Embla - 01.01.1949, Qupperneq 45
kominn liáttatími á sveitamannavísu. Við verÖum að aka dálít-
inn spöl til baka, til að komast á troðninginn, sem liggur niður
í Hólmatungurnar. Nú húmar, og vegurinn versnar, en veðrið
er yndislegt. Menn tala um daginn og veginn, nema úrsmiður-
inn, hann talar um nóttina og vegleysuna, og tekur öðru hvoru
í nefið úr verra ílátinu, því að bíllinn veltur svo mikið, að hann
er hræddur um að tóbakið geti lent í nefi einhvers annars.
Dcllifoss
Síðasta spölinn fara flestir úr bílunum og ganga. Við tökum
af okkur krókinn, sem bílarnir verða að fara, og göngum þá af
okkur. Það hallar undan fæti, og áður en varir erurn við komin
inn í fyrirheitna landið.
Hólmatungurnar eru reyndar dálítið, grunnt daldrag, sem
gengur fram af Kelduliverfi upp með Jökulsá að vestan. Lands-
lagið cr fagurt og sérkennilegt og gróðurinn mjög fjölbreyttur.
Þarna vaxa ýmsar plöntur, sem óvíða er að finna annars staðar,
og ferðin hefur verið farin rneðal annars í því skyni að athuga
hér gróður og safna plöntum, eftir því sem tími ynnist til.
Og það er maður með í ferðinni, sem á að taka við, þar sem
okkar vísdóm þrýtur, og fræða okkur um plöntur. Bílarnir eru
ekki komnir, og við förum að ganga um og athuga gróður, og
EM15LA
43