Embla - 01.01.1949, Síða 28
Herodotus, sem var uppi nálægt hálfri annarri öld eftir Sapphó,
segir, að faðir hennar hafi heitið Scamandronymus. Móðir hennar
hét Cleis, og hefur dóttir Sapphóar verið heitin eftir lienni.
Bræður Sapphóar voru tveir. Sá yngri þeirra, Larichus, var skut-
ulsveinn í Mytilene, en því starfi gegndu jrillar, sem komnir voru
af heldra fólki, svo að Sapj^hó virðist hafa verið höfðingjaættar.
Hann hefur verið fallegur drengur, og er vikið að því í einu af
kvæðum Sapphóar: Horf þú á mig, vinur minn, og afhjúpa þú
fyrir mér yndisleik augna þinna. Eldri bróðirinn var kaupmaður
og flutti hið dýra Lesbosvín til Naucratus í Egyptalandi. í einni
verzlunarferð sinni hitti hann Doricu hina fögru, sem einnig er
nefnd Rodophis. Hann varð svo hrifinn af henni, að hann lagði
fram mikið fé til þess að leysa hana úr ánauð, og síðan gengu þau
í hjónaband. Sögn er til um það, að Dorica yrði síðar mjög rík,
og jafnvel að hún ætti einhvern hlut að byggingu eins pýramíd-
ans, en þetta mun ekki hafa við neitt að styðjast.
Hinni geðríku skáldkonu hefur mislíkað þessi ráðahagur bróð-
ur síns, og hún ávítar hann fyrir þetta í einu af kvæðum sínum.
Síðar yrkir hún annað kvæði, þar sem hún friðmælist við hann.
Þar lýsir hún því, liversu það særði Jiana að lieyra lionum liall-
mælt í fjölmenni. Háðsyrðin um hann skáru hana eins og hnífur.
Á marmarapJötu, sem geymd er í Britisli Museum, eru skráð
ýms merkisatriði úr sögu Grikkja á tímabilinu frá G. til 3. aldar
f. Kr. Þar er meðal annars getið um það, að þegar Aristocles
stjórnaði Aþenu liafi Sapphó flúið til Sikileyjar. Hefur lnin
sjálfsagt flúið vegna þess, að viðsjár liafa verið með stjórnmála-
flokkum í heimalandi hennar, og liefur flokkur liennar orðið í
minnihluta. Svo virðist sem Sapphó Jiafi dvalizt alllengi á Sikiley.
Þetta hefur gerzt meðan hún var ung, því að það var ekki fyrr en
eftir að hún kom heim þaðan sem liún giftist Cercolasi.
Á dögum Sapphóar var frjálsræði kvenna ekki mikið; í Aþenu
og Ioníu voru þær að miklu leyti innilokaðar. Þessu var á annan
veg farið á Lesbos. Þar voru konurnar mjög frjálsar og gátu lagt
stund á ýmsar fagrar listir, svo sem söng og dans. Konur, sem
sköruðu fram úr á þessum sviðum, kenndu svo ungmeyjunum
þessar listir, og einnig háttvísi í framgöngu. Stúlkurnar voru svo
26
EMRLA