Morgunblaðið - 14.05.2009, Qupperneq 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
✝ Níels Þór-arinsson fæddist í
Hafnarfirði 8. októ-
ber 1912. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafn-
arfirði 6. maí 2009.
Hann var sonur
hjónanna Borghildar
Níelsdóttur, f. 2. maí
1886, d. 14.7. 1973, og
Þórarins Kristins
Guðmundssonar, f.
2.8. 1884, d. 29.12.
1954.
Kona Níelsar er
Anna Ragnheiður Erlendsdóttir, f.
3.9. 1926. Börn þeirra eru: 1) Steina
Borghildur viðskiptafræðingur, f.
18.9. 1964, sambýlismaður Gunnar
Níelsson viðskiptafræðingur, f. 9.2.
1963, þau og eiga 2 dætur, Hafdísi
Erlu, f. 27.8. 1997, og Önnu Lilju
Dögg, f. 19.3. 2004. 2) Jóhanna, f.
1970, d. 1970. Einnig ól Níels upp
son Önnu, Víglund Þorsteinsson vél-
stjóra og bónda, f. 21.5. 1952, en
faðir Víglundar, Þorsteinn Víg-
lundsson, frá Höfða í Bisk-
upstungum lést árið 1955. Víg-
lundur giftist Lovísu Maríu
Erlendsdóttur, en þau slitu sam-
vistum. Sambýliskona Víglundar er
Svava Theodórsdóttir rekstr-
Hafnarfirði, en því starfi gegndi
hann í 15 ár, þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Gamlir nem-
endur skólans minnast Níelsar
ennþá með mikilli hlýju, en aldrei
þurfti hann að brýna raustina við
nemendur. Útgeislun hans var með
þeim hætti að þeir hlýddu um-
svifalaust án þess að mögla.
Samhliða vinnu og eftir starfslok
hélt Níels áfram byggingu húsins
við Norðurbrautina og síðar Kletta-
hraunsins sem hann náði að ljúka
við, en þar bjó hann uns veikindin
tóku yfirhöndina. Þá sinnti hann
einnig garðrækt, trjárækt og kart-
öflurækt alveg til ársins 2007, en
það var síðasta árið sem hann setti
sjálfur niður kartöflur og tók upp.
Honum féll aldrei verk úr hendi og
kunni því illa að liggja í rúminu og
vera veikur. Níels hjólaði mikið á
sínum yngri árum, bæði innanbæjar
og inn á hálendið sem þótti nýnæmi
á þeim tíma og stundaði tjaldúti-
legur í þeim leiðöngrum.
Á Sólvangi naut Níels umönnunar
frábærs starfsfólks síðustu stund-
irnar og sérstakar þakkir fær Ólaf-
ur Skúli Ingibergsson nýrna-
sérfræðingur fyrir ómetanlega
umönnun í gegnum árin.
„Ég bið að heilsa öllum“ voru síð-
ustu orð Níelsar.
Útför Níelsar fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 14. maí, og
hefst athöfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
arfræðingur.
Níels ólst upp í
Hafnarfirði og bjó
einnig að Selsgarði á
Álftanesi stuttan tíma
þegar hann var barn
að aldri. Eftir það bjó
hann lengst af á
Reykjavíkurvegi 9,
Hafnarfirði. Níels lauk
barnaskólaprófi frá
Barnaskóla Hafn-
arfjarðar og byrjaði
snemma að vinna fyrir
sér eins og tíðkaðist á
þeim tíma við fisk-
breiðslu og fiskþurrkun. Einnig
starfaði hann við afgreiðslustörf í
Steingrímsbúð í Hafnarfirði jafn-
framt því sem hann hóf störf sem
kvikmyndasýningarmaður 15 ára
gamall. Starfi kvikmynda-
sýningarmanns gegndi hann í 30 ár
samhliða öðrum störfum. Fólust þau
störf m.a. í lagningu Sogslínu til
höfuðborgarsvæðisins, verkstjórn
við byggingu beggja hafnargarð-
anna í Hafnarfirði, verkstjórn hjá
byggingarfélaginu Þór og Dröfn,
Hafnarfirði, reisingu álversins í
Straumsvík o.fl. stórra bygging-
armannvirkja í Hafnarfirði. Árið
1970 réðst svo Níels til starfa sem
húsvörður við Víðistaðaskóla í
Það var sem tíminn stöðvaðist eitt
andartak þegar hringt var í mig og
mér sagt að Nilli væri látinn. Nilli var
einstakur karakter, hann var ljúf-
menni í hvívetna og sá ég hann aldrei
bregða skapi. Það var mikið gæfu-
spor þegar þau móðir mín felldu hugi
saman og hófu búskap á Norður-
brautinni í Hafnarfirði. Þau unnu þá
bæði hjá Dröfn, sem var með skipa-
smíðar og húsbyggingar í Hafnar-
firði en þar var Nilli verkstjóri. Þau
eru nokkur stórhýsin á Strandgöt-
unni og víðar sem Nilli og hans menn
byggðu á árum áður. Má þar nefna
Sparisjóðshúsið og Venusarhúsið.
Ég var í sveit öll sumur á Sauða-
felli í Dölum sem krakki og ungling-
ur. Eitt sinn sem oftar komu mamma
og Nilli í heimsókn og var þá steypu-
vinna fyrirhuguð á bænum. Nilli tók
að sér að stjórna lögun steypunnar
en þar nutu hæfileikar hans sín, enda
kom í ljós ein sú fallegasta steypa
sem sést hafði að mati fróðra manna
þegar slegið var frá. Það var alltaf
gaman þegar Nilli og mamma komu
því þá var farið í útilegu með tjald og
prímus. Ferðir sem urðu ólgeyman-
leg ævintýri í huga ungs drengs.
Það er margs að minnast þegar að
leiðarlokum er komið. Minningin um
góðan og elskulegan fósturpabba
mun lifa með mér um ókomin ár.
Hafðu þökk fyrir allt það sem þú
gafst mér.
Víglundur Þorsteinsson.
Hinn 6. maí sl. andaðist Níels Þór-
arinsson fyrrum húsvörður Víð-
istaðaskóla. Hann kom til okkar í
Víðistaðaskóla haustið 1970, hljóðlát-
ur og hlýr, traustur og trúr í hverju
verki, Þá var skólinn að taka til starfa
og var þó enn mörg næstu árin í
byggingu.Það var því margt sem á
nýráðnum húsverði hvíldi og lán fyrir
skólann að fá Níels í starfið, marg-
reyndan í margvíslegum byggingar-
störfum hér í Hafnarfirði. Skólinn
naut þess, að húsvörðurinn kunni vel
til verka á iðnaðarsviðinu og var jafn-
framt góðgjarn en fastur fyrir í sam-
skiptum sínum við nemendur. Það
skiptir miklu máli fyrir allt skóla-
starf, að sambúð húsvarðar og nem-
enda takist vel. Í Víðistaðaskóla var
sú sambúð með ágætum.Níels Þór-
arinsson hafði ríka réttlætiskennd.
Hann var einn af þessum sönnu og
traustu jafnaðarmönnum, meðvitað-
ur um gildi jafnaðarstefnunnar fyrir
samfélagið og í samskiptum manna,
missti aldrei sjónar tilgangi hennar
og markmiðum. Hann hafði því góð-
an skilning á mannúð og mannrækt
og það er gott veganesti í uppeldis-
og skólastarfi. Öllu starfsfólki skól-
ans varð fljótlega ljóst, hvílíkur
mannkostamaður þessi hægláti en þó
um leið ákveðni húsvörður okkar var.
Það var gott að vera í návist hans og
vinátta varð til sem entist út yfir líf
og dauðaÞað er alltaf sárt að kveðja
góða vini, en minningarnar lifa og
lýsa. Þeir lifa góðu lífi í vitund okkar
og verkunum sem unnin eru af trú-
mennsku og hjartahlýju. Þannig
skynjum við Níels Þórarinsson á
kveðjustund. Víðistaðaskóli naut
huga hans og handar, þegar skólinn
steig sín bernskuspor. Fyrir það er
þakkað. Skólinn naut líka verka
Önnu konu hans, en þau hjónin voru
samhent í því að vinna skólanum allt
það gagn sem þau máttu. Farðu sæll
á guðs þíns fund Níels Þórarinsson
og hafðu þökk fyrir störf þín í þágu
Víðistaðaskóla og alla samveruna
þar. Guð blessi þig og þína á kveðju-
stund.
Hörður Zóphaníasson,
fyrrverandi skólastjóri
Sigurður Björgvinsson,
núverandi skólastjóri.
Níels Þórarinsson
✝ Guðmundur Ósk-arsson, fv. lög-
regluvarðstjóri, fædd-
ist á Eyri
(Sveinungseyri) í
Gufudalshreppi í A-
Barðastrandarsýslu
30. ágúst 1926. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 5. maí 2009. For-
eldrar hans voru Guð-
rún Jóhanna
Guðmundsdóttir, f. 1.
apríl 1888, d. 16. jan-
úar 1981 og Sumarliði
Óskar Arinbjörnsson, f. 14. desem-
ber 1889, d. 25. júní 1954. Systkini
Guðmundar voru Steinunn, f. 2. júlí
1913, d. 23. júní 1969, Arnór, f. 27.
sammæðra eru: Guðmundur Ragn-
ar, f. 1983, faðir Björn Ragnar
Björnsson, f. 1958, Kristín María, f.
1988 og Ragnheiður Elísabet, f.
1992. 2) Óskar, f. 1959.
Guðmundur stundaði ýmis störf
um ævina, svo sem venjuleg sveita-
störf, verkamanna- og fiskvinnu,
byggingavinnu og stjórn þunga-
vinnuvéla. Hann hóf síðan störf hjá
Lögreglunni í Kópavogi í október
árið 1961 og vann þar óslitið þar til
hann lét af störfum í lok júní árið
1990. Hann stundaði nám við Lög-
regluskólann og lauk prófi þaðan
árið 1966. Guðmundur var áhuga-
samur um skógrækt og var m.a. fé-
lagi í Skógræktarfélagi Kópavogs.
Hann ferðaðist mikið um landið,
bæði vegna vinnu og í frístundum.
Útför Guðmundar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 14. maí, kl.
15.
Meira: mbl.is/minningar
júlí 1914, d. 10. ágúst
1995, Sæmundur
Magnús, f. 6. des.
1915, d. 11. ágúst
1989, stúlka, f. 19. júlí
1917, d. 19. júlí 1917,
Kristinn, f. 30. júlí
1918, d. 30. nóv. 2008,
Guðbjörg, f. 26. mars
1920, d. 10. maí 2003
og Guðrún, f. 17. apríl
1928.
Hinn 11. júní 1955,
kvæntist Guðmundur,
Ragnheiði Ein-
arsdóttur frá Val-
þjófsstað í Fljótsdal, f. 20. maí 1923,
d. 28. janúar 1994. Börn þeirra eru:
1) Þuríður, f. 1957, maki Kristinn
Karl Guðmundsson, f. 1951. Börn
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
sómamaðurinn Guðmundur Óskars-
son. Leiðir okkar lágu fyrst saman í
lögreglunni í Kópavogi 1980. Nokkru
síðar var ég skipaður aðstoðarmaður
hans á vaktinni. Guðmundur var einn
af þessu náttúrumönnum sem ekki
vildu breyta hlutunum breytinganna
vegna. Hann hélt mikilli tryggð við
gamlar hefðir og fór vel með sitt.
Guðmundur var mikill hagleiks-
maður á tré og járn og bera verk
hans á Hraunbrautinni best vitni þar
um. Hann var fastur fyrir, en allan
þann áratug sem ég starfaði með
honum reyndist hann mér sem besti
uppalandi og vinátta okkar entist
alla tíð.
Guðmundur hóf störf í lögreglunni
1961 og var með fyrstu lögreglu-
mönnum sem ráðnir voru í lögregl-
una í Kópavogi og starfaði þar uns
hann lét af störfum vegna aldurs.
Nokkru eftir að hann lét af störfum
greindist hann með illvígan sjúkdóm
sem að lokum lagði hann að velli.
Hann tók á veikindum sínum með
mikilli stillingu og æðruleysi og alltaf
var stutt í stríðnina og húmorinn.
Guðmundur missti konu sína fyrir
mörgum árum og var söknuður hans
mikill.
Guðmundur var afskaplega barn-
góður og synir okkar minnast enn
heimsókna til hans á lögreglustöðina
þar sem Guðmundur tók vel á móti
þeim. Við hjónin þökkum Guðmundi
samfylgdina og alla vináttu við okkur
og sendum börnum hans, Þuríði og
Óskari, og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Lárus Ragnarsson.
Guðmundur Óskarsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR H. EINARSSON,
Barðavogi 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
15. maí kl. 13.00.
Kristbjörg Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Hallgrímsson, Inga Kolbrún Hjartardóttir,
Sigríður Rut Hallgrímsdóttir, Páll Arnórsson,
Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir,
afabörn og langafabarn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGFÚS ÞÓRÐARSON
fv. bankastarfsmaður,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
16. maí kl. 11.00.
Erla Sigurjónsdóttir,
Kristín Sigfúsdóttir, Yngvi Karl Jónsson,
Anna Þórný Sigfúsdóttir, Stefán Þorleifsson,
Þórarinn Sigfússon
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför bróður okkar og
frænda,
BALDURS JÓNSSONAR
frá Fjósatungu,
síðast til heimilis á Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grenihlíðar, dvalar-
heimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Guð veri með ykkur.
Systkini hins látna
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNSTEINN LÁRUSSON
skósmíðameistari,
Látraströnd 20,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
15. maí kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu
Krabbameinsfélags Íslands, sími 540 1990.
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Lárus Gunnsteinsson, Dagmar Rósa Guðjónsdóttir,
Ólafur Grétar Gunnsteinsson,
Kjartan Gunnsteinsson, Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
VALUR BJÖRN VALDIMARSSON,
Bæjarholti 1,
Hafnarfirði,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. maí, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
15. maí kl. 15.00.
Úlfhildur Jónasdóttir,
María Valsdóttir, Steinar Örn Kristjánsson,
Húnbogi Valsson, Dagný Annasdóttir,
Kolbeinn Valsson, Monika Danisova,
Óðinn Valsson, Bára Eyfjörð Heimisdóttir,
Hjörleifur Valsson, Ágústa María Arnardóttir,
Hagbarður Valsson,
barnabörn og barnabarnabörn.