Embla - 01.01.1949, Síða 31
hyllir kvöldið blíða, sem flytur aftur heim allt það, sem bjartur
morgunninn tvístraði: Lambið, kiðlinginn og syfjað barnið í
faðm móðurinnar. Þegar nóttin kemur, hverfur silfraður mán-
inn af himninum og sjöstirnið gengur undir, blærinn hvíslar við
svalan lækjarbakkann og svefninn seytlar niður af blöðum epla-
trjánna.
Af trúarljóðum Sapphóar er lítið varðveitt, en frægur var að
fornu sorgaróður við útför Adonisar. Einnig er nú lítið eftir af
ádeilukvæðum hennar. Þó er til brot úr kvæði um konu, sem
ekki átti rósir Pieriu, þ. e. a. s. var ómenntuð og hlaut því að fara
ærulaus til Hadesarheima, og annað brot um Adromedu, sem
kunni ekki að sveipa skikkjufaldinum um ökla sér. Söguljóðin
eru einnig að mestu glötuð. Mest er varðveitt af ástarljóðunum,
enda voru þau frægust. Nýlega hafa bætzt við nokkur falleg brot,
sem fundizt hafa í Egyptalandi rituð á papvrus-sef. Sýnir það,
að kvæði hennar hafa sífellt verið lesin fram undir lok fornald-
arinnar. Hún lýsir ástinni með dýrlegum líkingum. Hún kemur
skríðandi eins og slanga, engin leið að veita henni viðnám, engin
leið að flýja hana, svo fögur og banvæn í senn. Ellegar hún dynur
yfir eins og stormbylurinn, sem þýtur í eikunum í fjallshlíðinni.
Hún biður gyðju sína ákaft um hjálp í hörmum sínum, ])egar ást
hennar er ekki endurgoldin. í öðru kvæði minnist hún Arignótu,
sem horfin er frá henni og skartar mcðal Lydíukvennanna í
Sardcs eins og rósrauður máninn, scm Ijómar skærar cn allar
stjörnur himinsins og varpar geislum sínum yfir Iiið salta haf
og blómum skrýdda akrana — döggin fellur og rósirnar standa í
blóma og fíngerð grösin og nýútsprunginn smárinn. Hrygg í
Iijarta hrópar hún til vinstúlku sinnar, en hin hljóða nótt veitir
ekkert svar.
Mörg af kvæðum Sapphóar eru ort til vinstúlkna hennar, nem-
endanna. Lýsir hún þeim sársauka, er það veldur henni að skilja
við þær, þegar þær yfirgefa hana til að ganga í hjónabandið. Þá er
það hann, sá útvaldi, sem fær að sitja hjá Agallis og hlusta á þýða
rödd hennar og töfrandi hlátra, en skáldkonan situr eftir, ein-
mana og afbrýðissöm. Hún tekur samt þátt í gleði vinkonu sinnar
og yrkir fjörug og hástemmd brúðkaupskvæði. Hún lofar brúð-
EMBLA
29