Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
Enn segir maður við sjálfan sig; jæja,
þá er sumarið komið. Ekki í fyrsta
skipti á árinu. Vonandi stingur þetta
þriðja eða fjórða sumar ársins ekki af
fyrr en í haust.
Þrennt sannfærir mig að þessu sinni
um að sumarið sé komið í alvörunni: 1.
hitastigið; 2. golfvöllurinn verður opn-
aður á laugardaginn; 3. KA og Þór
mætast í 1. deild karla í fótbolta annað
kvöld – á lifandi grasi.
Eitt enn minnir reyndar á árstíðina.
Steingrímur J. Sigfússon sagði í
fyrradag að Akureyri og Eyjafjörður
tækju vel á móti ríkisstjórinni „með
sól og sunnanvindi og yndislegri ang-
an framan úr sveitum, sem minnir
okkur á þann kraftmikla landbúnað
sem hér stendur traustum fótum“.
Anganin er sem sagt fjórða atriðið (og
mér finnst hún góð). Einhverjir farnir
að bera á.
Vinur minn fagnaði sextugsafmæli á
dögunum og þá rifjaðist upp atburður
frá því tíu árum fyrr. Nokkrir grall-
arar lögðu það á sig að vakna í rauða-
bítið á afmælisdaginn, útbjuggu mikla
kínverjaflækju sem þeir settu utan við
svefnherbergisglugga afmælisbarns-
ins. Kveiktu svo í og glottu bak við
næsta horn. En ekki fer allt eins og
ætlað er.
Aldrei þessu vant eyddu hjónin nótt-
inni ekki í svefnherberginu heldur
sváfu hinum megin í húsinu og rumsk-
uðu ekki við sprenginguna. Elsti son-
urinn, sem var í heimsókn og slæmur í
bakinu, hafði lagst til hvílu í hjóna-
rúminu. Gárungarnir segja hann enn
á róandi lyfjum …
„Nei, það eru aðrir en ég í þessari rík-
isstjórn sem sitja með sveittan
skalla,“ svaraði Össur Skarphéð-
insson, brosandi, spurningu frétta-
manns á Akureyri í fyrradag, spurður
hvort hann hefði setið með sveittan
skalla vegna lagafrumvarps sem er í
undirbúningi.
Tekin var mynd af ríkisstjórninni og
Þorsteini Gunnarssyni rektor að lokn-
um blaðamannafundi ráðherranna
sem fór fram í húsnæði skólans. Í
myndatökunni bærðist ekki hár á
höfði tveggja ráðherranna, Stein-
gríms J. og Kristjáns Möller. Samt
var hávaðarok.
Heiðar Jóhannsson heitinn, Heiddi
mótorhjólakappi, hefði orðið 55 ára á
morgun. Af því tilefni verður efnt til
samkomu sem hefst á Ráðhústorgi kl.
19.30, ekið verður af stað um áttaleyt-
ið, komið við í kirkjugarðinum og síð-
an grillaðar pylsur við Mótorhjóla-
safnið á Krókeyri kl. 20.30. Safnið er
einmitt verið að reisa í minningu
Heidda. Allir eru velkomnir á hjólum,
bílum eða tveimur jafnfljótum.
Vorhátíð Lunda- og Gerðahverfis
verður haldin á laugardaginn. Hreins-
unarstarf hefst kl. 10.30 en frá 11.30
til 13.30 verður boðið upp á veitingar
og ýmis skemmtiatriði fyrir börnin.
Ég er illa svikinn ef ekki verður gam-
an í Ketilhúsinu í kvöld. Þar fara
nefnilega fram vortónleikar stór-
sveitar Félags harmonikuunnenda við
Eyjafjörð og það hefur margoft sann-
ast að þar sem nokkrar nikkur koma
saman, þar er fjör. Skemmtunin hefst
kl. 20.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Þarf fleiri orð um það?
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Bónus
Gildir 14.-17. maí verð nú áður mælie. verð
ÍS frosinn heill kjúklingur ............ 450 598 450 kr. kg
Emmess skafís, 1 l..................... 398 598 398 kr. ltr
Emmess hn./daim toppar, 4 stk.. 398 498 100 kr. stk.
Svínalundir, innfluttar ................. 1.198 1.398 1.198 kr. kg
Caj-P grillsósa, 500 ml............... 398 498 796 kr. ltr
KS ferskt lambaprime 1998 ....... 1.798 1.998 1.798 kr. kg
KS frosið lambafillet ................... 2.698 2.998 2.698 kr. kg
KS frosið lambalæri ................... 1.078 1.198 1.078 kr. kg
Pepsi max í dós, 500 ml............. 69 89 138 kr. ltr
Pepsi í dós, 500 ml.................... 69 89 138 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 14.-16. maí verð nú áður mælie. verð
Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.395 2.995 2.395 kr. kg
Lambafille m/fitu úr kjötborði ..... 2.998 3.498 2.998 kr. kg
Hamborgarar, 2x115g m/brauði . 298 398 298 kr. pk.
FK kjúklingabringur .................... 1.665 2.220 1.665 kr. kg
Móa BBQ læri/leggur ................. 582 831 582 kr. kg
Ísfugl ferskur kjúklingur, 1/1....... 620 885 620 kr. kg
Ali spareribs.............................. 1.064 1.418 1.064 kr. kg
Ali jurtakryddaðar svínakótilettur . 1.574 2.098 1.574 kr. kg
Hagkaup
Gildir 14.-17. maí verð nú áður mælie. verð
Ferskar kjúklingabringur ............. 1.799 2.998 1.799 kr. kg
Kjúklingalæri m/legg Bbq........... 584 899 584 kr. kg
Kjúklingalæri m/ sólþ. tómötum . 584 899 584 kr. kg
Nautaat piparsteik ..................... 1.979 2.998 1.979 kr. kg
Argentískar nautakótilettur.......... 1.574 2.098 1.574 kr. kg
VSOP lambafile m/fitu ............... 2.999 3.998 2.999 kr. kg
Jói Fel. túnfisksalat, 200 g.......... 299 389 299 kr. stk.
Hámark próteindrykkur, súkkul.... 199 248 199 kr. stk.
Nóa rjómasúkkulaði, 200 g ........ 259 329 259 kr. stk.
Egils pepsi, 2 l........................... 139 192 139 kr. stk.
Krónan
Gildir 14. maí-17. maí verð nú áður mælie. verð
Ungnauta piparsteik .................. 1.749 3.498 1.749 kr. kg
Ungnauta mínútusteik................ 1.898 3.198 1.898 kr. kg
Lambaprime ............................. 1.799 2.998 1.799 kr. kg
Danskar grísalundir.................... 1.299 2.598 1.299 kr. kg
Lambalærissneiðar .................... 1.679 2.398 1.679 kr. kg
Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 499 569 499 kr. pk.
Grísahnakki, úrb. sneiðar............ 849 1.698 849 kr. kg
Krónu kjúklingur, ferskur, heill ..... 498 698 498 kr. kg
Krónuís súkkulaði ...................... 299 299 299 kr. pk.
Snúður m/súkkulaði .................. 99 169 99 kr. stk.
Nóatún
Gildir 14.-17. maí verð nú áður mælie. verð
Lambalæri ................................ 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Lambafille m/fiturönd................ 2.789 3.998 2.789 kr. kg
Grísakótilettur, kryddaðar ........... 839 1.498 839 kr. kg
Ungnautaborgari, 90 g ............... 99 159 99 kr. stk.
Ungnautaborgari, 120 g ............. 159 249 159 kr. stk.
Ungnautaborgari, 175 g ............. 198 279 198 kr. stk.
Ungnautaglóðarborgari, 120 g .... 149 199 149 kr. stk.
Ísl. m. kjúklingabringur, skinnl..... 1.793 2.698 1.793 kr. kg
Stórlúðusteik m/hvítl./rósmarín.. 1.679 2.398 1.679 kr. kg
Klaustursbleikja, flök.................. 1.349 1.798 1.349 kr. kg
Helgartilboð
Lækkað verð á kjötvörum
Morgunblaðið/Árni
Tilboð Stórmarkaðirnir bjóða lækkað verð á kjöti og
fleiri vörum um helgina. Á myndinni er Katrín Að-
albjörnsdóttir að kaupa í matinn.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
S
veitarómantíkin mun svífa
yfir vötnum á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins
næstu vikurnar þar sem
piltur og stúlka fella hugi
saman í íslenskri sveit með söng á
vör.
Ástarsaga parsins unga er flutt af
áhugaleikhópnum Hugleik og raun-
ar einnig samin af leikhópnum, upp-
haflega fyrir rúmum 20 árum. Það
er nokkuð óvenjulegt fyrir Hugleik,
sem frumflytur vanalega glænýtt
verk á hverju ári.
Í ár er hins vegar sérstakt tilefni
til að breyta út af vananum, því Hug-
leikur á nú 25 ára afmæli og hefur
því heldur betur slitið barnsskónum,
enda orðið elsta starfandi áhugaleik-
félag í Reykjavík. Þrír af leikurum
sýningarinnar nú tóku líka þátt í
uppsetningunni 1987 en þeir fara þó
ekki með sömu hlutverkin.
Úr leikriti í söngleik
„Það var ákveðið að halda upp á
afmælið með því að endurskrifa
þetta verk sem var voðalega vinsælt
hjá þeim árið 1987,“ segir leikstjór-
inn, Oddur Bjarni Þorkelsson.
Upphaflega hét leikritið „Ó,
þú …“ og var byggt á Pilti og stúlku
eftir Jón Thoroddsen sem telst vera
fyrsta íslenska skáldsagan.
Hin nýja og endurskrifaða leik-
gerð ber hins vegar hinn viðeigandi
titil „Ó, þú aftur …“ Að sögn Odds
hefur sagan verið þéttuð og einföld-
uð frá fyrri útgáfu, en þemað er enn
hin sígilda ást milli pilts og stúlku.
Þetta eru þó ekki einu breyting-
arnar sem ráðist var í, því ákveðið
var að breyta verkinu í söngleik.
„Það hefur nú alltaf verið mikil
tónlist í Hugleik, þannig að hug-
myndin var sú, fyrst valið var að
endurgera þetta verk, að þá lægi
beinast við hjá músíkölskum leik-
hópi að breyta hreinu leikriti í söng-
leik. Enda tekst með músíkinni bæði
að leiða söguna áfram og líka fara út
í ákveðið töfraraunsæi og verða svo-
lítið lausbeislaður,“ segir Oddur.
Íslenskt hráefni í alla staði
Öll lögin sem sungin eru í sýning-
unni eru, líkt og sýningin sjálf, frum-
samin og á hin þingeyska gleði-
hljómsveit Ljótu hálfvitarnir
heiðurinn af henni. Þeir sem hafa
áhuga á að halda áfram að humma
með lögunum þegar heim er komið
geta svo keypt geisladisk með tón-
listinni að sýningu lokinni.
Verkið er því allt, frá upphafi til
enda, unnið úr alíslensku hráefni.
„Já, kallast þetta ekki frumsköpun
eða sprotafyrirtæki þessa dagana?“
spyr Oddur sem játar því að verkið
eigi sér líka ýmsar skírskotanir í Ís-
land nútímans þótt gamalt sé.
„Það koma aðeins við sögu tæki-
færissinnaðir frambjóðendur, fjölda-
mótmæli og fleira sem hljómar
kunnuglega, en annars erum við
verkinu frekar trú. Fyrst og fremst
viljum við bara búa til skemmtilega
og notalega söngstund.“
„Ó, þú …“ aftur
20 árum síðar
Skjátur Engin íslensk sveit er án kinda, eins og Hugleikarar vita. Þær Kristín Nanna Vilhelmsdóttir og Svala
Georgsdóttir klæða sig upp í hina ástkæru sauðaliti í hlutverki sínu sem kindur í sýningunni „Ó, þú aftur...“
Í HNOTSKURN
»Leikhópurinn Hugleikurvar stofnaður árið 1984 og
fagnar því 25 ára afmæli í ár
með sérstakri afmælissýn-
ingu.
»„Ó, þú aftur …“ er frum-sýnt næstkomandi föstu-
dagskvöld, 15. maí, á Smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins en
síðasta sýning verður 29. maí.
»Öll tónlist í sýningunni ereftir Ljótu hálfvitana.
Grös Kynleg grös koma við sögu í
verkinu og einni grasakonan Anna.