Embla - 01.01.1949, Síða 41

Embla - 01.01.1949, Síða 41
liallar austur af, og iunan lítillar stundar er Vaðlaheiðin að baki okkar. Við ökum áfram yíir Fnjóskadal og gegnum Ljósavatns- skarð og austur yfir Bárðardal. Menn líta út um gluggana og liorfa yi'ir Hriflumóa. „Hér trúlofaðist Jónas,“ segir einhver og bendir á lítið tóftarbrot til hægri við veginn. Allir líta þangað með lotningu og taka þessa uppfræðslu góða og gilda, enda fylgir sög- unni, að þá hafi verið öðruvísi um að litast þarna. — Reyndar er enginn staður svo ólíklegur til, að ekki sé hægt að trúa því, að einhverjir hafi trúlofazt þar. Næst stönzum við á Fljótsheiði og skoðum útsýnið í úrsmiðs- kíkinum. Það er víðsýnt af háheiðinni. í austri blasa við Mý- vatnssveitarfjöllin, í norðri rísa Kinnarfjöll, en til suðurs sést allt inn til jökla. Þá er lialdið niður í Reykjadalinn. Hann er laugaður í síð- degissól, og mér finnst Iiann bjóða okkur velkomin. Það er eitt- hvað hlýtt og vinalegt við þessar lágu og grösugu heiðar, sem umlykja dalinn. Við ökum fram eftir honum að vestan. Þá liggur vegurinn yfir Reykjadalsá, og enn leggjum við upp á heiði. Það er farið fram hjá Máskoti, fremsta bænum í Reykjadal, og ínnan lítillar stundar er numið staðar uppi við Másvatn. Það liggur framundan okkur, blátt og spegilslétt. Og nú blasa Mývatns- sveitarfjöllin vel við. Framundan til vinstri rís Vindbelgurinn, einkennilegur og auðjDekktur. En í suðri er Sellandafjall vestast, þá Bláfjall, Búrfell, Heilagsdalsfjall og Hverfjallið. Það sýnist vera alveg hringmyndað, grátt og gróðurlaust með djúpa skál niður í kollinn. Næsti áningastaður er Reykjahlíð. Þar er gamall bær með reisulegum þiljum, og þar eru líka nýjar byggingar, gistihús og greiðasala. Mér verður starsýnt á gamla vindmylnu, sem stendur á dálitlum hól framan við bæinn. Reyndar eru vængirnir brotnir af henni, og hún stendur þarna aðeins sem minjagripur frá horf- inni tíð. En eins og til að storka gömlu, vængbrotnu vindmyln- unni snúast fjórar nýtízku vindrafstöðva-rellur fyrir léttum and- varanum til og frá á burstum í liúsaþyrpingunni. Það er drukkið kaffi, og að því loknu geng ég út að kirkjunni, þar sem hraunflóðið stöðvaðist 1728, aðeins örfáa faðma frá kirkjuveggnum. KMBLA 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Embla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Embla
https://timarit.is/publication/759

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.