Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir banda- rískum ferðamanni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn íslenskri stúlku á hótelherbergi aðfaranótt 8. maí sl. Rétturinn taldi að lög- reglu hefði gefist nægur tími til að ljúka rannsókn á þeim þáttum sem talið er að maðurinn gæti haft áhrif á, gengi hann laus. Í stað gæsluvarðhalds sætir maðurinn farbanni til kl. 16 á morgun Í greinargerð lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins kemur fram að stúlkan hafi verið að skemmta sér, ásamt vinkonu sinni, á skemmtistað í miðborg Reykjavík- ur, sem er við hlið hótelsins sem ferðamaðurinn gisti á. Stúlkurnar hittu tvo bandaríska ferðamenn á staðnum og eftir að hafa drukkið með þeim nokkurt magn áfengis fór önnur þeirra upp á hótelher- bergi með öðrum ferðamannanna og höfðu þau þar samfarir. Eftir samræðið yfirgaf maðurinn herbergið og sagði við stúlkuna að hann ætlaði að fá sér að borða en yrði ekki lengi. Stúlkan sofnaði á meðan. Hún vaknaði síðar við það að hún var kysst á hálsinn. Dimmt var í herberginu og taldi hún að um sama mann væri að ræða. Þau höfðu samfarir en aðeins eftir þær gerði stúlkan sér grein fyrir að um félaga mannsins var að ræða. Neituðu báðir sök Stúlkunni var mjög brugðið og flúði hún inn á salerni herberg- isins. Þegar hún kom aftur fram hafði maðurinn yfirgefið herberg- ið. Stúlkan taldi víst að um sam- antekin ráð væri að ræða. Hún kærði því báða mennina til lög- reglu. Við skýrslutöku hjá lögreglu neituðu báðir mennirnir að hafa skipulagt nauðgun. Síðari maður- inn sem hafði samræði við stúlk- una sagði m.a. að þau hefðu heils- ast þegar hann kom inn í herbergið. Eftir atlotin hefðu þau legið saman, faðmast og kysst áður en stúlkan fór inn á salernið. Einn- ig tók hann fram að vinkona stúlk- unnar hefði gefið í skyn fyrr um kvöldið að stúlkan vildi hafa mök við þá félagana samtímis. Læddist inn á eftir félaganum  Grunur leikur á að tveir bandarískir ferðamenn hafi skipulagt nauðgun STRÁKARNIR drógu ekki af sér í körfuboltanum á vellinum við Laugar- nesskólann og troðslan gaf ekkert eftir því sem sést hjá þeim sem lengra eru komnir í íþróttinni. Morgunblaðið/Heiddi Troðið með tilþrifum Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „MÉR finnst hæpið að draga þá ályktun að verslanir séu eitthvað að maka krókinn. Aðstæður í þjóðfélag- inu bjóða ekki upp á neitt slíkt,“ seg- ir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri SVÞ, en fram kom í Morgunblaðinu í gær að verð á sér- vöru eins og fötum og skóm hefur á síðustu mánuðum hækkað langt um- fram almennar verðlagshækkanir. Haft var eftir hagfræðingi ASÍ að gengisbreytingar skýrðu þessa þró- un að miklu en ekki að öllu leyti. Þannig hefði innlendur kostnaður ekki hækkað og laun verslunarfólks og leiga á húsnæði ekki hækkað um 50%, líkt og föt og skór síðan í janúar árið 2008. Á sama tíma hefur kaup- máttur launa rýrnað um 9-10%. Andrés segir það ekki eiga að koma neinum á óvart að vörur hafi hækkað verulega að undanförnu. Hann segist um leið ekki hafa neinar forsendur til að álykta sem svo að verðhækkunin sé meiri en ytri að- stæður hafi gefið tilefni til. „Það er virk samkeppni í landinu og alveg klárlega hvað föt varðar. Ég get ekki ímyndað mér að í því ástandi sem ríkir, þegar kaupmáttur fer lækkandi, séu fyrirtækin í nokk- urri aðstæðu til að ganga hart fram í hækkunum umfram eðlilega álagn- ingu,“ segir Andrés og bætir við að aðstæður fyrir fyrirtækin í landinu séu eins ömurlegar og þær geti orð- ið. „Við erum með ónýtan gjaldmiðil, þar sem krónan hefur aldrei verið veikari. Þegar síðustu spár benda til að vísitalan fari ekki niður fyrir 200 stig á næstu þremur árum er engin ástæða til bjartsýni í greininni eða að kaupmáttur almennings muni aukast mikið.“ Minnkandi velta í dagvöru Mikill samdráttur hefur orðið í sér- vöruverslunum að undanförnu og sal- an minnkað jafnt og þétt í vissum teg- undum verslana. Í nýjum tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar kem- ur fram að mestur samdráttur hefur orðið í verslun með húsgögn og raf- tæki af þeim tegundum verslana sem setrið mælir mánaðarlega. Á föstu verðlagi hefur velta með húsgögn minnkað um 56% á milli ára og síðan í mars dróst veltan saman um 13%. Frá því að mælingar hófust í ágúst 2007 hefur velta húsgagna- verslana minnkað um 68%. Velta með raftæki hefur dregist saman um 57% síðan í janúar árið 2008, og um 40% frá í apríl sama ár. „Verslanir ekki að maka krókinn“  Framkvæmdastjóri SVÞ segir ónýta krónu fyrst og fremst skýra mikla verðhækkun á sérvörunni  Mikill samdráttur í sölu á raftækjum og húsgögnum  Veltan minnkað um nærri 60% á milli ára Sala á áfengi jókst um 6,2% í apríl. Ástæðan er rakin til páskahátíðarinnar. Verð á dagvöru lækk- aði um 0,9% í apríl. Verðhækkunin er 21% á milli ára.                                       Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is MÁL stúlknanna sem gengu í skrokk á stúlku í Heiðmörk fyrir nokkrum dögum er komið í ákveðinn venjubundinn farveg. Guðríður Guð- mundsdóttir lögfræðingur Fé- lagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar var spurð hvort barnaverndarnefnd Hafnarfjarðarbæjar hefði tekið ein- hverjar ákvarðanir á grundvelli barnaverndarlaga, vegna stúlkn- anna. „Ég get ekki tjáð mig um ein- stök mál en við fáum tilkynningar frá lögreglunni þegar öllum yf- irheyrslum er lokið af þeirra hálfu. Þá fer málið í venjulegt könn- unarferli hjá okkur. Við söfnum mál- um saman og tökum þau fyrir einu sinni í viku og þá er ákveðið hvað á að gera við hvern og einn. Svo fer það eftir stöðu hvers og eins hvað tekið er til bragðs, hvað viðkomandi er langt genginn í sínum vanda- málum, hvort þetta eru ein- staklingar sem við erum þegar að vinna með eða ekki. Bakgrunnur þeirra er kannaður og allar að- stæður og ástand, bæði heimafyrir og í skólanum. Úrræðin sem eru í boði eru allt frá ráðgjöf upp í ein- hvers konar meðferðarvinnu.“ Mál stúlknanna komin í farveg Bakgrunnur er kann- aður og aðstæðurnar heima og í skólanum ÁTTA heilbrigðisstofnanir verða sameinaðar í einni, Heilbrigð- isstofnun Vesturlands, frá 1. jan- úar 2010. Heilbrigðisstofnanirnar sem sameinaðar verða eru: Heil- brigðisstofnunin Akranesi, St. Franciskusspítalinn Stykkishólmi, Heilsugæslustöðin Búðardal, Heilsugæslustöðin Borgarnesi, Heilsugæslustöðin Grundarfirði, Heilsugæslustöðin Ólafsvík, Heil- brigðisstofnunin Hólmavík og Heilbrigðisstofnunin Hvamms- tanga. Spítalinn í Stykkishólmi. Átta heilbrigðis- stofnanir sameinast KATRÍN Jakobs- dóttir mennta- málaráðherra verður jafnframt samstarfs- ráðherra Norð- urlanda. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórn- arinnar. Katrín er fædd árið 1976. Hún er með meistarapróf í íslenskum bók- menntum frá Háskóla Íslands og tók sæti á Alþingi 2007. Hún er varaformaður Vinstri grænna. Samstarfsráðherra Norðurlanda Katrín Jakobsdóttir w w w .v es tu rr os t.i s Vesturröst • Laugaveg 178 • S. 551 6770 • www.vesturrost.is 3 byssur • 5 byssur • 8-12 byssur BYSSUSKÁPATILBOÐ w w w .v es tu rr os t.i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.