Embla - 01.01.1949, Page 14
skelfingu. Þá rak hann út úr sér tunguna og skellihló. Tungan
var óeðlilega stór, og gat hann teygt hana langt upp á nef, enda
bögglaðist hún í munninum á honum, svo að erfitt var að skilja
það, sem liann sagði. Hárið var strítt og grátt og andlitið allt
loðið og mjög gamallegt. Nefið var eiginlega ekki annað en
stórar nasaholur. Hann var þrekinn og luralega vaxinn og á hæð
á við þrettán til fjórtán ára garnlan dreng.
Hann brölti nú ofan af kofaþakinu og kom til mín.
— Sæl, sagði hann og rétti mér höndina. — Þú ert falleg. Láki
syngja fyrir þig.
Ég hörfaði undan, en herti svo upp hugann og tók í höndina á
honum. Hún var stutt og breið og mjög óhrein, en ekki neitt
vansköpuð.
— Láki bera töskuna, sagði hann þá og þreif hana léttilega og
þrammaði heirn á leið, og ég gekk á eftir honum, hálf utan við
mig.
í þessu kom Inga frænka mín út. Hún var nokkrum árum eldri
en ég, og höfðum við kynnzt í Reykjavík veturinn áður.
— Halló, kallaði hún. — Þú ert þá komin, og auðvitað búin
að klófesta helzta herrann, sem við höfum hérna á bænum.
Farðu með töskuna inn í gestaherbergið, Láki minn, sagði hún
svo.
— Hann er þó ekki —, sagði ég, þegar ég hafði heilsað Ingu.
— Frændi okkar, hann Láki, greip hún fram í. Nei, guði sé lof.
Svo langt niður er ættin ekki komin ennþá. En hann er búinn að
vera hérna í seytján ár. Það er að segja síðan hann fæddist.
— Hvar eru foreldrar hans? spurði ég.
— Hún Dísa gamla, móðir hans, er nú hérna í eldhúsinu og
hefur verið þar árum saman.
— En faðir hans?
— Faðir hans —. Ég hef aldrei heyrt neitt á hann minnzt og
alltaf hugsað mér, að þetta hafi verið einhvers konar meyjar-
fæðing. En ekki er hægt að segja, að hún hafi beinlínis heppnazt
vel í þetta skipti. Eða livað finnst þér, telpa mín?
— Það er blátt áfram hræðilegt að sjá hann, sagði ég. Hvernig
getið þið haft liann stöðugt fyrir augunum?
12
EMRLA