Morgunblaðið - 14.05.2009, Page 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SKRÁÐ atvinnuleysi í liðnum apríl
var 9,1% og jókst úr 8,9% í mars, eða
um 1,8%. Að meðaltali voru 14.814
manns atvinnulausir í apríl eða 268
fleiri að jafnaði en í mars. Á sama
tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi
1%, eða 1.717 manns að jafnaði. Alls
er 9.601 karl án atvinnu eða 10,4%
allra karla á vinnumarkaði. Konur á
atvinnuleysisskrá voru 5.213, eða
7,4% kvenna á vinnumarkaði. Þetta
kemur fram í yfirliti Vinnumálastofn-
unar, sem birt var í gær.
Atvinnuleysi ungs fólks hefur hald-
ist hlutfallslega lítið breytt und-
anfarna mánuði. Í lok mánaðarins
voru 16.750 manns á atvinnuleys-
iskrá. Þar af voru 6.330 manns á aldr-
inum 16-29 ára, eða 37,8% þeirra sem
voru á skrá. Aldurshópurinn 25-29
ára er sá fjölmennasti á skránni, eða
2.742 manns.
Langtímaatvinnuleysi 20%
Þá vekur það áhyggjur að lang-
tímaatvinnuleysi er nú tekið að
aukast og þeir sem verið hafa á skrá
lengur en 6 mánuði voru 3.269 í lok
apríl, en voru 1.749 í lok mars. Þeir
sem hafa verið lengi á atvinnuleys-
isskrá, þ.e. 6 mánuði eða lengur, eru
nú um 20% allra á skránni. Þeim sem
hafa verið atvinnulausir í meira en
eitt ár er ekki tekið að fjölga að ráði
en þeir voru 361 í lok mars. Miðað við
atvinnuhorfur, má búast við því að
hratt fjölgi í þessum hópi þegar líður
á árið.
Samkvæmt yfirliti Vinnumála-
stofnunar jókst atvinnuleysi í apríl
um tæp 4% á höfuðborgarsvæðinu frá
marsmánuði, en hefur dregist saman
um rúm 2% á landsbyggðinni. Mest
hefur dregið úr atvinnuleysi á Norð-
urlandi eystra þar sem atvinnuleysið
minnkaði úr 8,8% í mars í 8,3% í apríl.
Einnig hefur dregið úr atvinnuleysi á
Austurlandi (úr 5,5% í 5,2%) og á
Suðurlandi (úr 7,4% í 7,2%). Annars
staðar hefur atvinnuleysið staðið í
stað eða aukist lítið eitt.
Atvinnuleysið er nú mest á Suðu-
nesjum eða 14,3% en minnst á Vest-
fjörðum eða 2,5%. Mest atvinnuleysi
er í Reykjavík, 7.120 skráðir, Kópa-
vogi (1.670), Hafnarfirði (1.483),
Reykjanesbæ (1.259) og Akureyri
(1.077).
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi
aukist að meðaltali milli mars og apríl
hefur atvinnulausum á skrá fækkað
um 72 frá í lokum mars til loka apríl.
Fækkunin kemur fram á landsbyggð-
inni þar sem fækkað hefur um 278
manns, en á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur fjölgað um 206 manns frá lokum
mars til loka apríl.
Lítil breyting hefur orðið milli
mánaða á fjölda erlendra ríkisborg-
ara á atvinnuleyisskrá. Þeir voru
2.104 í lok apríl. Þar af voru Pólverjar
1.382, eða 66% þeirra útlendinga sem
eru á skrá. Langflestir hinna erlendu
ríkisborgara voru áður starfandi í
byggingariðnaði eða 863. Eru þeir um
41% allra útlendinga á skrá.
Samtals voru 3.169 af þeim sem
voru skráðir atvinnulausir í lok apríl í
hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í
reglubundnum hlutastörfum eða með
tilfallandi eða tímabundið starf á síð-
asta skráningardegi í apríl. Þetta eru
um 19% af þeim sem voru skráðir at-
vinnulausir í lok apríl.
Af þeim 3.169 sem voru í hluta-
störfum í lok apríl eru 2.137 ein-
staklingar sem sóttu um atvinnuleys-
isbætur samkvæmt áðurnefndum
lögum og hefur fækkað lítið eitt frá
fyrra mánuði, en þeir voru 2.202 í lok
mars og 2.105 í lok febrúar.
Í apríl voru 1.330 sjálfstætt starf-
andi skráðir á atvinnuleysisskrá
vegna samdráttar í rekstri skv. áð-
urnefndum lögum. Þeim hefur fjölgað
jafnt og þétt, voru 1.274 í lok mars og
1.017 í lok febrúar.
Óvissa um horfurnar
Vinnumálastofnun segir að yfirleitt
batni atvinnuástandið frá apríl til
maí, m.a. vegna upphafs árstíða-
sveiflu. Í fyrra var atvinnuleysið svip-
að í báðum mánuðum og mældist 1%.
Nú sé hins vegar mun meiri sam-
dráttur í hagkerfinu.
Gera megi ráð fyrir að talsverður
fjöldi skólanema komi á atvinnuleys-
isskrá, en minna sé um ráðningar
vegna atvinnuástandsins nú en und-
anfarin ár. Á móti komi að meira er
um að boðið sé upp á sumarnám í
ýmsum háskóladeildum.
Erfitt sé að áætla atvinnuleysi um
þessar mundir vegna mikillar óvissu í
efnahagslífinu, en líklegt sé að at-
vinnuleysið í maí 2009 muni lítið
breytast og verða á bilinu 8,8%-9,3%.
Atvinnuleysið í apríl var 9,1%
6.330 þeirra sem eru á atvinnuleysisskránni er ungt fólk á aldrinum 16-29 ára Mikil fjölgun í hópi
þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur 10,4% allra karla á vinnumarkaði án atvinnu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Atvinnuleysið Dregið hefur úr atvinnuleysinu á landsbyggðinni að und-
anförnu en að sama skapi hefur það vaxið á höfuðborgarsvæðinu.
Námsmenn, sem ætla að halda
áfram námi í haust en hafa ekki
fengið sumarvinnu og hyggjast
sækja um greiðslu atvinnuleys-
isbóta, eiga að sækja um á heima-
síðu Vinnumálastofnunar,
www.vmst.is. Þegar umsókn hefur
verið send rafrænt með þeim
hætti þarf að skila inn gögnum og
undirrita umsókn.
Nemendur koma í Borgartún 7 í
Reykjavík eða næstu þjón-
ustuskrifstofu úti á landi til að
skrifa undir umsókn og skila gögn-
um.
Framhaldskólanemar geta sótt
um á netinu frá og með 15. maí og
miðast greiðslur þá við 20. maí.
Háskólanemar geta sótt um á
netinu frá og með 25. maí og mið-
ast greiðslur þá við 1. júní.
Greiðslur til þeirra sem sækja
um eftir ofangreindar dagsetn-
ingar miðast við dagsetningu um-
sóknar. Bótatímabil atvinnuleys-
istrygginga er frá 20. hvers
mánaðar til 19. næsta mánaðar og
stefnir Vinnumálastofnun að
fyrstu greiðslu til þessara hópa
hinn 1. júlí næstkomandi.
Atvinnulausir námsmenn sæki um á netinu
17.408
atvinnulausir í dag
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi
aukist að meðaltali í apríl fækk-
aði atvinnulausum í mánuðinum.
Ástæðan er sú að störfum hefur
fjölgað á landsbyggðinni.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SVÖRT perlumöl úr Hornafirði er undirstaðan
í steinteppum sem lögð hafa verið á gólf nokk-
urra húsa að undanförnu. Eigandi Horns er að
þróa þessa vöru í samvinnu við fyrirtækið
Gólfefni sem annast sölu á höfuðborgarsvæð-
inu.
Mikið er af möl í landi Horns, ekki vantar
það. Þar er tíu kílómetra löng fjara út á
Stokksnes og þótt fyrirtækið Litlahorn, sem er
í eigu Ómars Antonssonar, hafi í mörg ár selt
þaðan steypuefni fyllist jafnóðum í skörðin.
Sandur til Arizona
Síðustu árin hefur Ómar selt svarta möl til
fyrirtækis í Arizona í Bandaríkjunum. „Ég var
að selja efni til Reyðarfjarðar vegna uppbygg-
ingarinnar þar þegar allt í einu birtist hér
maður frá eyðimerkurríkinu Arizona sem
vantaði svarta möl. Þetta er litur sem er vand-
fundinn í veröldinni og hann vildi geta boðið
hann,“ segir Ómar. Bandaríska fyrirtækið sel-
ur efni í sundlaugar um öll Bandaríkin og víð-
ar. Hefur efni frá því farið á um 50 þúsund
sundlaugar á ári.
Ómar þurfti að kosta miklu til við að koma
sér upp hafnaraðstöðu og bryggju við nám-
urnar til að geta þróað þessa starfsemi og
sinnt innlendum jafnt sem erlendum mörk-
uðum. Í útflutninginn fer mest möl sem er 1 til
4 millimetrar í þvermál. Þarf að flokka hana
vel og þvo svo sem minnst fari með af efni sem
ekki nýtist í framleiðsluna. Þegar vinnslan
stendur sem hæst á sumrin eru notuð 700 tonn
af vatni á dag við malarþvottinn.
Perlumölin hefur verið flutt út til Bandaríkj-
anna í þrjú ár og hafa alls farið um 20 þúsund
tonn. Ómar hefur ekki fengið pöntun fyrir árið
í ár en reiknar með að minna fari vegna sam-
dráttar í sundlaugarbyggingum í Bandaríkj-
unum.
Litlahorn selur töluvert af möl innanlands
en er einnig að undirbúa útflutning til Færeyja
og Danmerkur. Til Færeyja fer hefðbundið
steypuefni en efni í steinteppi til Danmerkur.
Til þess að geta betur sinnt útflutningi á efni í
steinteppi þarf hann þó að bæta vélakostinn
því að efnið þarf að vinna meira en til annarra
nota og helst þarf að vera hægt að afhenda það
í pokum. Það kallar á frekari fjárfestingar sem
Ómar segir erfitt að hugsa um á þessum síð-
ustu og verstu tímum.
Ómar telur að miklir möguleikar felist í
notkun perlumalarinnar í gólfefni. Steinteppi
frá honum hafa verið lögð á gólf fjögurra bygg-
inga hér á landi, meðal annars stórt hús á
Keflavíkurflugvelli, anddyri nýrrar sundlaug-
ar á Höfn og hluta gólfa veitingastaðarins
Humarhafnarinnar þar í bæ. „Salan er jafnt og
þétt að aukast enda er þetta eitt ódýrasta og
besta gólfefni sem menn geta fengið,“ segir
Ómar. Hann segir verðmæti efnisins aukast
mikið við vinnslu fyrir steinteppi.
Í svörtu perlumölinni á Stokksnesi er aðal-
lega blágrýti og gabbró sem skolast hefur úr
fjöllunum. Mölin er búin að veltast lengi um í
sjónum og hefur fengið góða slípun í hundruð
eða þúsundir ára. Ómar segir þessar mjúku
línur steinanna gefi steinmottunum úr Horna-
firði einstaka eiginleika og auki endingu
þeirra.
Með hornfirska
perlumöl fasta
undir fótum
Ómar Antonsson þróar útflutningsvöru úr möl
Efnið er sett á sundlaugar um öll Bandaríkin
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Perlumöl Ómar Antonsson og Erlingur Brynjólfsson hjá Litlahorni ehf. moka upp efni í stein-
teppi sem lagt var á stigann á veitingahúsinu Humarhöfninni á Höfn.
Í HNOTSKURN
»Bærinn Horn er austan Skarðs-fjarðar, upp af Stokksnesi. Horna-
fjörður er kenndur við jörðina.
»Horn er ein af mestu jörðum í Nesj-um og rík að hlunnindum, reka, sel-
veiði, dún- og eggjatekju, auk mal-
artekju.
»Í Hornsvík stunduðu Nesjabændurútræði langt fram á 19. öld.
»Á Stokksnesi kom breska setuliðiðsér upp aðstöðu og Bandaríkjamenn
ráku þar ratsjárstöð.
»Á Horn koma um 35 þúsund manns áári. Náttúran hefur aðdráttarafl og
gamla íbúðarhúsið. Engin þjónusta er við
ferðamenn á Horni, enn sem komið er.