaði
Krakkahöllina, sem er eins konar
hoppkastalahöll fyrir fjölskyldur,
til að slá á neikvæðnina í þjóðfélag-
inu.
Hoppandi ánægð
í Krakkahöllinni
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y
LÖGFRÆÐI
BA / ML
LÁTTU TIL ÞÍN TAKA!
W
W
W
.H
R
.I
S
Umsóknarfrestur er til 31. maí
VIÐ HR