Embla - 01.01.1949, Síða 69
þessi ofboðslegi ótti, sem hún hélt að myndi grípa sig undir slík-
um kringumstæðum. — Þetta var nú yngsta barnið hennar, og
hún var svo lítil, þegar hún missti hann pabba sinn, — svo mun-
aðarlaus, þó að hún ætti hana að.
— Svala, þú verður að hætta að liugsa um þessa fjarstæðu, —
sagði Hörður. — Við slcppum þér aldrei ineð ókunnugum manni
í aðra heimsálfu, þú heyrir það.
Svala leit á bróður sinn, hvorki undrandi né ógnandi, — en ró-
leg og viss í sinni sök.
— Það þýðir engum að segja neitt um þetta. Ég hef lofað að
giftast Bill, og ég yfirgef hann aldrei.
— Ekki minna, — sagði Hörður og glotti. — Þá tala ég við
þennan náunga, og svo skulum við sjá hvað setur. Þú ert ennþá
barn í okkar ábyrgð. — Þú ferð ekki í vinnu á morgun.
— Ertu orðinn vitlaus, Hörður, — sagði Svala. — Heldurðu að
þú bannir mér að fara í vinnu. Heldurðu að ég sé aumingi eða
hvað?
— Ekkert orð meira um þetta, börnin mín, — sagði móðir
þeirra allt í einu ákveðin. — Nú förum við öll að hátta, en næsta
dag, sem Svala hættir að vinna klukkan sex, kemur hún hingað
heim með þennan mann, og ég tala við hann.
Enginn sagði orð. Börnin voru því öll svo vön að fara að ráðum
móður sinnar. En öllum var þeim órótt. Einhver kvíði læsti sig
um hugi systkinanna, og ýmsar sögusagnir rifjuðust upp fyrir
þeim.
En móðir þeirra hélt ró sinni. Hún var ótrúlega örugg. Hún gat
ekki vakið neinn kvíða í huga sínum að ástæðulausu. Ennþá
hafði hún ekki trúað því, að hún Svala hennar, litla veikbyggða
stúlkan, ætti eftir að yfirgefa þau og hverfa þeim út í móðu
fjarlægðarinnar.
Svala fór beint heim, næsta kvöldið á eftir þetta, sem hún vann
ekki frameftir. Hún hafði sagt Bill eins og var, að hún hefði mátt
til að segja fólkinu sínu frá trúlofun þeirra. Hann tók því vel,
næstum glaðlega. Svala sagði honum einnig frá orðaskiptum
þeim, sem hún hafði átt við Hörð, svo að honum skyldi ekki koma
það á óvart, ef einhverjir árekstrar yrðu þeirra á milli.
EMBLA
67