Embla - 01.01.1949, Side 9
Hlöðum, 14. júlí 1912.
Anna mín blessuð.
.... Þú veizt ekki allt það góða, sem þú vilt gera okkur, og á
það lagið geng ég. Það er mátinn.
.... Allt mitt vit læt ég nú í vettlingagerð. Það er næsta stig
fyrir neðan ljóðagerð og borgar sig betur, — hefur meiri aðsókn.
Vertu blessuð, og beiddu bæn þína kostgæflega:
„Æ, vertu ekki að bjóða mér barnaglys."
Ólöf.
Hlöðum, 11. ágúst 1912.
.... Hér koma þeir gráu, og ég var að reyna að vanda svo til
þeirra, að þú hefðir gaman af að gefa þá stúlku þinni, þeirri
liinni ríku. Ef þér fellur ekki fyrirkomulag mitt á þessum, þá
vil ég reyna að gjöra einlita gráa, áður en þú ferð, og tek ég þá
auðvitað við þessum og hef þá á aðrar hendur, og fylgir þeim sá
kostur, hvar sem um heim þeir fara, að enginn á þeirra líka.
.... Ekki hef ég fengið bréf frá jungfrú Ingibjörgu skólastýru,
veit því ekki, hvort ég á að senda henni gráa vettlinga, þegar
ég get.
Ólöf.
Hlöðum, 1. apríl 1913.
.... Á morgun fer pósturinn með öll þau margvíslegu málefni,
sem mannskepnurnar senda sín á millum, svo mitt bréf verður
að geta komizt með í það margmenni.
Gaman væri að heyra alla þá marglitu þulu upp lesna, sem
er í ferðaskrínum póstsins. Ætli ekki að lengsti þátturinn sé
ofinn úr ástahjali hinna ungu?
.... Svo þarna situr þú í mjólkursullinu, sem ég held, að sé
leiðinlegt. Ég skal segja þér, Anna mín. Ég held, að betra sé af
tvennu að taka sér mann, þótt misjafnlega gangi, en vera ein-
mana, þegar glamparnir hverfa og þreytan fer í mann. Þú ættir
að taka að þér einhvern einn af mörgum hinna ungu á Hvann-
EMBLA
7