Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
EVRÓVISJÓN er vissulega söngva-
keppni en oftar en ekki mætti halda
að verið væri að keppa í smekkleysu
og kjánaskap. Keppnin í ár er svo
sem ekki kjánalegri en þær hafa ver-
ið seinustu ár, þó svo margt sé svo
með endemum kjánalegt að áhorf-
endur verða hreinlega orðlausir.
Fyrsti skammtur af ruglinu kom í
fyrrakvöld og ekki laust við að mað-
ur finni fyrir timburmönnum. Á ein-
hver verkjatöflu?
Vissulega er af nógu að taka og
erfitt að meta hvaða þjóð býður upp
á mesta kjánaskapinn. Við Íslend-
ingar erum, aldrei þessu vant, bara
frekar venjuleg þó svo grafíkin
(höfrungar og freigátur sem minna á
sólarstrandargötulist) sé býsna
kjánaleg. Eiginlega fáránleg miðað
við texta lagsins, en þetta er víst
Rússum að kenna.
Búlgarar kjánalegastir
Flestir sem undirritaður hefur
rætt við um kjánaganginn í Evró-
visjón í ár eru sammála um að Búlg-
arar eigi skilið að hreppa gullverð-
launin. Búlgarar féllu enda úr
keppni, spurning hvort kjánagang-
urinn varð þeim að falli? Maður í
öskudagsvíkingabúningi að reyna að
syngja eins og geldingur, hálfnakinn
karl að dansa og vandræðalegir
kvendansarar í grænum gardínum.
Ekki voru Tékkar
betri, með
ótrúlega
kjánalega hugmynd um sígaunaof-
urhetju. Er þetta tékkneskur húm-
or? Tékkar duttu út. Eru þeir sem
greiddu atkvæði búnir að fá nóg af
kjánaskapnum?
Kynþokkalaust
Mörgum varð það áfall að kjána-
legi Hvít-Rússinn Petr Elfimoff
skyldi ekki komast í aðalkeppnina,
með sína beru bringu og hvítu útvíðu
glansbuxur, slegið, aflitað englahár
og hvíttuðu tennur. Sannarlega
tískuslys á ferðinni en ekki
söng maðurinn illa. Allur
hvít-rússneski hópurinn var smekk-
leysan holdi klædd, alveg óskaplega
kjánalegur. Hvít-Rússar duttu úr
keppni, kannski út af kjánagang-
inum. En kjánagangurinn virðist
ekki vera fyrirstaða í Evróvisjón,
þvert á móti ef marka má úrslitin í
fyrra. Rússneska lagið var eitt það
allra versta og kjánalegasta í sögu
keppninnar.
Belga-Elvis
Elvis-eftirherman frá Belgíu
kemst ofarlega á kjánalistann.
Finnst einhverjum þetta sniðugt í
Belgíu? Finnar sendu að þessu sinni
frá sér lag sem á aðeins heima á
froðudiskóteki á Ibiza. Úff. Svart-
fjallaland reyndi að vera sexí en mis-
tókst illa. Fátt er kjánalegra en fólk
sem heldur að það sé sexí en er það
ekki. Tyrkjum tókst það hins vegar
ágætlega sem og Rúmenum en
Rúmenar fá mun hærri einkunn fyr-
ir kynþokkann. Ekkert kjánalegt
þar. Enda komust bæði Tyrkir og
Rúmenar áfram, kannski á kyn-
þokkanum einum saman.
Makedóníumenn virðast
vera tveimur áratugum eftir
á hið minnsta þegar kemur að
klæðaburði og hártísku. Arm-
ensku skvísurnar voru hins veg-
ar svo furðulega til fara að mað-
ur missti heyrn.
Malta stóð upp úr
Eitt söngatriði virtist hins veg-
ar alveg laust við tilgerð, smekkleysi
og kjánagang. Malta. Þar steig þétt-
vaxin díva á svið og söng fallega ball-
öðu. Ekkert rugl í gangi. En nennir
einhver að horfa á Evróvisjón ef
engin eru kjánalætin? Er þetta ekki
löngu hætt að vera söngvakeppni?
Er þetta ekki bara keppni í furðu-
legheitum, súrrealísk söngskemmt-
un til að hlæja að í partíum? Ég get
varla beðið eftir aðalkeppninni. Hún
verður frábær! helgisnaer@mbl.is
Keppni í kjánaskap?
Hjálp! Búlgarar fóru yfir strikið í ár
í kjánalátum. Langt yfir strikið.
Elvis Patrick Ouchene frá Belgíu
þóttist vera Elvis. Rosa sniðugt.
Reuters
Jóhanna Þurfti nú endilega að klína höfrungum og skipum í bakgrunninn?
Makedónía Halló, halló, er ekki
örugglega árið 2009 í Makedóníu?
Tékkar Hvaða
rugl er þetta? Síg-
aunaofurhetja og
fiðludúkka?
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak (Stóra sviðið)
Creature - gestasýning (Kassinn)
Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið)
Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Fim 14/5 kl. 20:00Aukas. U
Fim 14/5 kl. 20:00 U
Fös 15/5 kl. 20:00 Ö
Fös 15/5 kl. 20:00 U
Sun 17/5 kl. 20:00 Ö
Mið 20/5 kl. 20:00 Ö
Fös 22/5 kl. 20:00 Ö
Fös 15/5 kl. 20:00 U
Lau 16/5 kl. 20:00 Ö
Sun 17/5 kl. 20:00 Ö
Fös 22/5 kl. 20:00 Ö
Sun 24/5 kl. 20:00
Mið 27/5 kl. 20:00
Lau 23/5 kl. 20:00 Ö
Fim 28/5 kl. 20:00
Fös 29/5 kl. 20:00
Fös 29/5 kl. 18:00 U
Lau 30/5 kl. 14:00 U
Lau 30/5 kl. 17:00 U
Fim 4/6 kl. 18:00 U
Fös 5/6 kl. 18:00 U
Lau 6/6 kl. 14:00 U
Lau 6/6 kl. 17:00 U
Lau 16/5 kl. 14:00 U
Lau 16/5 kl. 17:00 U
Sun 17/5 kl. 14:00 U
Sun 17/5 kl. 17:00 U
Sun 24/5 kl. 14:00 U
Þri 26/5 kl. 18:00 U
Mið 27/5kl. 18:00 U
Sun 7/6 kl. 14:00 U
Sun 7/6 kl. 17:00 U
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Lau 13/6 kl. 17:00 U
Sun 14/6 kl. 14:00 U
Sun 14/6 kl. 17:00 U
Sun 30/8 kl. 14:00
Sýningar haustsins komnar í sölu
Yfir 50 uppseldar sýningar. Sýningum lýkur 15. maí
Kolklikkaður leikhúskonsert - aðeins fjórar sýningar
Aðeins tvær sýningar
Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið)
Lau 23/5 kl. 19:00 ný aukaU
Lau 23/5 kl. 22:00 ný aukaU
Lau 20/6 kl. 19:00 ný sýning Lau 27/6 kl. 19:00 ný sýning
Ökutímar (Nýja sviðið)
Mið 13/5 kl. 20:00 5kort U
Fim 14/5 kl. 20:00 6kort U
Fös 15/5 kl. 19:00 U
Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U
Sun 17/5 kl. 19:00 U
Mið 20/5 kl. 19:00 8kort U
Fim 21/5 kl. 20:00 U
Fös 22/5 kl. 19:00 aukas Ö
Lau 23/5 kl. 19:00 aukas
Sun 24/5 kl. 20:00 aukas
Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U
Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U
Fös 29/5 kl. 19:00 Ö
Aðeins sýnt í maí.
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust
Mið 13/5 kl. 20:00 4kort U
Fim 14/5 kl. 20:00 5kort U
Fös 15/5 kl. 20:00 6kort U
Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U
Sun 17/5 kl. 16:00 U
Sun 17/5 kl. 20:00 8kort U
Mið 20/5 kl. 20:00 U
Fim 21/5 kl. 16:00 U
Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U
Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U
Lau 23/5 kl. 20:00 U
Sun 24/5 kl. 16:00 U
Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasU
Fim 28/5 kl. 20:00 U
Fös 29/5 kl. 20:00 U
Lau 30/5 kl. 20:00 U
Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU
Mið 3/6 kl. 20:00 U
Fim 4/6 kl. 20:00 U
Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU
Lau 6/6 kl. 16:00 U
Lau 6/6 kl. 20:00 U
Sun 7/6 kl. 16:00 U
Fim 11/6 kl. 20:00 U
Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Sun 14/6 kl. 16:00 U
ATH sýningar í haust
Fös 4.sept. kl. 19.00
Lau 5. sept. kl. 19.00
Sun 6. sept. kl. 19.00
Fim 10. sept.kl. 19.00
Fös 18. sept. kl. 19.00
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Þú ert hér (Litla sviðið)
Fös 22 /5kl. 21:00 ný aukas
Aukasýning vegna fjölda áskorana.
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Fös 5/6 kl. 20:00 fors.
Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U
Lau 6/6 kl. 22:00
Mið 10/6 kl. 20:00
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Lau 13/6 kl. 20:00
Sun 14/6 kl. 20:00
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200
Takmarkaður sýningafjöldi
Fim 14/5 kl. 20:00 U
Fös 15/5 kl. 20:00 U
Sun 17/5 kl. 20:00 U
Fös 22/5 kl. 20:00 Ný sýnÖ
Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýnÖ
Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn
Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn
Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn
Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Í kvöld kl. 19.30
Frá Novgorod til Napólí
Stjórnandi: Eivind Gullberg Jensen
Einleikari: Olga Kern
Johannes Brahms: Tragískur forleikur
Sergej Rakhmanínov: Píanókonsert nr. 2
Felix Mendelsohn: Sinfónía nr. 4, ítalska
■ Föstudagur 22. maí kl. 19.30
Á suðrænum slóðum
Stjórnandi: Rumon Gamba
Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Brett Dean: Amphitheatre
Ottorino Respighi: Gosbrunnar Rómarborgar
Joseph Haydn: Arianna a Naxos
Benjamin Britten: Phaedra
Edward Elgar: In the South