Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 31

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 31
hyllir kvöldið blíða, sem flytur aftur heim allt það, sem bjartur morgunninn tvístraði: Lambið, kiðlinginn og syfjað barnið í faðm móðurinnar. Þegar nóttin kemur, hverfur silfraður mán- inn af himninum og sjöstirnið gengur undir, blærinn hvíslar við svalan lækjarbakkann og svefninn seytlar niður af blöðum epla- trjánna. Af trúarljóðum Sapphóar er lítið varðveitt, en frægur var að fornu sorgaróður við útför Adonisar. Einnig er nú lítið eftir af ádeilukvæðum hennar. Þó er til brot úr kvæði um konu, sem ekki átti rósir Pieriu, þ. e. a. s. var ómenntuð og hlaut því að fara ærulaus til Hadesarheima, og annað brot um Adromedu, sem kunni ekki að sveipa skikkjufaldinum um ökla sér. Söguljóðin eru einnig að mestu glötuð. Mest er varðveitt af ástarljóðunum, enda voru þau frægust. Nýlega hafa bætzt við nokkur falleg brot, sem fundizt hafa í Egyptalandi rituð á papvrus-sef. Sýnir það, að kvæði hennar hafa sífellt verið lesin fram undir lok fornald- arinnar. Hún lýsir ástinni með dýrlegum líkingum. Hún kemur skríðandi eins og slanga, engin leið að veita henni viðnám, engin leið að flýja hana, svo fögur og banvæn í senn. Ellegar hún dynur yfir eins og stormbylurinn, sem þýtur í eikunum í fjallshlíðinni. Hún biður gyðju sína ákaft um hjálp í hörmum sínum, ])egar ást hennar er ekki endurgoldin. í öðru kvæði minnist hún Arignótu, sem horfin er frá henni og skartar mcðal Lydíukvennanna í Sardcs eins og rósrauður máninn, scm Ijómar skærar cn allar stjörnur himinsins og varpar geislum sínum yfir Iiið salta haf og blómum skrýdda akrana — döggin fellur og rósirnar standa í blóma og fíngerð grösin og nýútsprunginn smárinn. Hrygg í Iijarta hrópar hún til vinstúlku sinnar, en hin hljóða nótt veitir ekkert svar. Mörg af kvæðum Sapphóar eru ort til vinstúlkna hennar, nem- endanna. Lýsir hún þeim sársauka, er það veldur henni að skilja við þær, þegar þær yfirgefa hana til að ganga í hjónabandið. Þá er það hann, sá útvaldi, sem fær að sitja hjá Agallis og hlusta á þýða rödd hennar og töfrandi hlátra, en skáldkonan situr eftir, ein- mana og afbrýðissöm. Hún tekur samt þátt í gleði vinkonu sinnar og yrkir fjörug og hástemmd brúðkaupskvæði. Hún lofar brúð- EMBLA 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.