Embla - 01.01.1949, Side 58

Embla - 01.01.1949, Side 58
sveitina mína og átti þai heima í tvö ár. Torfi var þá dáinn fyrir einu ári, en Guðlaug bjó enn í Ólafsdal. Yngsti sonur hennar, Markús, veitti búi liennar forstöðu og kona hans, Sigríður íirandsdóttir, gekk henni í dóttur stað. Ég fór eins fljótt og ég gat inn eftir til fundar við nöfnu mína. Ég hlakkaði til að liitta hana, en hálfkveið þó fyrir, því að ég átti bágt með að hugsa mér Ólafs- dal án Torfa. En ég hefði engu þurft að kvíða. Þegar ég steig af baki í tröðunum, kom húsmóðirin út á stéttina móti mér með sama tígulega fasinu og sama glaðiega yfirbragði eins og áður fyrr. Ég fann, að viðtökurnar voru enn jafn hlýjar og innilegar eins og þegar ég kom til hennar í fyrsta sinn, níu ára telpuhnokki. Fyrst ræddum við lengi um daginn og veginn. En um kvöldið, þegar við vorum orðnar tvær einar saman, vék hún tali að þeirri breytingu, sem orðin var á heimilinu með dauða manns hennar. Sagði hún mér nákvæmlega frá öllum atvikum í sambandi við fráfall hans. Mér varð þá að orði: „Er ekki verra fyrir þig að vera að rifja þetta upp?“ Nafna mín tók upp orð mín og sagði með mikilli rósemi: „Að rifja þetta upp! Það er ekkert að rifja upp. Þetta er jafnljóst fyrir mér nú, eins og þegar það gerðist. Þetta fyrnist aldrei. En ég er glöð yfir því, að hann fór á undan mér. Ég held, að liann hefði átt bágara með að vera éftir.“ Nokkrum vikum eftir þetta samtal okkar barst enn harma- fregn að Ólafsdal. Sonur Guðlaugar, Ásgeir efnafræðingur, lézt á bezta aldri, 45 ára, og lét eftir konu og ung börn. Enn liðu 10 ár. Þá kom ég að Ólafsdal og hitti nöfnu mína í síðasta sinnið. Hún var þá áttræð, ennþá ern og lík því sem í fyrri daga í fasi og viðræðum. Meira en tug ára átti hún þá ólif- aðan. Síðustu árin var hún rúmföst. Hún lézt vorið 1937, á 92. ári. Af börnum hennar lifðu hana þrjú og eru þau öll enn á lífi: Ragnheiður og Markús, sem áður eru nefnd, og Áslaug, húsfreyja á Ljótsstöðum í Þingeyjarsýslu. Miklu dagsverki var lokið. Löng ævi djúprar reynslu liðin á enda. En í huga hinna mörgu, sem áttu þeirri hamingju að fagna að þekkja Guðlaugu í Ólafsdal og njóta vináttu hennar og leið- sagnar, lifir minning um fágæta konu, ljúfa í blíðu og sterka í stríðu, mikilmenni í íslenzkri húsmæðrastétt. 56 EMBI.A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Embla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Embla
https://timarit.is/publication/759

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.