Embla - 01.01.1949, Page 17
— Það gerir ekkert til, sagði Láki. Ég lagast, ef þú vilt kyssa
mig.
Ég rak upp liátt óp, því að nú kom hann með andlitið, hrylli-
lcga afskræmt, alveg ofan að mér. Við þetta hrökk ég upp úr
þessu draumarugli og var þá komin fram úr rúminu.
Ég reyndi ckki að sofna aftur, enda var bjart af degi, þó að
klukkan væri ekki nema fjögur. Ég náði mér í bók og las, þangað
til ég heyrði, að fólkið var farið að hreyfa sig. Þá gekk ég út að
glugganum og leit út.
Það var glaða sólskin, og morgundöggin glitraði á marglitri
blómabreiðunni umhverfis bæinn. Og nú var ég ráðin í að hrista
af mér óhuginn og vera kyrr, eins og til stóð.
Þá opnuðust bæjardyrnar og Láki kom út, og sjálfsagt var það
móðir hans, sem var með honum. Það var miðaldra kona, þreytu-
leg, en langt frá því að vera nokkuð raunamædd á svipinn.
Hún sneri sér mót austri og signdi sig hátíðlega, og svo signdi
liún Láka á eftir. Hann stóð og skældi sig allan á meðan. En hún
lét það ekkert á sig fá.
Síðan sótti hún vatn í skál, þvoði honum vandlega og greiddi
á honum hárlubbann. Honum var auðsjáanlega lítið um þetta
gefið. En móðir hans reyndi að tala um fyrir honum mcð góðu,
og ég heyrði, að hún minntist eitthvað á fínu stúlkuna, sem væri
komin. Þá skríkti Láki ánægjulega og batnaði í skapinu. Móðir
lians klappaði honum svo á herðarnar og kyssti hann á kinnina.
Ég sneri mér frá glugganum, gagntekin af undrun og viðbjóði.
Gat það verið, að henni þætti vænt um hann, og að hún sæi ekki,
hvað hann var ógeðslegur?
Ég dvaldi þarna á heimilinu í nokkrar vikur og undi mér hið
bezta. Ég vandist því smám saman að sjá Láka, og mig hætti að
dreyma um hann á nóttunni. Dísa gamla, eins og móðir hans var
alltaf kölluð, var jafnlyndasta inanneskjan á heimilinu og vildi
allt fyrir alla gera.
Láki elti hana venjulega hvert fótmál, sem hún snerist við eld-
húsverkin, og reytti hún þá í hann allt, sem hún gat fundið æti-
legt. Það var mér stöðugt undrunarefni, hve rniklu hann gat
EMBLA
15