Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 14

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 14
skelfingu. Þá rak hann út úr sér tunguna og skellihló. Tungan var óeðlilega stór, og gat hann teygt hana langt upp á nef, enda bögglaðist hún í munninum á honum, svo að erfitt var að skilja það, sem liann sagði. Hárið var strítt og grátt og andlitið allt loðið og mjög gamallegt. Nefið var eiginlega ekki annað en stórar nasaholur. Hann var þrekinn og luralega vaxinn og á hæð á við þrettán til fjórtán ára garnlan dreng. Hann brölti nú ofan af kofaþakinu og kom til mín. — Sæl, sagði hann og rétti mér höndina. — Þú ert falleg. Láki syngja fyrir þig. Ég hörfaði undan, en herti svo upp hugann og tók í höndina á honum. Hún var stutt og breið og mjög óhrein, en ekki neitt vansköpuð. — Láki bera töskuna, sagði hann þá og þreif hana léttilega og þrammaði heirn á leið, og ég gekk á eftir honum, hálf utan við mig. í þessu kom Inga frænka mín út. Hún var nokkrum árum eldri en ég, og höfðum við kynnzt í Reykjavík veturinn áður. — Halló, kallaði hún. — Þú ert þá komin, og auðvitað búin að klófesta helzta herrann, sem við höfum hérna á bænum. Farðu með töskuna inn í gestaherbergið, Láki minn, sagði hún svo. — Hann er þó ekki —, sagði ég, þegar ég hafði heilsað Ingu. — Frændi okkar, hann Láki, greip hún fram í. Nei, guði sé lof. Svo langt niður er ættin ekki komin ennþá. En hann er búinn að vera hérna í seytján ár. Það er að segja síðan hann fæddist. — Hvar eru foreldrar hans? spurði ég. — Hún Dísa gamla, móðir hans, er nú hérna í eldhúsinu og hefur verið þar árum saman. — En faðir hans? — Faðir hans —. Ég hef aldrei heyrt neitt á hann minnzt og alltaf hugsað mér, að þetta hafi verið einhvers konar meyjar- fæðing. En ekki er hægt að segja, að hún hafi beinlínis heppnazt vel í þetta skipti. Eða livað finnst þér, telpa mín? — Það er blátt áfram hræðilegt að sjá hann, sagði ég. Hvernig getið þið haft liann stöðugt fyrir augunum? 12 EMRLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.