Embla - 01.01.1949, Síða 29
látnar koma fram á hátíðunum, sem haldnar voru guðunum til
dýrðar. Þessir skólar, ef nefna má þessar stofnanir því nafni, voru
í nánu sambandi við guðsdýrkunina, og voru gjarna helgaðir ein-
hverjum vissum guði eða gyðju. Sapphó hafði einn slíkan skóla;
liann var helgaður Afrodite, ástargyðjunni. Þar kenndi hún ung-
um stúlkum að tigna fegurðina í ýmsum myndum. Að sögn henn-
ar sjálfrar elskaði hún skraut og glæsileik, dýr ilmvötn, mjúk hæg-
indi og kostulega dúka. Ekki var henni síður hugleikið um fagran
klæðnað, og í kvæðum sínum lýsir hún með sterkum orðum
skrautlegum búningum. Hún talar um marglita skó fagurgerða,
purpurakjóla, þunnar, fíngerðar treyjur og dýra' höfuðdúka.
Vafalaust hefur hún kennt nemendum sínum að bera klæði sín
með virðuleik. Hún spyr eitt sinn á þessa leið: Hvernig getur þú
látið töfrast af svo óglæsilegri stúlku, hún kann ekki einu sinni að
sveipa klæðunum um ökla sér. Aftur á móti fer hún niðrandi
orðum um konu, sem hældist um yfir hringum sínum. Heimska
kona, einn liringur er ekki þess virði að vera stolt af honum. En
hún elskaði blóm og talaði um þau eins og hina fegurstu skart-
gripi, sem prýddu konurnar. Manstu, segir hún, þegar við lögðum
sveiga úr rósum og fjólum að liöfði þér og vöfðum fléttum úr
vorblómum um hvítan liáls þér. Blómin höfðu líka trúarlegt
gildi. Guðirnir sýndu þeim miskunn, sem gengu frain fyrir þá
prýddir blómum, en sneru ásjónu sinni frá þeim, sem ekki báru
neina kransa.
Sapphó kvað ljóð sín fyrir ungu stúlkurnar, nemendur sína.
Hún opnaði þeim hug sinn og leitaðist við að kenna þeim list
sína. Við guðsþjónustur sínar sungu þær og dönsuðu í tungls-
ljósinu kringum blómskrýtt altarið. Sorgin er ekki fögur, en það
er gleðin, og hjá þeim, sem tigna fegurðina, mega ekki heyrast
kveinstafir.
Hellenar dáðu æsku og fegurð, og sú aðdáun léði viðmóti eldra
fólks við yngra sinn svip og gat leitt til siðspillingar. Sapjihó
hefur fengið þann dóm, að í húsi hennar hafi dafnað siðleysi,
en heilbrigð skynsemi segir okkur, að slíkt séu fráleit ósannindi.
Hefði svo verið, er fullvíst, að höfðingjarnir í Hellas hefðu ekki
sent henni dætur sínar til fræðslu og fósturs, enda er það sannað,
EMBLA
27