Morgunblaðið - 14.05.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.05.2009, Qupperneq 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 CHEERIOS-kornið er lyf ef marka má það sem framleiðandinn, General Mills, staðhæfir á pökkunum. Kem- ur þetta fram í bréfi frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum, FDA, og það hótar lögsókn verði áletruninni á pökkunum ekki breytt. Á pökkunum er því haldið fram, að Cheeriosskammtur tvisvar á dag minnki slæmt kólesteról, sem getur stuðlað að hjartasjúkdómum, um 4% á sex vikum. Raunar er tekið fram, að þá skuli Cheeriosið vera hluti af mat, sem inniheldur litla mettaða fitu og lítið kólesteról. Í bréfi FDA segir, að vegna þess- ara fullyrðinga sé verið að auglýsa lyf og ekki aðeins það, heldur nýtt lyf, sem dragi úr kólesterólmyndun og líkum á hjartaáföllum og hafi að auki engar aukaverkanir. Framleið- andinn verði því að gera annaðhvort, að breyta áletruninni eða sækja um leyfi fyrir Cherrios sem lyfi. General Mills segist vona, að unnt verði að leysa málið og hefur óskað viðræðna við FDA. Er Cheerios matur eða meðal? Arnþór Helgason leit út umgluggann og var ekki hrifinn af því sem hann sá: Nú er úti væta og vor, verður flest að klessu. Frónið allt er atað for, er ég hissa á þessu. Pétur Stefánsson velti líka fyrir sér veðrinu, sem var leiðinlegt þann daginn: Lemur á glugga, austanátt. Eflast skrugguhljóðin. Laus við ugg ég yrki þrátt ef mér hugnast; ljóðin. Kristján Runólfsson var hins- vegar hrifnari af vorveðrinu: Nú er jörð í þeli þýð, þó er snjór í hlíðum fjalla, víða í leysing fossar falla, fagna blómin vorsins tíð. Þegar loksins lít ég vor, lömbin renna upp um hjalla, grösin spretta um stíg og stalla, styrkist lífsins afl og þor. Bragi Ragnarsson sendir kveðju í Vísnahornið: Ógnar nú fjöldanum faraldur (slím), farsóttar leiðirnar margar. Helsta vonin að Haraldur (Briem) heiminum komi til bjargar. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af flensu og austanátt FÓLK fékk áður fyrr allt það D- vítamín sem það þurfti, einfaldlega með því að vera utandyra, út- fjólubláir geislar sólarinnar sáu um að kveikja á framleiðslu þess í lík- amanum en það er tæknilega séð hormón, segir í The Washington Post. En nú er meiri hætta á D- vítamínskorti sem er bagalegt af því að efnið er afar mikilvægt. D-vítamín fæst m.a. úr þorskalýsi og feitum fiski eins og síld og laxi og því hæg heimatökin hér á landi. En hvers vegna var skortur á því ekki útbreitt vandamál fyrr á öldum? Flestir þurftu að vera úti við á dag- inn, hvort sem þeir unnu á ökrunum eða við annað og þjáðust því fáir af D-vítamínskorti. En nú erum við mörg innandyra mestallan daginn og það sem meira er, þegar við för- um í sólina berum við á okkur áburð sem hindrar að við brennum en um leið dregur úr framleiðslu vítam- íninu. Rannsóknir sýna að skortur á D er mjög algengur og afleiðingarnar geta verið slæmar. Vítamínið dregur úr osteoporosis (beingisnun) og þannig úr tíðni beinbrota. Einnig er hugsanlegt að efnið bæti jafnvæg- isskynið og dragi úr hættu á hjarta- sjúkdómum og sykursýki. Nær allir vefir líkamans eru með móttakara fyrir D-vítamín sem bendir til þess að það komi við sögu í alls kyns líkamsstarfsemi. Sagt er í blaðinu að mjög lítil hætta sé á að of- notkun valdi líkamstjóni. kjon@mbl.is Engan má skorta D-vítamín Morgunblaðið/Heiddi Hollt Mikið er af D-vítamíni í lýsi en einnig laxi og öðrum feitum fiski.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.