Embla - 01.01.1949, Side 101
og hræddan. Hann píndist áfram, datt og var troðinn undir,
brölti aftur á fæiur, cn sá engin ráð að losna úr þessum kvöl-
um. — En hvað sá hann þarha við cinar dilksdyrnar? Lítinn
dreng. Skyldi það vera Nonni, sem var svo góður við liann heima.
Hann var ekki viss um það, en hann mátti til með að vita það
fyrir víst. Nonni hcfði kannski eitthvað gott í lófa sínum handa
Baug, og svo mundi hann bera hann til mömmu. Hann færði
sig smátt og smátt nær drengnum. Nú var hann kominn rétt til
hans og rétti fram snoppuna. Drengurinn leit við og sá hann.
„Hver ætli eigi nú þetta helvíti?" sagði drengurinn og sló á snopp-
una, sem rétt var fram, og um leið kom stór maður að elta
kind, sem liann átti. Allur hópurinn hentist út að veggnum, og
Baugur hvarf í kösina. Þegar tæpar þrjátíu kindur voru eftir í
réttinni var hann loks dreginn í dilkinn, en hann var ekki nema
rétt búinn að sjá mömmu sína, þegar hleypt var út og rekið af
stað heimleiðis.
Nonni fór ekki í réttina, af því að rigningin var svo mikil, en
inni tolldi liann ekki eitt augnablik, hann þurfti alltaf að horfa
út. Hann var ráðinn í að sjá fyrst af öllum, þegar piltarnir kæmu
með féð. Það var svo undarlegt, hvað jjeir voru lengi. Hann spurði
oft, livað klukban væri. Þcgar larið var að borða miðdagsmatinn,
var hann drifinn inn, en ekki' var hann nema hálfnaður úr skál-
inni, Jregar komið var inn og sagt: „Piltar eru að koma.“ Nonni
fór í loftköstum fram bæinn og út á Iilað. Já, þarna komu þeir.
Féð rann rólega Iieim eyrarnar. Það þekkti sig, og óttinn og
styggðin fór að minnka. Forustu-sauðurinn, hann Glæsir, langt
á undan og svo Gotta gamla með lömbin sín, síðan komu nokkr-
ar dökkleitar og hvítar kindur og þar næst allur hópurinn og
piltarnir á eftir. En hvað var þetta? Einn þeirra hafði eitthvað
hvítt í fanginu. Það var ekki laust við að Nonni fengi sting fyrir
brjóstið. Það er líklega veikt lamb. Hvaða aiímingja lamb skyldi
Jjað vera? Sveinn hleypti Val á sprett fram með hópnum, og
sveigði Glæsi heim að réttinni. Piltarnir fóru af baki til að reka
inn, og sá, sem reiddi kindina, lét haná niður við kvíhúsvegginn
og fór svo til hinna. Nonni hljóp ofan að húsinu. K'indin lá kyrr,
en hélt höfði, svo að hún var þá.ekki dauð. Þ.egarlrann.kom að
EMBLA
99