Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
Sudoku
Frumstig
6 4 2
6
8 3 5
4 1 7 2
9 4 8
3
6 7 1 9
8
7 3 5 4
7 6 4
5 7
2 1 9
9 1
7 3 4
9 1 5 6
4 9 3
5 1
5 8
9 8 6
4 3
1 7
2 7 8 5
9 2 7
1
4 3
7 5 6
6 5 4 9 2
1 3 9 2 5 8 7 4 6
2 4 7 3 9 6 8 1 5
8 6 5 7 1 4 9 3 2
9 2 6 1 3 5 4 8 7
4 8 1 9 6 7 5 2 3
5 7 3 4 8 2 1 6 9
6 1 8 5 2 9 3 7 4
7 9 2 8 4 3 6 5 1
3 5 4 6 7 1 2 9 8
5 3 7 9 6 4 2 8 1
8 1 6 5 2 3 4 7 9
9 4 2 8 7 1 3 6 5
6 8 3 4 5 2 1 9 7
7 9 4 1 3 8 5 2 6
1 2 5 7 9 6 8 4 3
3 5 9 2 8 7 6 1 4
4 7 8 6 1 5 9 3 2
2 6 1 3 4 9 7 5 8
6 8 1 4 2 9 7 3 5
3 5 2 8 6 7 9 1 4
4 7 9 1 3 5 6 2 8
8 2 4 6 7 3 1 5 9
5 6 7 2 9 1 8 4 3
1 9 3 5 8 4 2 7 6
7 4 5 9 1 8 3 6 2
9 1 6 3 5 2 4 8 7
2 3 8 7 4 6 5 9 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er fimmtudagur 14. maí,
134. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far
þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafn-
skjótt fékk hann sjónina og fylgdi hon-
um á ferðinni. (Mark. 10,52.)
Víkverji verður að viðurkenna aðhann var búinn að snúa bakinu í
sjónvarpið þegar kynnarnir of-
urglöðu í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva voru búnir að
greina frá hvaða níu þjóðir væru
komnar áfram í úrslitin. Útlitið var
svart, en svo gerðist það. „Ísland!“
hrópuðu kynnarnir í Moskvu í kór
þegar þeir tilkynntu 10. og síðustu
þjóðina sem komst áfram úr fyrri
undankeppninni. Samstarfsfélagar
Víkverja hrópuðu „já“ líkt og ís-
lenska landsliðið í handbolta hefði
skorað sigurmark á lokasekúndunni.
x x x
Víkverji, sem er ekki Evróvisjón-sérfræðingur, telur að íslensku
keppendurnir, með Jóhönnu Guð-
rúnu Jónsdóttur í broddi fylkingar,
hafi svo sannarlega átt það skilið að
komast í úrslitakeppnina. Lagið er
prýðilegt, mjög vel sungið og laust
við alla yfirborðsmennsku. Klassísk
„ofurballaða“ sem minnir um margt
á söngkonuna Celine Dion, sem er
ekki ókunnug Evróvisjón. Hún söng
framlag Sviss árið 1988 og stóð að
lokum uppi sem sigurvegari.
x x x
Það var svo ekki annað að sjá áviðbrögðum bloggara en að Ís-
lendingar hafi verið ánægðir með úr-
slitin, enda landsmenn Evróvisjón-
aðdáendur inni við beinið. Það verð-
ur því óneitanlega skemmtilegra að
fylgjast með keppninni nk. laug-
ardag og íslensku keppendunum
taka lagið á nýjan leik í Moskvu. Jó-
hanna Guðrún spurði og Evrópa
svaraði. „Já, það er satt.“
x x x
Þá vill Víkverji benda ökumönn-um á útvarpsstöðina Rondó,
sem RÚV sendir út stafrænt á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar fær sígild
tónlist og djass að njóta sín. Ástæð-
an fyrir því að Víkverji vill benda
ökumönnum á þessa útvarpsstöð er
sú að tónlistin hefur afar róandi
áhrif á hlustendur. Asinn er þegar of
mikill á götum borgarinnar á álags-
tímum og virkar Rondó því eins og
vin í eyðimörkinni.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 fikta við gald-
ur, 4 nötraði, 7 halda til
haga, 8 fuglar, 9 skolla,
11 nákomin, 13 geð-
vonska, 14 spilið, 15 fjöl,
17 auðlind, 20 sarg, 22
bogin, 23 slitið, 24 bjóða,
25 ræktaða landið.
Lóðrétt | 1 undirokun, 2
aki, 3 mjög, 4 viðlag, 5
sálir, 6 birgðir, 10 baun-
ir, 12 miskunn, 13 bók-
stafur, 15 skinnpoka, 16
rótarskapur, 18 heims-
hlutinn, 19 hægt, 20
elska, 21 syrgi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fannfergi, 8 færni, 9 digra, 10 tíu, 11 síðla, 13
reiða, 15 volks, 18 flesk, 21 kol, 22 messa, 23 ærleg, 24
gustmikil.
Lóðrétt: 2 afræð, 3 neita, 4 eldur, 5 gegni, 6 ofns, 7 fata,
12 lok, 14 ell, 15 voma, 16 lustu, 17 skatt, 18 flæmi, 19
efldi, 20 kugg.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6
5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 h6 8. h3
a6 9. c5 Bc7 10. Bd2 b5 11. cxb6
Rxb6 12. Bd3 Bd6 13. e4 Be7 14. O-
O-O Bb7 15. Kb1 Hc8 16. Hhg1 c5 17.
dxc5 Bxc5 18. g5 dxe4 19. Rxe4 Rxe4
20. Bxe4 Bxe4 21. Dxe4 Dd5 22. De2
hxg5 23. Rxg5 Hh4 24. Bc3 Dc4 25.
Df3 Hf4 26. Db7 Bxf2 27. Hgf1 Rd5
28. Be5 Hf5 29. Hc1 Dd3+ 30. Ka1
Hd8 31. Dc6+ Ke7
Staðan kom upp á heimsbikarmóti
FIDE sem lauk fyrir skömmu í Nalc-
hik í Rússlandi. Azerinn Shakhriyar
Mamedyarov (2725) hafði hvítt gegn
Rússanum Peter Svidler (2726). 32.
Hxf2! Hxg5 svartur hefði einnig tap-
að eftir 32… Hxf2 33. Dc5+ Ke8 34.
Dxf2. 33. Db7+ Hd7 34. Hxf7+! Kxf7
35. Dxd7+ Kg8 36. Bxg7 og svartur
gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Kostir og gallar.
Norður
♠D96
♥G
♦K10942
♣10753
Vestur Austur
♠Á43 ♠2
♥Á9743 ♥KD62
♦G76 ♦D85
♣G2 ♣ÁKD98
Suður
♠KG10875
♥1085
♦Á3
♣64
(10) Sagnbaráttan.
Í þessari uppteikningu sleppur suð-
ur mjög líklega einn niður í 4♠, en A-V
tapa 5♥ ef vörnin tekur tígulstungu í
byrjun. Það er því N-S í hag að komast
sem fyrst í 4♠. Sem er auðvelt ef þeir
nota innrammaðar hindranir. Austur
vekur á 1♣ og suður stekkur í 2♠.
Vestur doblar neikvætt. Á jöfnum
hættum er norðri óhætt að vaða í 4♠,
vitandi það að makker á góðan sexlit
og ekkert óvænt til hliðar. Norður fer
með húsbóndavaldið. Ef Robson-
stíllinn er viðhafður, yrði norður að
passa 2♠ og leyfa A-V að tala sig sam-
an á þriðja þrepi.
Kostir Robson-stílsins eru aukin
tíðni og meiri óvissa í herbúðum mót-
herjanna. Gallarnir eru aftenging
makkers frá hindrunarferlinu, hætta á
harðri refsingu og meiri líkur á því að
missa geim eða slemmu.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert í rómantískum hugleið-
ingum og ættir að gera þér glaðan dag
með ástvini þínum. Þú ert athugull og
nærfærni þín vekur aðdáun annarra.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er líklegt að þú rífist við
systkini þín eða nágranna í dag því all-
ir vilja halda fast við sínar skoðanir.
Þótt þú sért upptekinn af efnislegum
gæðum getur þú um leið verið gjaf-
mildur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er töluvert álag á þér
núna bæði í einkalífi og starfi. Rólegar
stundir með sjálfum þér gefa þér orku
til að takast á við flest.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Fólk sem er að reyna að ganga í
augun á þér móðgar þig hugsanlega al-
veg óvart. Mundu að vinir þínir hafa
áhrif á hugsanir þínar og þannig á
framtíð þína.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú leggur þitt svo sannarlega af
mörkum núna og hefur ákveðið að
tjalda því sem til þarf.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú hefur unnið lengi að sérstöku
verkefni og nú er svo komið að þú
kemst ekki lengra án aðstoðar annarra.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Skreytingar eru ágætar fyrir þá
sem vilja hafa allt mjög fínt. Allt sem
er skrýtið, nýtt og forvitnilegt togar
þig til sín.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Í nokkrar dásamlegar
stundir finnst þér þú hafa öðlast stjórn
á tímanum. Það er eitt og annað sem
þú átt ógert en verður að ráða fram úr.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Láttu ekki hugfallast þótt
sumar hugmyndir þínar hljóti ekki
strax framgang. Mikilvægir ein-
staklingar kunna að meta það sem þú
hefur fram að færa núna.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Taktu þér smástund í að
ákveða hvernig þú getur bætt vinnuað-
stæður þínar. Styrkur persónuleika
þíns hefur áhrif á fólk.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þráir athygli. List og
glæsileiki verða að vera fyrir hendi, svo
þér finnist að hann sé að lifa lífinu sem
honum var ætlað.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Fólkið sem þú umgengst gæti
litið þig öðrum augum en þú það.
Sýndu þolinmæði og fylgdu því eftir í
rólegheitunum.
Stjörnuspá
14. maí 1998
Jóhanna Sigurðardóttir talaði
samfellt í fimm og hálfa
klukkustund í umræðum á Al-
þingi um húsnæðisfrumvarp
og sló þar með eldra met sem
var fimm klukkustundir.
14. maí 1999
Hornsteinn var lagður að Sult-
artangavirkjun í Þjórsá en
virkjunin, sem afkastar 120
megavöttum, var tekin í notk-
un í nóvember.
14. maí 2002
Utanríkisráðherrafundur Atl-
antshafsbandalagsins hófst í
Reykjavík. Meðal þátttakenda
voru Colin Powell frá Banda-
ríkjunum, Silvio Berlusconi
frá Ítalíu og Jack Straw frá
Bretlandi. Einn af gestum
fundarins var Igor Ivanov frá
Rússlandi. Fundinum var lýst
sem „útför“ kalda stríðsins.
14. maí 2003
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, og Dorrit Moussa-
ieff voru gefin saman á Bessa-
stöðum, en hann varð 60 ára
þennan dag.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Matthildur
Soffía Marías-
dóttir frá Hjörs-
ey verður níræð í
dag, 14. maí. Í til-
efni þess býður
hún vinum og
vandamönnum
að fagna með sér
tímamótunum á
morgun, föstudaginn 15. maí kl. 18
í Félagsheimili Orkuveitunnar í El-
liðaárdal. Allir hjartanlega vel-
komnir og gjafir afþakkaðar.
90 ára
„ÆTLI það verði ekki bara dúfa,“ sagði Úlfar
Finnbjörnsson matreiðslumaður þegar hann var
spurður hvað hann ætlaði að hafa í matinn á af-
mælisdaginn. „Ég rækta þær sjálfur og þetta er
eitt það allra besta sem ég fæ.“
Dúfnastofn Úlfars er um 30 fuglar af sérstakri
tegund dúfna sem ræktaðar eru til matar. Úlfar
hefur ræktað dúfur í um 20 ár og kveðst hafa náð
góðum árangri. Lykillinn er m.a. sá að dúfurnar fá
að fljúga úti í stóru búri og eru fóðraðar á átta
mismunandi tegundum af korni. „Þær eru feitar
og pattaralegar og eru ræktaðar upp í mig.“
Líklega hafa fremur fáir Íslendingar lagt sér dúfur til munns en
hvernig skyldu þær nú bragðast? „Þetta er mitt á milli þess að smakk-
ast eins og aliönd og hreindýr,“ upplýsir Úlfar fúslega. Hver dúfa
vegur um 450 grömm þegar búið er að reyta, svíða og gera hana
klára. „Ein dúfa og þá ertu bara nokkuð góður,“ segir Úlfar.
Hann léttsteikir bringurnar, lagar soð úr beinunum og lærin eru
soðin upp á gamla mátann. Af þessu tilefni er flaggað víða um borg og
bæ, eða skyldi það vera vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, á einnig afmæli í dag? runarp@mbl.is
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari er 45 ára
Ræktar dúfur upp í sig
Nýirborgarar
Vestmannaeyjar Guð-
björg Silla fæddist 1. des-
ember kl. 19.54. Hún vó
3.000 g og var 49 cm löng.
Foreldrar hennar eru
Dóra Björk og Viðar Ein-
arsson.
Keflavík Ester Gyða
fæddist 22. febrúar kl.
21.35. Hún vó 3.880 g og
var 52 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sunna Elín
Sigurðardóttir og Guð-
mundur Ólafsson.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is