Embla - 01.01.1949, Page 90

Embla - 01.01.1949, Page 90
komum með annarri dóttur sinni og fluttust með henni þetta vor til Mjóafjarðar. En nú hafði verið látið hér inn ýmislegt dót, sem ekki var húið að ganga frá og ekkert var með að gera. Þar á meðal voru bækur heimilisins. Þá voru hækur ekki notaðar um vor- og sumartíma, nema húslestrabók Péturs biskups og sálmabókin. Þær bækur voru notaðar á hverjum sunnudegi allt árið. Þarna var nú fundið verkefni fyrir mig. Tók ég nú á því viti og ráðdeild, sem ég átti yfir að ráða, og fór að reyna að koma þessu svolítið laglega fyrir, raða bókunum í skápinn og reyna að láta fara þolanlega um þær. Þetta verk gekk nú ekki fljótt, þótt ég væri með allan hugann við starfið. Ég þurfti að líta í bækurn- ar og það tafði mig. Ekki þori ég að ábyrgjast, að ég muni alveg rétt, hvaða bækur það voru. Þó var þar svo sem ekki um auðugan garð að gresja. Þar var biblía og Vídalínspostilla, eitt- hvað af íslendingasögum og Alþingistíðindum. Þessu var fljótt komið fyrir. En svo voru það blöðin. Fyrst var ég að hugsa um að láta þau öll í einn böggul, án þess að raða þeim. — Blöðin, sem ég nefni svo, voru ísland, sem Þorsteinn Gíslason gaf út um það leyti. Ég liygg, að það liafi verið einn eða tveir árgangar. En þegar ég var að vöðla þessu saman, rakst ég á söguna „Árna“, eftir Björnstjerne Björnson, sem var gefin út í dálkum í blaðinu. Sögunni hefur víst ekki verið mikill gaumur gefinn. Ég man ekki til, að hún væri lesin upphátt á heimilinu. En ég varð svo heilluð af fyrsta kaflanum, sem fyrir mér varð, að ég vann til að fletta blöðunum sundur og saman, þar til ég var búin að finna alla söguna. Og nú fannst mér ég eiga þarna fjársjóð út af fyrir mig. Þetta varð ég að geyma vel, svo að það yrði ekki frá mér tekið. Blöðin geymdi ég því þarna undir rúminu og las í þeim smátt og smátt, þegar enginn sá til. Ég las söguna aftur og aftur, lærði í henni flest kvæðin, svo að ég kann þau enn í dag. Svo kom sumar og heyskaparannir, og þá gleymdi ég öllu öðru en því að reyna að verða eitthvað til hjálpar heima við bæinn. Systkinin, sem eldri voru en ég, fóru öll á engjar. En yngri en ég voru þrír drengir, og snemma á engjaslætti fæddist yngsta systir mín. Mér fannst því dálítið til um, að amma kallaði oft til mín og bað mig um ýms smáverk. Ég reyndi að hjálpa henni 88 EMBLA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Embla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Embla
https://timarit.is/publication/759

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.