Embla - 01.01.1949, Qupperneq 56
erfiðleikum og andstreymi, þó að þeir seiddu það ekki inn í sál
sína að óþörfu. Húsbóndinn hafði miklar mætur á kvæðum Gríms
Thomsens, en fyrir kvæðið „Ólund“ sagði hann, að Grímur ætti
enga þökk skilið. — Glaðlyndi og prúðmennska voru þeir eigin-
leikar, sem þau hjón vildu efla hjá heimilisfólki sínu. Og sá mátti
vera meira en lítið myrkur í skapi, sem ekki fann bjartsýni og
samúð glæðast í huga sínum í návist þeirra. Sambúð þeirra hjóna
var líka svo fögur, að lengra verður varla til jafnað. Mörg dæmi
mætti nefna um það, hve samrýnd þau voru. Fyrri part daga á
vetrum vann húsbóndinn við kennslu og smíðar, en seinni part-
inn sat hann önnum kafinn á skrifstofu sinni. Þá var það oft,
að hann brá sér ofan í baðstofu og sagði við konu sína: „Ætlarðu
ekki að líta upp til mín og stytta fyrir mér daginn?" Aldrei brást
þeim hin gagnkvæma virðing og nærgætni, yljuð af æskuhrifn-
ingu, sem entist þeim til ellidaga og gaf þeim þrótt til að standast
þá storma, sem á þeim dundu, án þess að bogna eða bugast. Mörg-
um, sem voru í Ólafsdal, munu vera í minni þær stundir, þegar
húsbóndinn var að koma heim úr ferðum sínum, hvort sem þær
höfðu tekið lengri eða skemmri tíma. Þá var allt gert, sem í
húsmóðurinnar valdi stóð, til þess að gera heimilið sem hlýlegast
og heimkomuna sem ánægjulegasta. Gleði hennar, er hún þá fagn-
aði honum, var svo hjartanleg, að lieimkoman varð sannkölluð
hátíðisstund.
En þær voru raunar margar hátíðisstundirnar í Ólafsdal og við
fleira en eitt bundnar. Sérstaklega vil ég nefna þær stundir, þegar
allt heimilisfólkið safnaðist saman til húslestra. Þeir voru lesnir
á hátíðum og sunnudögum á vetrum og auk þess á hverjum virk-
um degi á föstunni. Ástríður, dóttir hjónanna, lék á hljóðfærið,
unga fólkið söng og einhver skólapilturinn las lesturinn. Hús-
bændurnir sáu um, að þessi athöfn færi alltaf virðulega fram og
með miklum hátíðleik. — Það voru líka ógleymanlegar hátíðis-
stundir, sem við áttum stundum í beztu stofunni, þegar safnazt
var þar saman, einkum á sunnudagskvöldum á sumrin. Sú stofa
var búin veglegri húsgögnum en þá þekktust annars staðar til
sveita, og þar var mikið af blómum. í augum okkar, sem þar
gengmn sjaldan um, var þessi stofa helgidómur.
54
EMBLA