Morgunblaðið - 14.05.2009, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Morgunblaðiðhefur und-anfarna
daga flutt fréttir af
kaupréttarsamn-
ingum tveggja
stjórnenda í hluta-
félaginu Teymi. Einkahlutafélög
í eigu stjórnendanna keyptu 70
milljón hluti í félaginu á því töfr-
um slungna ári 2007. Fengin
voru lán frá Glitni fyrir kaup-
unum, en stjórnendurnir voru
ekki í persónulegum ábyrgðum
fyrir lánunum. Ábyrgðin féll,
samkvæmt samningnum, á
Teymi sjálft. Aukinheldur fylgdi
bréfunum söluréttur, sem átti að
verða virkur í lok ágúst 2010. Ef
gengi bréfa í félaginu hefði
hækkað, hefðu stjórnendurnir
hagnazt. Þeir gátu hins vegar
ekki tapað á samningunum.
Skuldin, sem nú er við Íslands-
banka, nam í lok febrúar sl. um
830 milljónum króna. Í Morg-
unblaðinu í gær var upplýst að
þvert á það, sem skilja mátti af
orðum fjármálastjóra Teymis í
blaðinu á þriðjudag, kom ekkert
fram í ársreikningi félagsins fyr-
ir árið 2007 um að félagið væri í
ábyrgðum fyrir lánum til stjórn-
endanna. Þannig vissu hátt í þús-
und hluthafar, sem þá áttu í al-
menningshlutafélaginu Teymi,
ekki hvernig í pottinn var búið;
hvaða áhættu félagið tók fyrir
þeirra hönd með þessu fyr-
irkomulagi.
Samningar af þessu tagi voru
síður en svo einsdæmi í upp-
sveiflunni. Kaupréttarsamningar
voru gerðir við stjórnendur og
lykilstarfsmenn í almennings-
hlutafélögum og oft með sölu-
rétti, sem þýddi í
raun að ekki var
hægt að tapa á
samningunum. Hins
vegar var hægt að
hagnast vel á þeim.
Í tilviki Kaupþings
voru persónulegar ábyrgðir
starfsmanna vegna lána fyrir
hlutabréfum felldar niður og
svipuð fyrirheit voru gefin í
Glitni. Dregið hefur verið í efa að
þessir gjörningar standist, en
málin eru enn ófrágengin.
Þegar kaupréttarsamningar
upp á tugi eða hundruð milljóna
voru gerðir við fólk fylgdi því
gjarnan frasinn að verið væri að
„tengja saman hagsmuni stjórn-
enda og félagsins“. Sem er ekki
vitlaus hugmynd. Hins vegar
hafa ýmsir fært rök fyrir því að
vegna þess að hagsmunir stjórn-
endanna voru beintengdir við
hlutabréfaverð hafi kaupréttar-
samningarnir stuðlað að fjár-
málahruninu. Stjórnendurnir
hafi átt ríkari hagsmuni af háu
hlutabréfaverði til skamms tíma
en heilbrigðum rekstri til lengri
tíma og þess vegna hneigzt til að
taka of mikla áhættu.
Svo mikið er víst að í mörgum
tilfellum – eins og í Teymi – fóru
hagsmunir stjórnenda, félagsins
og hluthafanna eingöngu saman
á meðan vel gekk og hlutabréf
hækkuðu. Á niðurleiðinni skildi
leiðir – hluthafar (og nú kröfu-
hafar) tapa, en stjórnendurnir
þurfa ekki að taka ábyrgð á
gjörðum sínum.
Sambærileg mistök hljóta
menn að forðast þegar endur-
reisa á heilbrigt viðskiptalíf hér á
landi.
Hagsmunir stjórn-
enda og hluthafa
fóru eingöngu sam-
an þegar vel gekk}
Samtengdir hagsmunir?
Meiri ólga erinnan banda-
laga stéttarfélaga
en sést hefur síð-
ustu ár. Nú síðast
samþykkti Félag
íslenskra hjúkr-
unarfræðinga að yfirgefa BHM
og áður höfðu m.a. suð-
urnesjasjómennirnir í Verka-
lýðs- og sjómannafélagi Kefla-
víkur viðrað að ganga úr
Starfsgreinasambandinu, þar
sem formaður þeirra situr þó
einnig við stjórnvölinn. Þeir
vilja heldur tilheyra ASÍ eða
einhverjum öðrum.
Hjúkrunarfræðingar vilja
afslátt af iðgjöldum sínum til
höfuðsamtakanna – þrjár millj-
ónir króna.
Ljóst er að nú í efnahags-
kreppunni skiptir hver króna
máli. Bákn verður ekki fóðrað.
Hafi höfuðstöðvarnar því ekki
staðið sig gagnvart aðild-
arfélögunum munu þau vilja
burt. Þau munu ekki líða að
kjarabarátta þeirra verði eins-
konar atvinnubótavinna starfs-
manna höfuðsamtakanna.
Félagar í VR sýndu að þeir
kærðu sig ekki um formann
sem hafði gleymt
uppruna sínum.
Velta má því fyr-
ir sér hvort heild-
arsamtök stétt-
arfélaganna hafi
misst sjónar af
grasrótinni. Getur verið að
launamenn vilji fyrst og fremst
að stéttarfélög þeirra berjist
fyrir bættum kjörum þeirra og
verjist launaskerðingunum?
Þeir vilji að hagsmuna-
samtökin berjist fyrir sameig-
inlegum hagsmunamálum
þeirra að þeirra eigin forskrift.
Nú ríður á að peningunum
sem launamenn leggja stéttar-
félögunum til sé varið í að efla
samstöðuna svo réttindi þeirra
séu tryggð og launin í sam-
ræmi við reglur. Í góðærinu
skipti hver króna ekki máli og
menn því hljóðir þótt þær færu
í niðurgreiðslu á veru annarra
í sumarhúsum eða í líkams-
ræktarkort fyrir samstarfs-
félagann.
Stéttarfélögin þurfa að huga
að upprunanum og ástæðu
þess að þau urðu til. Þau þurfa
að veita skjól í áföllum og
verja réttindin og kjörin.
Stéttarfélögin þurfa
að huga að upprun-
anum og ástæðu
þess að þau urðu til }
Hagræðing stéttarfélaganna
V
ið viljum að allir hafi vinnu, skárra
væri það, enginn er svo illgjarn að
vilja atvinnuleysi í landinu. En
skiptir ekki máli hvernig við höld-
um uppi atvinnustiginu? Allir
höfðu vinnu í Sovétríkjunum gömlu, allir voru
að gera eitthvað. Bílaumferð var lengst af sára-
lítil en samt voru upp í fjórir lögregluþjónar á
götuhornum til að stýra umferðinni. Þeir gerðu
ekki neitt gagn en voru að nafninu til í vinnu,
a.m.k. voru þeir ekki skráðir atvinnulausir. Og
að sjálfsögðu er það ákveðin mannúð að hlífa
okkur við því að vera á atvinnuleysiskrá. En til
lengdar er þetta vond lausn ef hugsað er um
þjóðarhag.
Einu sinni var hagfræðingur spurður hvort
ekki væri aðalatriðið að halda uppi atvinnustig-
inu, allt annað yrði að víkja. Hann svaraði held-
ur hvatskeytslega að ef menn vildu fórna öllu fyrir hátt at-
vinnustig væri best að reisa virkjanir og önnur stór
mannvirki án þess að nota stórvirkar vinnuvélar, líklega
best að nota ekkert stærra en teskeiðar. Þá fengju svo
margir vinnu.
Síðustu áratugi hafa alltaf heyrst raddir um að stefna
beri að því að fullvinna sjávaraflann. Í sjálfu sér er ekkert
að því að menn vilji reyna að tryggja að Íslendingar njóti
sjálfir virðisaukans af því gera hráefni verðmætara, búa til
eitthvað dýrt úr því.
En vandinn er að margir útlendingar eru afskaplega
hrifnir af því að sjá það sem okkur þykir ekki neitt merki-
legt: fisk eins og hann er þegar hann kemur úr sjónum.
Þeir vilja sjá haus, sporð, hreistur, helst slor
og allt heila klabbið. Þeir vilja frekar þannig
vöru vegna þess að alls staðar í búðunum
þeirra er meira en nóg af fiski og kjöti sem er
svo „fullunnið“ að almenningur er hættur að
gera sér grein fyrir upprunanum. Sumir halda
að allur matur verði til í verksmiðjum.
Stundum fæst hærra verð fyrir óunninn fisk
en unninn á erlendum mörkuðum. Hvers
vegna eigum við að láta fólk strita við full-
vinnslu jafnvel þegar hún skilar ekki raun-
verulegum gjaldeyristekjum? Allir hljóta að
sjá að þá erum við í besta falli að halda uppi at-
vinnubótavinnu á kostnað fyrirtækjanna sem
borga kaupið.
Við eigum að láta ráðamenn fyrirtækjanna
ákveða hve mikið þeir láta fullvinna af fisk-
inum og hve mikið þeir selja óunnið. Þeir hafa
meira vit á því en skriffinnar í ráðuneytum.
Ég hef nokkra samúð með þeim vinstrisinnum sem nú
eru að reyna að stýra okkur út úr kreppunni með sínum
aðferðum. En öðru hverju óttast ég að gömul afturhalds-
hugmyndafræði þeirra sem vilja reyna að miðstýra og of-
stýra öllu atvinnulífinu úr ráðuneytum sé ótrúlega öflug í
huga sumra ráðherra og þingmanna. Til dæmis þeirra
sem eru svo staðnaðir að ef minnst er á hugmyndir um að
einkakvæða ákveðna þætti í rekstri ríkisstofnana spyrna
þeir strax harkalega við fótum. Einkavæðing hefur stund-
um mistekist. En er löggæsla á Íslandi virkilega í hættu ef
rekstur lögreglubíla verður boðinn út? Springur þá sam-
tímis á öllum dekkjunum? Bang? kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Fiskur er bestur með haus og sporði
Sveitarstjórnarmenn
vilja persónukjör
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
J
óhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra sagði á
blaðamannafundi á Ak-
ureyri í fyrradag að rík-
isstjórnin stefndi að því að
taka upp persónukjör við sveit-
arstjórnarkosningarnar sem fram
fara næsta vor. Málið verði unnið í
samráði við alla þingflokka og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og fljót-
lega verði kallaðir saman tengiliðir
allra flokka og sambandsins.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á
Ísafirði og formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að áætl-
anir ríkisstjórnarinnar falli að stefnu-
mörkun sambandsins, sem staðfest
var á síðasta landsþingi hinn 13. mars
sl. Á landsþinginu skilaði lýðræð-
ishópur sambandsins af sér tillögum.
Meðal þeirra var tillaga um aukið lýð-
ræði í sveitarfélögum, þ. á m. per-
sónukjör.
Þessi tillaga fór svo inn í endur-
skoðaða stefnumörkun og aðgerða-
áætlun stjórnar sambandsins 2009-
2010. Þar var stjórn sambandsins
m.a. falið að láta taka saman yfirlit
um kosti og galla mismunandi leiða til
að efla lýðræði og stuðla að beinni að-
komu og þátttöku íbúa við stjórn og
ákvarðanatöku á vettvangi sveit-
arstjórna. Halldór segir að þótt út-
færslan sé óútfærð liggi fyrir vilji
sveitarfélaganna til að láta reyna á
persónukjör.
Persónukjörið felst í því að flokkar
sem bjóða fram leggja fram óraðaða
lista en ekki raðaða eins og nú er
gert. Bent hefur verið á þann galla
við persónukjör að samherjar á list-
anum séu að berjast innbyrðis um að
ná öruggum sætum á listanum á
sama tíma og þeir eru að berjast við
andstæðingana.
Halldór Halldórsson segist einmitt
hafa velt þessu atriði talsvert fyrir
sér. Persónukjör myndi væntanlega
leiða til þess að prófkjör flokkanna
legðust af en sá möguleiki væri fyrir
hendi að „prófkjörsbaráttan“ færðist
inn í kosningabaráttuna sjálfa. Í
þessu sambandi hafi það verið rætt í
hópi sveitarstjórnarmanna hvort
gera eigi tilraun í nokkrum sveit-
arfélögum frekar en að byrja með
persónukjör í öllum sveitarfélögum
landsins á sama tíma.
Halldór bendir á að til standi að
gera tilraun með rafrænar kosningar
í sveitarstjórnarkosningum. Gefa eigi
tilraunasveitarfélögum kost á að
prófa þetta áður en farið verður að
framkvæma rafrænar kosningar alls
staðar. „Þó að flestir séu tölvuvanir
og tæknin sé áreiðanlega til staðar
eru þetta flókin og um leið viðkvæm
mál þegar hvert atkvæði skiptir máli
og ekkert má verða til þess að upp
komi kerfisgallar sem geti spillt kosn-
ingum eða a.m.k. ímynd þeirra,“ segir
Halldór.
Frumvarp um persónukjör til Al-
þingis náði ekki fram að ganga, m.a.
vegna þess að 2⁄3 hluta atkvæða þurfti
til að samþykkja það. Ásmundur
Helgason, yfirlögfræðingur Alþingis,
segir að ekkert sérákvæði sé í stjórn-
arskránni um að það þurfi aukinn
meirihluta á Alþingi til að gera þess
háttar breytingar á lögum um kosn-
ingar til sveitarstjórna. Einfaldur
meirihluti ráði því örlögum slíks
frumvarps.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fyrstu tölur Ef persónukjör nær fram að ganga þurfa leiðtogarnir ekki
bara að bíða eftir fyrstu tölum, heldur einnig eftir því hvernig þeim vegnar.
Ríkisstjórnin heldur til streitu
áformum sínum um persónukjör
og vill taka það upp í næstu
sveitarstjórnarkosningum.
Sveitarstjórnarmenn eru áhuga-
samir um slíkt fyrirkomulag.
ÞÓTT lögin um persónukjör hafi
ekki náð fram að ganga á síðasta
þingi nýttu Íslendingar sér sem
aldrei fyrr þann möguleika í nýliðn-
um kosningum að hafa áhrif á
listana með útstrikunum og breyt-
ingum á röð frambjóðenda. Í tveim-
ur tilvikum leiddu breytingarnar til
þess að frambjóðandi féll niður um
sæti en þó ekki út af þingi.
Strikað var 24 þúsund sinnum yf-
ir nöfn frambjóðenda. Var það
meira en tvöfalt fleiri útstrikanir
en í kosningunum fyrir tveimur ár-
um þegar strikað var 10.500 sinn-
um yfir nöfn í heildina. Útstrik-
anirnar samsvöruðu tæpum 13% af
atkvæðafjöldanum en í kosning-
unum 2007 samsvöruðu útstrikanir
tæpum 6% af gildum atkvæðum
flokkanna á landinu öllu.
Í sveitarstjórnarkosningum á
undanförnum árum hefur alltaf
verið talsvert um útstrikanir.
13% NÝTTU
RÉTT SINN
››