Embla - 01.01.1949, Page 19
— Þarna sérðu, sagði Inga hlæjandi.
Ég hló ekki. En ég reyndi ekki að kenna Láka meira þann dag-
inn og ekki aftur, þegar Inga var nærstödd.
Þessar kennslustundir báru líka furðu lítinn árangur, og nú
fór óðum að styttast tíminn, sem ég ætlaði að vera þarna.
Ekki liafði mér gefizt tækifæri til þess að kynnast móður Láka
neitt nánar, og var mér þó forvitni á því. En svo var það einn
morgun, þegar ég kom á fætur, að Dísa var ekki á sínum stað í
eldhúsinu. En Inga var þar að snúast með Láka á eftir sér.
Ég spurði, hvort Dísa væri veik.
— Ekki aldeilis, sagði Inga. Hún Dísa gamla er farin að
skemmta sér, skal ég segja þér.
— Ósköp eru að heyra til þín, barn, sagði húsmóðirin, sem
var þar nærstödd. Að kalla það skemmtun að vera við jarðarför.
— Ojá, sagði Inga. Ég leyfi mér að kalla það skemmtun að ríða
honurn Skjóna út að Hlíð í þessu veðri. Og svo get ég ekki skilið,
að það sé nein ástæða til þess að skæla, þó að níræðri kerlingu sé
holað niður í jörðina.
— Hún var þó föðursystir hennar og eina nána skyldmennið,
sem hún átti eftir á lífi, sagði húsmóðirin hæglátlega.
— Enda þótt, sagði Inga og snaraði fullum mjólkurpotti yfir
eldinn.
Það var langt út að Hlíð, og Dísa náði ekki lieim fyrr en eftir
háttatíma um kvöldið.
Þegar ég kom heim af engjum, húkti Láki í cldhúsinu, einmana
og yfirgefinn. Hann var allur ataður í óhreinindum um andlit
og hendur. Þegar hann hnipraði sig saman þarna, virtist sú litla
mannsmynd, sem á honum var venjulega, því nær alveg horfin.
— Ætlarðu ekki að fara að liátta, Láki minn, sagði ég við hann.
— Hvar er Dísa gamla? spurði Láki og leit á mig raunamædd-
ur, og það rann eitthvað úr augunum á honum. Ekki vissi ég,
hvort það voru tár. En ég varð svo gagntekin af meðaumkun,
að hún varð öllu ógeði yfirsterkari.
Ég náði í vatn og fór að þvo Láka. Hann tók því með mestu
ró og fylgdi hverri hreyfingu minni með augunum. Ég reyndi
EMBLA - 2
17