Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN lýsti því yfir við stjórnarmyndunina að hún vildi eiga samstarf við aðila vinnumarkaðarins um nýjan stöðugleikasáttmála og að komið yrði á fót föstum samstarfsvett- vangi stjórnvalda við aðila vinnumark- aðarins og önnur lykilhagsmuna- samtök um þróun íslensks samfélags. Segja má að allir kjarasamningar í landinu losni í sumar. Setja á kraft í vinnu við endurskoðun kjarasamninga og kanna á sama tíma hvort tekst að koma heim og saman þeim sáttmála sem verkalýðshreyfingin lagði til og er nú tekinn upp að umtalsverðu leyti í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Í samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokk- anna er víða lofað að haft verði sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins við úr- lausn stærstu verkefna. „Að hluta til eru teknar upp í stjórnarsáttmálann beinar tilvitnanir og tilvísanir í drögin sem voru lögð fyrir þau í stjórnarmyndunarviðræð- unum. Að svo miklu leyti sem það er mælikvarði, þá virðast þau vera tilbú- in að leggja upp í þessa vegferð á þeim grunni. En það er alveg ljóst að það er margt sem eftir er að fylla út í,“ segir Halldór. Talsverður þrýstingur er kominn fram innan verkalýðshreyfingarinnar á að ekki verði gengið frá framleng- ingu kjarasamninga án launahækk- ana. Sex verkalýðsfélög á landsbyggð- inni voru andvíg frestun umsaminna launahækkana 1. mars sl. til 1. júlí. og komnar eru fram kröfur um að hækk- anirnar komi í vasa launafólks í sumar. Fleira kemur þó til en launabreyt- ingar. „Við þessar aðstæður er allt undir, þ.m.t. velferðarkerfið á vinnu- markaði, atvinnuleysistryggingarnar og reglur um ábyrgð á launum við gjaldþrot, stuðningur við endur- menntun, úrræði fyrir atvinnulausa o.fl.,“ segir Halldór. Auk þessa er ljóst að hreyfingin ætlar ekki að horfa þegjandi á hvar skorið verður niður eða sköttum breytt. Samráðið sett í gang  Viðræður stjórnvalda og vinnumarkaðarins hefjast eftir helgi  Setja á kraft í vinnu að endurnýjun kjarasamninga Mikil fundarhöld blasa við Fulltrúar stærstu launþegasamtaka fóru á fund formanna stjórnarflokkanna í seinustu viku og kynntu áherslur sínar. Formlegt samráð launþegahreyf- ingar, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnar fer í gang í næstu viku. Samhliða hefjast viðræður um endurnýjun kjarasamninga. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FYRRVERANDI bæjarstjóri Blönduósbæjar hefur stefnt bæj- arstjórninni sem hún á sæti í fyrir brot á lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla, eftir að meirihluti bæjarfulltrúanna hafnaði sátt sem hún bauð upp á. Hún krefst tæplega 2,3 milljóna kr. í skaðabætur og miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Jóna Fanney Friðriksdóttir var fyrst ráðin bæjarstjóri á Blönduósi 2002 og endurráðin 2006 eftir að list- inn sem hún tók sæti á fékk meiri- hluta í bæjarstjórn. Hún sagði starfi sínu lausu í byrjun október 2007 og stóð að ráðningu Arnars Þórs Sæv- arssonar. Að því er fram kemur í stefnu ákvað meirihlutinn að ráða nýjan bæjarstjóra á sömu kjörum og hún hafði haft, tæpar 670 þúsund krónur á mánuði. Jóna Fanney setti þá fjárhæð inn í drög að ráðningar- samningi sem ákveðið var að forseti bæjarstjórnar myndi undirrita. Hún komst að því síðar að drögunum var breytt og launafjárhæðin hækkuð um 81 þúsund kr. Samningurinn var ekki lagður fyrir bæjarstjórn til staðfest- ingar fyrr en á þessu ári og hefur Val- garður Hilmarsson, forseti bæjar- stjórnar, viðurkennt að þar hafi orðið mistök. Jóna Fanney krafðist þess að laun hennar frá kosningum 2006 yrðu leið- rétt til samræmis við laun arftaka hennar en því var hafnað. Klofnaði meirihluti E-listans vegna málsins og ákvað Jóna Fanney að sitja áfram sem óháður bæjarfulltrúi. Allir hinir bæjarfulltrúarnir, allt karlmenn, mynduðu nýjan meirihluta. Spenna á markaðnum Bæjarstjórn hefur nú hafnað sátta- tillögu sem lögfræðingur Jónu Fann- eyjar lagði fram og byggðist á því að bæjaryfirvöld játuðu að hafa brotið á henni og greiða málskostnað auk 500 þúsund kr. miskabóta. Hefur hún því stefnt bænum. Valgarður Hilmarsson segir að bæjarstjórnin fallist ekki á sjónarmið bæjarstjórans fyrrverandi. „Þetta hefur ekkert með jafnréttismál að gera,“ segir Valgarður. Hann skýrir hækkun launa nýs bæjarstjóra með því að hann hafi verið ráðinn til tveggja ára en ekki fjögurra og sé með styttri biðlaunarétt en fyrri bæj- arstjóri. Þá skýrir Valgarður launa- hækkunina með því að spenna hafi verið á vinnumarkaðnum á þessum tíma, sérstaklega hjá stjórnendum. Stefnir félögum sínum í bæjarstjórn Jóna Fanney Friðriksdóttir Valgarður Hilmarsson Tillögu fyrrverandi bæjarstjóra hafnað Á sama tíma og verkalýðshreyf- ingin, atvinnurekendur og stjórn- völd undirbúa víðtækt samráð og allir kjarasamningar landsins eru að renna út, heyrast háværir brestir í stærsta landssambandi ASÍ, Starfsgreinasambandinu. Fram hefur komið að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur íhug- ar úrsögn úr SGS. Félagið er eitt svonefndra Flóabandalagsfélaga sem undirbúa nú viðræður um sameiningu, sem yrði stærsta stéttarfélag landsins. Á aðalfundi Afls starfsgreina- félags á Austurlandi um helgina var rætt um hugmyndir um úrsögn stærstu félaga SGS úr sambandinu. „AFL Starfsgreinafélag mun í sumar leita samráðs við félags- menn sína, m.a. með rýnihópum og öðrum aðferðum, og undirbúa mögulega úrsögn úr Starfsgreina- sambandinu svo og „öðrum lands- samböndum“ eins og það er orðað í tilkynningu stjórnar.“ Afl skoðar úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ÞÓ AÐ Kári hafi þanið sig ákaflega sunnanlands und- anfarna daga virðist blástur hans ekki ná til gestanna í Árbæjarlaug. Þessar ungu snótir léku sér þar í, að því er virtist, mesta blíðviðri. Norðanlands hefur að undanförnu verið ákaflega hlýtt og Kári ekki verið jafnstútfullur af lofti þar, enda losar hann sig við það allt saman á sunnanverðu land- inu. Í dag verður súld eða rigning suðvestanlands en hætta á þoku á Austurlandi. Hlýjast verður áfram á Norðurlandi, allt að 17 stig, og víðast hvar léttskýjað. Morgunblaðið/Eggert Líf og fjör í lauginni á ljúfum degi Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mallorca frá kr. 89.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Mallorca 10. júní í 2 vikur. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins í sumarfríinu á þessari einstöku sumarleyfisperlu á ótrúlegum kjörum. Ath. bjóðum einnig frábært sér- tilboð á einum allra vinsælasta gististað okkar í Alcudia, Paraiso Alcudia ***. Frábær kostur á einstökum kjörum. M bl 11 11 69 1Verð kr. 89.990 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 14 nætur. Stökktu tilboð 10. júní. Verð m.v. 2-3 í stúdíó/íbúð kr. 99.990. Aukalega m.v. sértilboð á Paraiso Alcudia kr. 10.000 á mann. 10.-24. júní í 2 vikur Frábært sértilboð til Ótrúlegt verð - allra síðustu sætin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.